Lífið

Khalid kemur út úr skápnum

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Söngvarinn Khalid.
Söngvarinn Khalid. Getty/Roy Rochlin

Víðfrægi tónlistarmaðurinn Khalid hefur nú komið út úr skápnum sem hinsegin manneskja en þessu greinir hann frá í færslu á samfélagsmiðlinum X. 

Þar birti hann tákn (e. emoji) af regnboga fána sem er eins og kunnugt er frægasta merki hinsegin samfélagsins. Hann skrifaði í færslunni: „Þar hafið þið það. Næsta umræðuefni takk lol.“

Söngvarinn er hvað þekktastur fyrir plötuna sína American Teen, sem kom út árið 2017 en hún inniheldur slagara á borð við Young Dumb & Broke, 8TEEN, Location og Cold Blooded. Jafnframt gerði hann lag með poppstjörnunni Billie Eilish sem heitir lovely en það er nú með þrjá milljarð spilanir. Khalid er með 51,3 milljón hlustendur á hverjum mánuði á Spotify og einn vinsælasti tónlistarmaður heims. 

Í annarri færslu sem Khalid birti klukkutíma síðar segir hann að hann hafi verið þvingaður úr skápnum (e. outted) en tekur fram að lífið haldi áfram.

„Ég var þvingaður úr skápnum en jörðin heldur áfram að snúast. Við skulum fá eitt á hreint, ég skammast mín ekki fyrir kynhneigð mín. Þetta kemur í rauninni engum við.“

Í annarri færslu ítrekaði söngvarinn að hann hafi aldrei verið í felum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.