Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2024 09:51 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni undanfarið, en það er augljóst hvaða málefni Íslendingar brenna mest fyrir - heilbrigðismálin. Mikið hefur verið rætt um vandamálin sem blasa við samfélaginu í heilbrigðiskerfinu: álag, skortur á heilbrigðisstarfsfólki og hjúkrunarrýmum, aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, kostnaður og lýðheilsa svo eitthvað sé nefnt. Þetta er auðvitað risastórt verkefni og margt í vinnslu, en mér hefur þó fundist vanta í umræðuna meiri jákvæðni og umtal um raunverulegar lausnir. Mig langar því að segja frá minni upplifun af heilbrigðiskerfinu sem læknir, hvaða vandamálum ég hef tekið eftir og hvaða lausn ég hef verið að þróa. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki og öldrun þjóðar Ég hef unnið víða í heilbrigðiskerfinu - á mismunandi deildum inni á Landspítalanum, heilsugæslum og úti á landi, og þannig kynnst ýmsu fagfólki í stéttinni. Það fer ekkert á milli mála að við höfum gríðarlega öflugt fólk í heilbrigðiskerfinu okkar sem er ávallt tilbúið að sinna sjúklingum undir hvaða kringumstæðum sem er og við getum verið mjög stolt af því. Það er samt staðreynd að fólki fer fjölgandi og þjóðin er að eldast, m.a. vegna mikilla framfara í læknisfræðinni, en árin sem við lifum við góða heilsu eru ekki í samræmi við það og álagið á heilbrigðiskerfið hefur því aukist. Heilbrigðisstarfsfólki fer hins vegar ekki fjölgandi í takt við þá þróun og skortur á læknum er raunverulegt vandamál. Það kom nýlega fram að það vanti um 200 heimilislækna á Íslandi, en stór hluti lækna er að fara á eftirlaun. Þar fyrir utan eru íslenskir læknanemar og læknar út um allan heim sem hafa áhuga á að koma til Íslands að vinna, en þar skortir aukinn stuðning við þau himinháu námslán sem safnast upp og að kjör lækna séu bætt svo þeir hafi viljann til að vinna hér á landi. Það er þó augljóst að það verður erfitt að finna þann fjölda af læknum sem skortir í bráð. Tækninni hefur samt fleygt mikið fram og við getum gert töluvert betur þar með því að innleiða nýjar lausnir sem gera vinnu heilbrigðisstarfsfólks einfaldari, hagkvæmari og skilvirkari. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu: Fjarlækningar Ég tók snemma eftir því þegar ég byrjaði að vinna á heilsugæslu að það var nánast undantekningarlaust full biðstofa af fólki með vandamál sem mörg hver hefði verið hægt að leysa án þess að koma á stofu til læknis. Einnig tók ég eftir því að biðtími eftir lausum tíma hjá okkur læknum var oftast margar vikur og jafnvel mánuðir, sem er ekki boðlegt. Ég fór því að hugsa hvort það væri ekki hægt að einfalda þetta ferli og gera það skilvirkara til að koma í veg fyrir óþarfa bið, ferðalög og komur á heilsugæsluna fyrir sjúklinga og í leiðinni minnkað álag á lækna. Ég þurfti ekki að líta lengra en til nágrannalanda, en þar sá ég að fjarheilbrigðisþjónusta eða fjarlækningar hafa verið stundaðar lengi með góðum árangri. Ég ákvað því að taka af skarið og hef nú síðastliðin 3 ár verið að þróa slíka fjarlækna þjónustu, en ég fékk til liðs við mig frábært teymi af læknum og öðru fagfólki. Skemmst er frá því að segja að lausnin er tilbúin og við erum gríðarlega spennt að koma þessari fjarlækna þjónustu í loftið, en þar mun fólk hvar á landi sem er geta fengið hjálp við ýmsum vandamálum þar sem ekki er þörf að hitta lækni á stofu. Þessi lausn getur þannig stutt við þá þjónustu sem er nú þegar í boði og minnkað álagið þar, en að auki sparað óþarfa ferðalög og kostnað. Aðgengi að læknisþjónustu er þannig stóraukið um land allt, en með því að leysa ákveðin vandamál á þennan hátt hafa læknar á heilsugæslum meiri tíma til að sinna öðrum vandamálum sem krefjast þess að sjúklingar mæti á stofu til þeirra. Þessa fjarheilbrigðisþjónustu höfum við unnið í nánu samstarfi við íslenska tæknifyrirtækið Leviosa sem er að þróa nýtt sjúkraskráningakerfi, hannað af læknum og fagfólki. Þau hafa það markmið að gera skráningu og vinnslu heilbrigðisgagna einfaldari og skilvirkari, en samkvæmt rannsóknum er heilbrigðisstarfsfólk almennt um 50-70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjá. Þessar lausnir okkar hafa því sameiginlegt markmið að létta álagið og gera vinnu heilbrigðisstarfsfólks einfaldari, hagkvæmari og skilvirkari, sem er að mínu mati rétta