Lífið

Kendrick Lamar gefur út ó­vænta plötu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kendrick á tónleikum fyrir ári síðan.
Kendrick á tónleikum fyrir ári síðan. EPA

Kendrick Lamar, einn vinsælasti tónlistarmaður heims, gaf óvænt út heila plötu í dag. Platan heitir GNX og er sjötta plata rapparans.

Platan, sem birtist eins og þruma úr heiðskýru lofti í dag án nokkurs fyrirvara, hefur að geyma tólf ný lög. Á forsíðu plötunnar er svörthvít mynd af Kendrick sem hallar sér aftur að fornbíl. Rapparinn er í gallabuxum, leðurjakka, hvítum myndskreyttum böl og með sigurbelti boxara.

Fyrr á árinu eldaði Kendrick grátt silfur með öðrum heimsfrægum rappara, Drake. Þeir skiptust á að gefa út lög þar sem þeir báru hvor annan þungum sökum sem vörðuðu meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd.

Í þessum erjum gaf Kendrick út lagið Not like us, sem er eitt mest spilaða lag ársins á heimsvísu. Drake svaraði því lagi með The Heart Part 6, en titillinn vísaði til laga Kendrick, en hann hafði gefið út fyrstu fimm hluta lagsins The Heart.

Á nýju plötu Kendricks ma finna lagið heart pt. 6.

Kendrick Lamar er sem fyrr segir einn ástsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir, en hann hefur meðal annars unnið til sautján Grammy-verðlauna. Árið 2018 fékk hann Pulitzer verðlaunin í tónlistarflokki, og var hann þá fyrsti tónlistarmaðurinn sem ekki fékkst við klassíska tónlist eða djass sem hlaut þau verðlaun.

Kendrick verður með tónlistaratriðið í hálfleiknum í úrslitaleik NFL deildarinnar í vetur, Superbowl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.