Innlent

Biskup fagnar hækkun sóknargjalda

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
segir Guðrún Karls, biskup Íslands. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, sem fagnar því að sóknargjöld hækka um 2,5% í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hér er hún á opnum súpufundi í Héraðsskólanum á Laugarvatni um síðustu helgi.
segir Guðrún Karls, biskup Íslands. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, sem fagnar því að sóknargjöld hækka um 2,5% í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hér er hún á opnum súpufundi í Héraðsskólanum á Laugarvatni um síðustu helgi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Biskup Íslands fagnar því að Alþingi hafa samþykkt hækkun á sóknargjöldum til kirkna landsins annars hefði þurft að koma til uppsagna starfsfólks í kirkjum eins og á höfuðborgarsvæðinu.

Í fjárlagaumræðunni á Alþingi á dögunum voru gerðar nokkrar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs og þar var m.a. samþykkt að hækka sóknargjöldin um 2,5 prósent. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands er mjög ánægð með þessa ákvörðun Alþingis.

„Sóknargjöldin er það sem skiptir fólkið í þjóðkirkjunni í landinu svo miklu máli. Það er bara til þess að geta bæði haldið húsunum við og ráðið organista, ráðið kirkjuvörð og haldið lífinu í söfnuðunum“, segir Guðrún.

Hvað þýðir þetta fyrir kirkjuna að fá hækkun á sóknargjöldum?

„Það þýðir, eins og þetta leit út fyrst, það hefði alveg verið skelfilegt. Ég veit að fólk hefði þurft að fara í uppsagnir, til dæmis í stærri sóknunum í Reykjavík á starfsfólki. Þannig að þetta mun halda einhverju á floti aðeins lengur en auðvitað vill kirkjan þó fá í raun og vera til baka það sem hún hefur verið skert af sóknargjöldunum frá hruni.“

Guðrún segir að þrátt fyrir hækkun á sóknargjöldum hafi margir áhyggjur af kirkjunum sínum en hvað er það þá helst?

„Þá er það fyrst og fremst viðhald. Það eru náttúrulega 250 kirkjur á Íslandi en margar hverjar eru orðnar gamlar og friðaðar og það er ekkert auðvelt að halda þessum húsum við og kirkjugörðunum líka,“ segir Guðrún Karls, biskup Íslands.

Um 250 kirkjur eru í landinu og er ástand þeirra mjög mismunandi. Sumar þurfa á miklu viðhaldi að halda á meðan aðrar líta ljómandi vel út og er vel viðhaldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×