Lífið

Kappleikar: Skörp orða­skipti og skeyta­sendingar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Snorri grínaðist með það að hann væri vanur að standa einn á flestum pallborðum, Ívar væri góður félagsskapur.
Snorri grínaðist með það að hann væri vanur að standa einn á flestum pallborðum, Ívar væri góður félagsskapur. Vísir/Vilhelm

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri.

Meðal þess sem frambjóðendur tóku afstöðu til var hvort lækka ætti áfengiskaupaaldur, til borgarlínu, hvort íslenskt samfélag væri orðið of „woke“ og hvort þeir væru feminístar. Þá voru þau einnig beðin um að taka afstöðu til þess hvort að Ísraelar séu að fremja þjóðarmorð í Palestínu, til styttingar framhaldsskólaára og hælisleitenda svo eitthvað sé nefnt.

Þau Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson fengu til sín tíu frambjóðendur í skemmtilegar og öðruvísi kappræður þar sem þeim voru fengin ýmis verkefni. Þáttinn í heild sinni má horfa á neðst í fréttinni.

Horfa má á Kappleika í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór

Fjörlegar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu í þættinum Kappleikar. Frambjóðendum gekk aftur á móti illa í að svara spurningum sem tendgdust raunum ungs fólks. 

Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.