leiðin áfram í heilbrigðiskerfinu. Það var mikilvægt skref stigið þegar frumvarp heilbrigðisráðherra um skilgreiningu á fjarheilbrigðisþjónustu var samþykkt á Alþingi nú fyrr á árinu, en þessi breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu gerir fjarheilbrigðisþjónustu hluta af heilbrigðiskerfinu rétt eins og aðrar hefðbundnari þjónustur. Því miður hefur það þó tekið tíma og fyrirhöfn að fá samþykki fyrir nýjum þjónustum þar sem að embætti landlæknis hefur ekki sett fram skýrar kröfur til leyfisveitingar á lausnum sem flokkast sem fjarheilbrigðislausnir. En með nýlegum úrskurðum Heilbrigðisráðuneytisins í nokkrum umsóknum eru þær línur þó að skýrast og von á spennandi nýjungum á hverri stundu. Framtíðin er björt Þrátt fyrir mikið álag og neikvæðni yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu, þá er mikið til af jákvæðum punktum og lausnum. Hvað varðar mönnunarvandann, þá er hægt að styðja betur við þá íslensku læknanema sem fara erlendis að sækja nám, bæta kjör þeirra lækna sem starfa í kerfinu núna og laða að fleiri íslenska lækna sem starfa erlendis. Svo eru spennandi tímar framundan með tilkomu nýrra lausna til að auka aðgengi og skilvirkni í læknisþjónustu um land allt, en fyrir áhugasama þá fjallaði ég nánar um kosti fjarheilbrigðisþjónustu hér: Heilbrigðiskerfi Íslands - Tími fyrir lausnir! Að lokum ber að nefna mikilvægi forvarna og lýðheilsunnar - að við tökum okkur saman og sinnum hreyfingu, næringu, svefni og andlegu hliðinni betur, en það er undirstaða heilsunnar. Þar eru líka spennandi tækifæri sem gætu gert fólki kleift að halda betur utan um heilsuna sína og fá faglega ráðgjöf með næstu skref og eftirfylgni í kerfinu. Annars vona ég að á næstunni og þessum síðustu dögum fyrir kosningar munum við heyra frá okkar frábæra fólki í pólitík hvaða aðgerðaráætlun þau eru með fyrir heilbrigðiskerfið og að ný ríkisstjórn setji fókus á nýjar lausnir fyrir það. Lausnir sem eru margar hverjar mjög spennandi og til þess gerðar að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og ekki síst minnka álag á heilbrigðisstarfsfólk, sem skilar sér í styttri biðtíma fyrir sjúklinga. Áfram Ísland! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni undanfarið, en það er augljóst hvaða málefni Íslendingar brenna mest fyrir - heilbrigðismálin. Mikið hefur verið rætt um vandamálin sem blasa við samfélaginu í heilbrigðiskerfinu: álag, skortur á heilbrigðisstarfsfólki og hjúkrunarrýmum, aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, kostnaður og lýðheilsa svo eitthvað sé nefnt. Þetta er auðvitað risastórt verkefni og margt í vinnslu, en mér hefur þó fundist vanta í umræðuna meiri jákvæðni og umtal um raunverulegar lausnir. Mig langar því að segja frá minni upplifun af heilbrigðiskerfinu sem læknir, hvaða vandamálum ég hef tekið eftir og hvaða lausn ég hef verið að þróa. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki og öldrun þjóðar Ég hef unnið víða í heilbrigðiskerfinu - á mismunandi deildum inni á Landspítalanum, heilsugæslum og úti á landi, og þannig kynnst ýmsu fagfólki í stéttinni. Það fer ekkert á milli mála að við höfum gríðarlega öflugt fólk í heilbrigðiskerfinu okkar sem er ávallt tilbúið að sinna sjúklingum undir hvaða kringumstæðum sem er og við getum verið mjög stolt af því. Það er samt staðreynd að fólki fer fjölgandi og þjóðin er að eldast, m.a. vegna mikilla framfara í læknisfræðinni, en árin sem við lifum við góða heilsu eru ekki í samræmi við það og álagið á heilbrigðiskerfið hefur því aukist. Heilbrigðisstarfsfólki fer hins vegar ekki fjölgandi í takt við þá þróun og skortur á læknum er raunverulegt vandamál. Það kom nýlega fram að það vanti um 200 heimilislækna á Íslandi, en stór hluti lækna er að fara á eftirlaun. Þar fyrir utan eru íslenskir læknanemar og læknar út um allan heim sem hafa áhuga á að koma til Íslands að vinna, en þar skortir aukinn stuðning við þau himinháu námslán sem safnast upp og að kjör lækna séu bætt svo þeir hafi viljann til að vinna hér á landi. Það er þó augljóst að það verður erfitt að finna þann fjölda af læknum sem skortir í bráð. Tækninni hefur samt fleygt mikið fram og við getum gert töluvert betur þar með því að innleiða nýjar lausnir sem gera vinnu heilbrigðisstarfsfólks einfaldari, hagkvæmari og skilvirkari. