Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 19:09 Stúlkan var á BUGL í viku en á meðan var móðir hennar að reyna sitt allra besta til að finna henni pláss á meðferðarheimili. Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana til Suður-Afríku á meðferðarstofnun því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri lífshættu og að bið myndi kosta hana lífið. Móðir stúlkunnar vill ekki koma fram undir nafni til að vernda friðhelgi dóttur sinnar en hún leitaði til Sigmars Guðmundssonar, þingmanns Viðreisnar, sem hefur fjallað um mál sem þessi því henni er mjög í mun að fleiri lendi ekki í því sama og þær mæðgurnar. Stúlkan er með fjölþættan vanda; með einhverfu, ADHD og glímir við fíkn. Þann 27. október síðastliðinn fékk stúlkan taugaáfall. „Hún var búin að eyða nótt einhvers staðar þar sem einhverjir hræðilegir atburðir gerðust, held ég, miðað við ástandið á henni og hún ætlaði að henda sér fyrir bíl því hún vildi ekki lifa lengur en stoppar sig af og hringir í 112 og biður um aðstoð. Lögreglan fer með hana upp á bráðamóttöku og þar er hún í hrikalegu ástandi andlega.“ Stúlkan varði nóttinni inni á geðdeild en þurfti síðan að vera inni á BUGL í viku. Þú veist ekki nákvæmlega hvað gerðist en með hverjum var hún? „Ég er ekki alveg búin að átta mig á því en ég held þetta hafi verið einhverjir eldri karlmenn og hún var í aðstæðum sem hún hefur bara engan veginn ráðið við, og sem hún vildi ekki vera í, sem „triggerar“ þetta sem var eiginlega geðrof.“ Hún telur að dóttir sín hafi sérstaklega verið valin eða „target-eruð“ því hún sé brothætt. Hún eigi erfitt með að lesa í aðstæður og að hún átti sig ekki á því fyrr en of seint að hætta sé á ferðum. „Hún er bæði brotin eftir einelti þegar hún var yngri og er með slæma sjálfsmynd og lítið sjálftraust og þráir að tilheyra hópi. Hún tekur bara öllum sem sýna henni athygli. Það þarf svo mikið að byggja upp sjálfstraust hjá þessum stelpum. Því meira sjálftraust, því minni líkur á að svona hlutir gerist.“ Móðirin mat ástand dóttur sinnar sem svo að málið þyldi ekki nokkra einustu bið. „Á meðan hún er í kyrrsetningunni inni á BUGL þá erum við að spjalla saman og þá sé ég að hún vill bara ekkert lifa lengur. Hún sér ekki nein tækifæri til að komast út úr þessu, sér ekki tilgang með lífinu lengur og veit bara ekkert hvernig hún á að lifa með öllu því sem er búið að gerast og vill bara deyja. Hún var alveg orðin róleg þegar hún talað um þetta, hún vildi bara klárlega deyja.“ En af hverju að senda hana til Suður-Afríku en ekki í eitthvað úrræði á Íslandi? „Mér skildist að hún hefði þurft að fara í gegnum Stuðla sem var biðlisti á til þess að komast mögulega á Bjargey sem er fyrir norðan og þar var nokkurra mánaða biðlisti og samt átti ég ekki að fara með hana á Stuðla því Stuðlar eru svo slæmur staður en samt þurfti hún að fara þangað. Það var bara ekkert hægt að bíða.“ Hún gagnrýnir ósveigjanleika kerfisins. Bið hefði kostað dóttur hennar lífið. „Hún var í lífshættu. Annað hvort hefði hún bara klárað dæmið sjálft og tekið sitt eigið líf eða þá að þeir sem biðu eftir henni hefðu skaðað hana mikið.“ „Hún var að biðja um hjálp og þegar hún hefur beðið um hjálp þá verður það að gerast strax. Það er ekkert hægt að segja börnum að koma eftir viku eða mánuð. Hún vildi fá hjálp og hún var byrjuð að leita sér aðstoðar en það var ekkert á Íslandi sem greip hana.“ Meðferðin kostar um 200 þúsund krónur á mánuði og hún segir ferðalagið sjálft hafa kostað augun úr. Meðferðaraðilarnir í Suður-Afríku telja líklegast að stúlkan þurfi að dvelja hjá þeim í níu til tólf mánuði. Færðu einhvern stuðning frá ríkinu eða sveitarfélaginu þínu? „Nei en ég fékk reyndar aðeins frá sveitarfélaginu, það kom smá dropi í hafið en það er þó eitthvað. Ég er búin að reyna að heyra í Sjúkratryggingum en fékk þvert nei.“ Þrátt fyrir að mæðgurnar hafi gengið í gegnum afar erfiða tíma þá er móðirin vongóð um að meðferðin úti muni hjálpa dóttur sinni. „Hún sýnir mikinn vilja þarna úti og ég heyri það frá starfsfólkinu að hún er að fara eftir öllu prógramminu og vill virkilega bæta sig, líta inná við og vinna í sjálfri sér og þær eru mjög ánægðar með hana, konurnar sem vinna þarna.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Fíkn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Málefni Stuðla Suður-Afríka Tengdar fréttir Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Aðgerðarhópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna tekinn til starfa Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní síðastliðinn og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins sem lúta að heilbrigði og vellíðan barna. 4. september 2024 16:26 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
