Innlent

Breyting á eld­gosinu og stór dagur í Karp­húsinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Mjög hefur dregið úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökkna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. Við förum yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Við tökum einnig stöðuna á kjaramálum, þar sem stór dagur er framundan í Karphúsinu. Læknar og ríkið funda í kapphlaupi við tímann, verkfall hefst að óbreyttu á miðnætti.

Fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir samkomulag sem skrifað var undir í nótt ekki ganga nærri því nógu langt. Dramatík hafi einkennt undirskriftina, eins og ráðstefnuna sjálfa daginn á undan.

Biskup Íslands fagnar því að Alþingi hafi samþykkt hækkun á sóknargjöldum, annars hefði þurft að grípa til uppsagna. Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×