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu: Fjarlækningar Ég tók snemma eftir því þegar ég byrjaði að vinna á heilsugæslu að það var nánast undantekningarlaust full biðstofa af fólki með vandamál sem mörg hver hefði verið hægt að leysa án þess að koma á stofu til læknis. Einnig tók ég eftir því að biðtími eftir lausum tíma hjá okkur læknum var oftast margar vikur og jafnvel mánuðir, sem er ekki boðlegt. Ég fór því að hugsa hvort það væri ekki hægt að einfalda þetta ferli og gera það skilvirkara til að koma í veg fyrir óþarfa bið, ferðalög og komur á heilsugæsluna fyrir sjúklinga og í leiðinni minnkað álag á lækna. Ég þurfti ekki að líta lengra en til nágrannalanda, en þar sá ég að fjarheilbrigðisþjónusta eða fjarlækningar hafa verið stundaðar lengi með góðum árangri. Ég ákvað því að taka af skarið og hef nú síðastliðin 3 ár verið að þróa slíka fjarlækna þjónustu, en ég fékk til liðs við mig frábært teymi af læknum og öðru fagfólki. Skemmst er frá því að segja að lausnin er tilbúin og við erum gríðarlega spennt að koma þessari fjarlækna þjónustu í loftið, en þar mun fólk hvar á landi sem er geta fengið hjálp við ýmsum vandamálum þar sem ekki er þörf að hitta lækni á stofu. Þessi lausn getur þannig stutt við þá þjónustu sem er nú þegar í boði og minnkað álagið þar, en að auki sparað óþarfa ferðalög og kostnað. Aðgengi að læknisþjónustu er þannig stóraukið um land allt, en með því að leysa ákveðin vandamál á þennan hátt hafa læknar á heilsugæslum meiri tíma til að sinna öðrum vandamálum sem krefjast þess að sjúklingar mæti á stofu til þeirra. Þessa fjarheilbrigðisþjónustu höfum við unnið í nánu samstarfi við íslenska tæknifyrirtækið Leviosa sem er að þróa nýtt sjúkraskráningakerfi, hannað af læknum og fagfólki. Þau hafa það markmið að gera skráningu og vinnslu heilbrigðisgagna einfaldari og skilvirkari, en samkvæmt rannsóknum er heilbrigðisstarfsfólk almennt um 50-70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjá. Þessar lausnir okkar hafa því sameiginlegt markmið að létta álagið og gera vinnu heilbrigðisstarfsfólks einfaldari, hagkvæmari og skilvirkari, sem er að mínu mati rétta leiðin áfram í heilbrigðiskerfinu. Það var mikilvægt skref stigið þegar frumvarp heilbrigðisráðherra um skilgreiningu á fjarheilbrigðisþjónustu var samþykkt á Alþingi nú fyrr á árinu, en þessi breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu gerir fjarheilbrigðisþjónustu hluta af heilbrigðiskerfinu rétt eins og aðrar hefðbundnari þjónustur. Því miður hefur það þó tekið tíma og fyrirhöfn að fá samþykki fyrir nýjum þjónustum þar sem að embætti landlæknis hefur ekki sett fram skýrar kröfur til leyfisveitingar á lausnum sem flokkast sem fjarheilbrigðislausnir. En með nýlegum úrskurðum Heilbrigðisráðuneytisins í nokkrum umsóknum eru þær línur þó að skýrast og von á spennandi nýjungum á hverri stundu. Framtíðin er björt Þrátt fyrir mikið álag og neikvæðni yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu, þá er mikið til af jákvæðum punktum og lausnum. Hvað varðar mönnunarvandann, þá er hægt að styðja betur við þá íslensku læknanema sem fara erlendis að sækja nám, bæta kjör þeirra lækna sem starfa í kerfinu núna og laða að fleiri íslenska lækna sem starfa erlendis. Svo eru spennandi tímar framundan með tilkomu nýrra lausna til að auka aðgengi og skilvirkni í læknisþjónustu um land allt, en fyrir áhugasama þá fjallaði ég nánar um kosti fjarheilbrigðisþjónustu hér: Heilbrigðiskerfi Íslands - Tími fyrir lausnir! Að lokum ber að nefna mikilvægi forvarna og lýðheilsunnar - að við tökum okkur saman og sinnum hreyfingu, næringu, svefni og andlegu hliðinni betur, en það er undirstaða heilsunnar. Þar eru líka spennandi tækifæri sem gætu gert fólki kleift að halda betur utan um heilsuna sína og fá faglega ráðgjöf með næstu skref og eftirfylgni í kerfinu. Annars vona ég að á næstunni og þessum síðustu dögum fyrir kosningar munum við heyra frá okkar frábæra fólki í pólitík hvaða aðgerðaráætlun þau eru með fyrir heilbrigðiskerfið og að ný ríkisstjórn setji fókus á nýjar lausnir fyrir það. Lausnir sem eru margar hverjar mjög spennandi og til þess gerðar að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og ekki síst minnka álag á heilbrigðisstarfsfólk, sem skilar sér í styttri biðtíma fyrir sjúklinga. Áfram Ísland! Höfundur er læknir.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun