Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:47 Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá hörmulegum árekstri á Arnarnesbrú, sem átti sér stað laugardaginn 28. nóvember 2020. Ölvuð kona fór út í umferðina í alls óhæfu ástandi til að geta ekið bifreið örugglega. Hún ók norður Hafnarfjarðarveg og yfir á rauðum umferðarljósum hennar megin inn í umferðina á Arnarnesbrú. Á sama tíma var ég á leið yfir gatnamótin á grænu umferðarljósi. Höggið var þungt og þrátt fyrir að hafa verið á rúmlega 3ja tonna jeppa kastaðist bifreiðin til og klessti tvennar öryggisstálgrindur á umferðareyju. Mesta mildi er að ekki hafi orðið banaslys, enda gatnamótin fjölfarin og ávallt mikil umferð. Afleiðingar Síðustu fjögur árin hef ég glímt við afleiðingar árekstrarins og þurft á mikilli þjónustu að halda í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka leitað í óhefðbundnar meðferðir, sem hafa gefið nokkuð góðan árangur. Meðal áverka var slæm tognun frá hálshrygg niður í mjóbak og á vinstri mjöðm, neðstu hryggjarliðir skekktust, mjaðmaspaði snéri út, tognun á vöðvafestum yfir bringubeini, höfuðhögg og einkenni heilahristings, verulega skert hugrænt úthald og orkutap, skert stöðuskyn, sjóntruflanir og áfallastreita svo eitthvað sé nefnt. Ég er samt sem áður heppin að hafa lifað höggið af ólömuð. Þrátt fyrir að árekstrinum hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi hefur ekki verið gefin út ákæra í málinu af hálfu lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Jafningjahópurinn ,,Á batavegi” og réttarstaða þolenda umferðarslysa Langt og strangt bataferli, ærin fyrirhöfn, þjáningar og kostnaður bíður þeirra, sem slasast alvarlega í umferðarslysum og hljóta fjöláverka. Í þessum aðstæðum er stuðningur á jafningjagrundvelli ómetanlegur. Ári eftir tjónsatvikið á Arnarnesbrú var ég svo heppin að kynnast Þórunni Óskarsdóttur, hugbúnaðarverkfræðingi, sem hafði slasast alvarlega ári á undan mér á heimleið í leigubíl eftir vinnuferð. Við ákváðum í sameiningu að stofna saman jafningjahópinn ,,Á batavegi” og þegar þessi grein er skrifuð eru 220 manns í hópnum. Hópurinn er á facebook og er aðgengilegur öllum þeim, sem glíma við langvarandi afleiðingar umferðarslysa. Þrátt fyrir að réttarstaða þolenda umferðarslysa sé að mörgu leyti góð vantar nokkuð upp á að þolendur fái allan sjúkrakostnað endurgreiddan og þá einkum óhefðbundnar meðferðir, sem ekki eru niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Það er líka dýrt að leita réttar síns, til dæmis vegna versnunar einkenna, vangreindra áverka og almenns vanmats á afleiðingum umferðarslysa fyrir þolendur þeirra. Sérfræðivottorð eru mjög dýr og kosta yfirleitt tugi þúsunda. Dýrasta vottorðið, sem ég man eftir, kostaði 723.500 kr. Þá kann að bætast við þóknun örorkunefndar (433.000 kr.) eða dómstólagjöld, ef þolendur leita atbeina dómstóla til að ná fram rétti sínum. Rétt er að taka fram að málskostnaður er nánast undantekningarlaust felldur niður í málssóknum gegn vátryggingafélögum. Þolendur umferðarslysa bera þó ábyrgð á eigin lögmannskostnaði, en geta sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins. Árlegur viðburður 28.11 Síðustu ár hefur þessa tjónsatviks verið minnst með árlegum viðburði. Tilgangurinn er annars vegar að skapa vitundarvakningu um alvarlegar afleiðingar umferðarslysa fyrir þá einstaklinga, sem fyrir þeim verða, og hins vegar að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á bættar samgöngur og aukna umferðarlöggæslu. Á árinu 2021 var kveikt á kertum á Arnarnesbrú. Ári síðar var haldinn viðburður í Garðakirkju og voru flutt fjögur erindi, þar af eitt frá bæjarstjóra Garðabæjar, sem var boðið sem heiðursgesti. Í fyrra var viðburðurinn haldinn í Sveinatungu, sal bæjarstjórnar Garðabæjar. Heiðursgestur þess viðburðar var Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem jafnframt flutti erindi. Sá viðburður var styrktur af vátryggingafélaginu Sjóvá hf., sem jafnframt mun styrkja viðburð þessa árs. Að þessu sinni verður viðburðurinn haldinn í Garðaholti (gegnt Garðakirkju), Garðabæ, fimmtudaginn 28. nóvember nk. Heiðursgestur verður Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrrverandi samgönguráðherra, innanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. Í erindi hans verður meðal annars farið yfir hvernig fækka megi umferðarslysum út frá sjónarhóli stjórnvalda og í lok erindis verður tekið á móti fyrirspurnum úr sal. Þá verður boðið upp á glæsilegt tónlistaratriði og léttar veitingar að framsögum loknum. Húsið opnar kl. 19:30 með léttri tónlist og formleg dagskrá hefst kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir! Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá hörmulegum árekstri á Arnarnesbrú, sem átti sér stað laugardaginn 28. nóvember 2020. Ölvuð kona fór út í umferðina í alls óhæfu ástandi til að geta ekið bifreið örugglega. Hún ók norður Hafnarfjarðarveg og yfir á rauðum umferðarljósum hennar megin inn í umferðina á Arnarnesbrú. Á sama tíma var ég á leið yfir gatnamótin á grænu umferðarljósi. Höggið var þungt og þrátt fyrir að hafa verið á rúmlega 3ja tonna jeppa kastaðist bifreiðin til og klessti tvennar öryggisstálgrindur á umferðareyju. Mesta mildi er að ekki hafi orðið banaslys, enda gatnamótin fjölfarin og ávallt mikil umferð. Afleiðingar Síðustu fjögur árin hef ég glímt við afleiðingar árekstrarins og þurft á mikilli þjónustu að halda í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka leitað í óhefðbundnar meðferðir, sem hafa gefið nokkuð góðan árangur. Meðal áverka var slæm tognun frá hálshrygg niður í mjóbak og á vinstri mjöðm, neðstu hryggjarliðir skekktust, mjaðmaspaði snéri út, tognun á vöðvafestum yfir bringubeini, höfuðhögg og einkenni heilahristings, verulega skert hugrænt úthald og orkutap, skert stöðuskyn, sjóntruflanir og áfallastreita svo eitthvað sé nefnt. Ég er samt sem áður heppin að hafa lifað höggið af ólömuð. Þrátt fyrir að árekstrinum hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi hefur ekki verið gefin út ákæra í málinu af hálfu lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Jafningjahópurinn ,,Á batavegi” og réttarstaða þolenda umferðarslysa Langt og strangt bataferli, ærin fyrirhöfn, þjáningar og kostnaður bíður þeirra, sem slasast alvarlega í umferðarslysum og hljóta fjöláverka. Í þessum aðstæðum er stuðningur á jafningjagrundvelli ómetanlegur. Ári eftir tjónsatvikið á Arnarnesbrú var ég svo heppin að kynnast Þórunni Óskarsdóttur, hugbúnaðarverkfræðingi, sem hafði slasast alvarlega ári á undan mér á heimleið í leigubíl eftir vinnuferð. Við ákváðum í sameiningu að stofna saman jafningjahópinn ,,Á batavegi” og þegar þessi grein er skrifuð eru 220 manns í hópnum. Hópurinn er á facebook og er aðgengilegur öllum þeim, sem glíma við langvarandi afleiðingar umferðarslysa. Þrátt fyrir að réttarstaða þolenda umferðarslysa sé að mörgu leyti góð vantar nokkuð upp á að þolendur fái allan sjúkrakostnað endurgreiddan og þá einkum óhefðbundnar meðferðir, sem ekki eru niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Það er líka dýrt að leita réttar síns, til dæmis vegna versnunar einkenna, vangreindra áverka og almenns vanmats á afleiðingum umferðarslysa fyrir þolendur þeirra. Sérfræðivottorð eru mjög dýr og kosta yfirleitt tugi þúsunda. Dýrasta vottorðið, sem ég man eftir, kostaði 723.500 kr. Þá kann að bætast við þóknun örorkunefndar (433.000 kr.) eða dómstólagjöld, ef þolendur leita atbeina dómstóla til að ná fram rétti sínum. Rétt er að taka fram að málskostnaður er nánast undantekningarlaust felldur niður í málssóknum gegn vátryggingafélögum. Þolendur umferðarslysa bera þó ábyrgð á eigin lögmannskostnaði, en geta sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins. Árlegur viðburður 28.11 Síðustu ár hefur þessa tjónsatviks verið minnst með árlegum viðburði. Tilgangurinn er annars vegar að skapa vitundarvakningu um alvarlegar afleiðingar umferðarslysa fyrir þá einstaklinga, sem fyrir þeim verða, og hins vegar að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á bættar samgöngur og aukna umferðarlöggæslu. Á árinu 2021 var kveikt á kertum á Arnarnesbrú. Ári síðar var haldinn viðburður í Garðakirkju og voru flutt fjögur erindi, þar af eitt frá bæjarstjóra Garðabæjar, sem var boðið sem heiðursgesti. Í fyrra var viðburðurinn haldinn í Sveinatungu, sal bæjarstjórnar Garðabæjar. Heiðursgestur þess viðburðar var Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem jafnframt flutti erindi. Sá viðburður var styrktur af vátryggingafélaginu Sjóvá hf., sem jafnframt mun styrkja viðburð þessa árs. Að þessu sinni verður viðburðurinn haldinn í Garðaholti (gegnt Garðakirkju), Garðabæ, fimmtudaginn 28. nóvember nk. Heiðursgestur verður Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrrverandi samgönguráðherra, innanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. Í erindi hans verður meðal annars farið yfir hvernig fækka megi umferðarslysum út frá sjónarhóli stjórnvalda og í lok erindis verður tekið á móti fyrirspurnum úr sal. Þá verður boðið upp á glæsilegt tónlistaratriði og léttar veitingar að framsögum loknum. Húsið opnar kl. 19:30 með léttri tónlist og formleg dagskrá hefst kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir! Höfundur er lögmaður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun