Lífið

Inga Sæ­land vill komast í fjár­mála­ráðu­neytið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Inga Sæland ætlar sér stóra hluti í kosningunum.
Inga Sæland ætlar sér stóra hluti í kosningunum.

Sindri Sindrason skellti sér í morgunkaffi til Ingu Sælands formanni Flokks Fólksins í vikunni. Hún segist vita nákvæmlega hvað þurfi að gera á Alþingi og vill einfaldlega ráðherrastól.

En treystir Inga sér í þær aðgerðir sem hún vill ráðast í?

„Að sjálfsögðu treysti ég mér. Vorum við ekki að enda við að tala um að ég hafi fæðst tilbúin?,“ segir Inga og heldur áfram.

„Að vera hagsýnn og geta forgangsraðað okkar sameiginlegu sjóðum fyrir þá sem eiga þá hlýtur að vera markmið sem er fallegt að stefna á. Þar erum við í Flokki fólksins. Þú veist að við viljum útrýma fátækt, þess vegna varð Flokkur fólksins til, og án þess að skattleggja það.“

Hún segist horfa til fjármálaráðuneytisins.

„Það ráðuneyti skilar mestu fyrir fólkið sem ég er að berjast fyrir. Ég held að þar gæti ég gert mesta gagnið.“

En þegar Inga slakar á þá setur hún á hljóðbók á Storytel.

„Ég var að enda við að hlusta á einhverja vampírusögu sem hélt mér vakandi og gerði mig svolítið hrædda að vísu. En ég meina að ég gleymdi öllu hinu á meðan.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Ingu Sælands





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.