Lífið

Spurt var um fyrir­bæri sem Tommi á Búllunni fram­kvæmdi fyrst hér á landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Grótta gegn Leikni í hörkuviðureign í Kviss.
Grótta gegn Leikni í hörkuviðureign í Kviss.

Í Kviss á laugardagskvöldið mættust Leiknir og Grótta í 8 liða úrslitunum.

Eins og áður í keppninni voru þeir Egill Ploder Ottósson og Arnar Þór Ólafsson mættir fyrir hönd Gróttu. Og þær Ásdís María Viðarsdóttir og Magnea Björg Jónsdóttir fyrir hönd Leiknis.

Þegar tvær spurningar voru eftir var staðan 24-22 fyrir öðru liðinu. Og þá var spurt um fyrirbæri, fyrirbæri sem fólk framkvæmir. Það sé vinsælt um allan heim en ekki verið mikið um það hér á landi. Fyrirbærið var fyrst framkvæmd á Íslandi í júlí árið 1992 og það fyrir utan Kringluna.

Það var Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, sem var fyrstur til að framkvæma það. Það gerði hann í tilefni af fimm ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar.

Liðið sem var með 24 stig á þessum tímapunkti náði að svara þessari spurningu rétt og komst því áfram í undanúrslitin eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.