Innlent

Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxta­kjörin út­skýrð á manna­máli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um eldsumbrotin á Reykjanesi en nokkrir gistu í Grindavík í nótt og létu eldhræringarnar ekki hafa áhrif á sig. 

Njarðvíkuræðin, sem sér Reykjanesbæ fyrir heitu vatni heldur, enn sem komið er, að sögn Almannavarna. 

Þá heyrum við í bankastjóra Íslandsabanka en fyrirhugaðar hækkanir á vöxtum verðtryggðra lána, í miðju vaxtalækkunarferli, hafa vakið afar hörð viðbrögð. 

Að auki fjöllum við um íbúafund sem fram fór í Ölfusi í gær, en þar styttist í íbúakosningu um hvort umdeild verksmiðja fái að rísa í bænum eður ei.

Í íþróttapakkanum er fjallað um komandi leik við Kósóvó í fótboltanum og kföruboltalandsleik gegn Ítalíu sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 22. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×