Móðir stúlkunnar vill ekki koma fram undir nafni til að vernda friðhelgi dóttur sinnar en hún leitaði til Sigmars Guðmundssonar, þingmanns Viðreisnar, sem hefur fjallað um mál sem þessi því henni er mjög í mun að fleiri lendi ekki í því sama og þær mæðgurnar. Stúlkan er með fjölþættan vanda; með einhverfu, ADHD og glímir við fíkn. Þann 27. október síðastliðinn fékk stúlkan taugaáfall. „Hún var búin að eyða nótt einhvers staðar þar sem einhverjir hræðilegir atburðir gerðust, held ég, miðað við ástandið á henni og hún ætlaði að henda sér fyrir bíl því hún vildi ekki lifa lengur en stoppar sig af og hringir í 112 og biður um aðstoð. Lögreglan fer með hana upp á bráðamóttöku og þar er hún í hrikalegu ástandi andlega.“ Stúlkan varði nóttinni inni á geðdeild en þurfti síðan að vera inni á BUGL í viku. Þú veist ekki nákvæmlega hvað gerðist en með hverjum var hún? „Ég er ekki alveg búin að átta mig á því en ég held þetta hafi verið einhverjir eldri karlmenn og hún var í aðstæðum sem hún hefur bara engan veginn ráðið við, og sem hún vildi ekki vera í, sem „triggerar“ þetta sem var eiginlega geðrof.“ Hún telur að dóttir sín hafi sérstaklega verið valin eða „target-eruð“ því hún sé brothætt. Hún eigi erfitt með að lesa í aðstæður og að hún átti sig ekki á því fyrr en of seint að hætta sé á ferðum. „Hún er bæði brotin eftir einelti þegar hún var yngri og er með slæma sjálfsmynd og lítið sjálftraust og þráir að tilheyra hópi. Hún tekur bara öllum sem sýna henni athygli. Það þarf svo mikið að byggja upp sjálfstraust hjá þessum stelpum. Því meira sjálftraust, því minni líkur á að svona hlutir gerist.“ Móðirin mat ástand dóttur sinnar sem svo að málið þyldi ekki nokkra einustu bið. „Á meðan hún er í kyrrsetningunni inni á BUGL þá erum við að spjalla saman og þá sé ég að hún vill bara ekkert lifa lengur. Hún sér ekki nein tækifæri til að komast út úr þessu, sér ekki tilgang með lífinu lengur og veit bara ekkert hvernig hún á að lifa með öllu því sem er búið að gerast og vill bara deyja. Hún var alveg orðin róleg þegar hún talað um þetta, hún vildi bara klárlega deyja.“ En af hverju að senda hana til Suður-Afríku en ekki í eitthvað úrræði á Íslandi? „Mér skildist að hún hefði þurft að fara í gegnum Stuðla sem var biðlisti á til þess að komast mögulega á Bjargey sem er fyrir norðan og þar var nokkurra mánaða biðlisti og samt átti ég ekki að fara með hana á Stuðla því Stuðlar eru svo slæmur staður en samt þurfti hún að fara þangað. Það var bara ekkert hægt að bíða.“ Hún gagnrýnir ósveigjanleika kerfisins. Bið hefði kostað dóttur hennar lífið. „Hún var í lífshættu. Annað hvort hefði hún bara klárað dæmið sjálft og tekið sitt eigið líf eða þá að þeir sem biðu eftir henni hefðu skaðað hana mikið.“ „Hún var að biðja um hjálp og þegar hún hefur beðið um hjálp þá verður það að gerast strax. Það er ekkert hægt að segja börnum að koma eftir viku eða mánuð. Hún vildi fá hjálp og hún var byrjuð að leita sér aðstoðar en það var ekkert á Íslandi sem greip hana.“ Meðferðin kostar um 200 þúsund krónur á mánuði og hún segir ferðalagið sjálft hafa kostað augun úr. Meðferðaraðilarnir í Suður-Afríku telja líklegast að stúlkan þurfi að dvelja hjá þeim í níu til tólf mánuði. Færðu einhvern stuðning frá ríkinu eða sveitarfélaginu þínu? „Nei en ég fékk reyndar aðeins frá sveitarfélaginu, það kom smá dropi í hafið en það er þó eitthvað. Ég er búin að reyna að heyra í Sjúkratryggingum en fékk þvert nei.“ Þrátt fyrir að mæðgurnar hafi gengið í gegnum afar erfiða tíma þá er móðirin vongóð um að meðferðin úti muni hjálpa dóttur sinni. „Hún sýnir mikinn vilja þarna úti og ég heyri það frá starfsfólkinu að hún er að fara eftir öllu prógramminu og vill virkilega bæta sig, líta inná við og vinna í sjálfri sér og þær eru mjög ánægðar með hana, konurnar sem vinna þarna.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Fíkn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Málefni Stuðla Suður-Afríka Tengdar fréttir Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Aðgerðarhópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna tekinn til starfa Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní síðastliðinn og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins sem lúta að heilbrigði og vellíðan barna. 4. september 2024 16:26 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58
Aðgerðarhópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna tekinn til starfa Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní síðastliðinn og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins sem lúta að heilbrigði og vellíðan barna. 4. september 2024 16:26
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3. september 2024 21:06