Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 07:31 Skammdegið hefur gengið í garð með sínu alltumlykjandi myrkri þar sem dagsbirtan er af skornum skammti. Á þessum tíma sem nú fer í hönd, aðventunni, þar sem við undirbúum jólahátíðina byrjum við að prýða umhverfi okkar, tendra ljós, innan- sem utandyra og leggjum áherslu á samveru með því fólki sem okkur þykir vænt um. Ljósin gleðja og samveran yljar og við tengjum við góðar og uppbyggilegar tilfinningar. Aðventan sem og jólahátíðín sjálf er þó ekki endilega ætíð tilhlökkunarefni heldur getur sannarlega vakið með sér kvíða, áhyggjur og almenna vanlíðan. Ástæður þess geta verið margs konar þar sem t.d. áföll sem við höfum orðið fyrir í lífinu hafa getað mótað hvernig við upplifum þennan árstíma og haft þau áhrif að við sem manneskjur finnum fyrir sársauka fremur en gleði, friði eða jákvæðum og gefandi tilfinningum. Þegar við stöndum frammi fyrir ástvinamissi getur tími jóla og aðventu jafnvel frekar haft í för með sér vanlíðan svo sem kvíða og sorg heldur en tilfinningar tengdar tilhlökkun, eftirvæntingu eða gleði. Sorgin verður einhvern veginn áþreifanlegri en ella og við finnum sárt fyrir því að það vantar í hópinn kæran ástvin, vin eða vinkonu. Við myndum vilja gera allt til þess að við fengjum enn ein jólin með þeim, enn einn jólaundirbúninginn og að við hefðum þau í kringum okkur. Fengjum að njóta nærveru þeirra. Þegar við erum í þessum sporum skiptir máli að við tökum tillit til tilfinninga okkar og bregðumst við þeim. Það getum við gert t.d. með því að einfalda jólaundirbúninginn og jólahald okkar og hugsanlega skapað nýjar hefðir þar sem við minnumst á sérstakan hátt þeirra sem við syrgjum. Margar fjölskyldur og vinahópar safnast t.d. saman á aðventu, Þorláksmessu eða aðfangadag við gröf þess sem saknað er og aðrir leggja áherslu á að tendra ljós á heimilum sínum og eiga sérstaka minningarstund. Að skapa hefðir og geta fengið farveg fyrir sorgina er gríðarlega mikilvægt. Til að mæta fólki sem er að takast á við sorg og ástvinamissi í aðdraganda jóla hefur um áratugaskeið verið haldin samvera á aðventu fyrir syrgjendur í samstarfi Landspítala og Þjóðkirkjunnar. Að þessu sinni verður samveran haldin 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Háteigskirkju. Áhersla er lögð á fallega tónlist og uppörvandi texta auk þess sem sérstök minningarstund er í samverunni þar sem ljós eru tendruð. Samveran hefur í gegnum áratugina einkennst af mikilli hlýju, virðingu og samkennd og er opin öllum þeim sem á þurfa að halda. Fyrir hönd deildar sálgæslu presta og djákna á Landspítalanum Höfundur er sjúkrahúsprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Sorg Landspítalinn Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Skammdegið hefur gengið í garð með sínu alltumlykjandi myrkri þar sem dagsbirtan er af skornum skammti. Á þessum tíma sem nú fer í hönd, aðventunni, þar sem við undirbúum jólahátíðina byrjum við að prýða umhverfi okkar, tendra ljós, innan- sem utandyra og leggjum áherslu á samveru með því fólki sem okkur þykir vænt um. Ljósin gleðja og samveran yljar og við tengjum við góðar og uppbyggilegar tilfinningar. Aðventan sem og jólahátíðín sjálf er þó ekki endilega ætíð tilhlökkunarefni heldur getur sannarlega vakið með sér kvíða, áhyggjur og almenna vanlíðan. Ástæður þess geta verið margs konar þar sem t.d. áföll sem við höfum orðið fyrir í lífinu hafa getað mótað hvernig við upplifum þennan árstíma og haft þau áhrif að við sem manneskjur finnum fyrir sársauka fremur en gleði, friði eða jákvæðum og gefandi tilfinningum. Þegar við stöndum frammi fyrir ástvinamissi getur tími jóla og aðventu jafnvel frekar haft í för með sér vanlíðan svo sem kvíða og sorg heldur en tilfinningar tengdar tilhlökkun, eftirvæntingu eða gleði. Sorgin verður einhvern veginn áþreifanlegri en ella og við finnum sárt fyrir því að það vantar í hópinn kæran ástvin, vin eða vinkonu. Við myndum vilja gera allt til þess að við fengjum enn ein jólin með þeim, enn einn jólaundirbúninginn og að við hefðum þau í kringum okkur. Fengjum að njóta nærveru þeirra. Þegar við erum í þessum sporum skiptir máli að við tökum tillit til tilfinninga okkar og bregðumst við þeim. Það getum við gert t.d. með því að einfalda jólaundirbúninginn og jólahald okkar og hugsanlega skapað nýjar hefðir þar sem við minnumst á sérstakan hátt þeirra sem við syrgjum. Margar fjölskyldur og vinahópar safnast t.d. saman á aðventu, Þorláksmessu eða aðfangadag við gröf þess sem saknað er og aðrir leggja áherslu á að tendra ljós á heimilum sínum og eiga sérstaka minningarstund. Að skapa hefðir og geta fengið farveg fyrir sorgina er gríðarlega mikilvægt. Til að mæta fólki sem er að takast á við sorg og ástvinamissi í aðdraganda jóla hefur um áratugaskeið verið haldin samvera á aðventu fyrir syrgjendur í samstarfi Landspítala og Þjóðkirkjunnar. Að þessu sinni verður samveran haldin 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Háteigskirkju. Áhersla er lögð á fallega tónlist og uppörvandi texta auk þess sem sérstök minningarstund er í samverunni þar sem ljós eru tendruð. Samveran hefur í gegnum áratugina einkennst af mikilli hlýju, virðingu og samkennd og er opin öllum þeim sem á þurfa að halda. Fyrir hönd deildar sálgæslu presta og djákna á Landspítalanum Höfundur er sjúkrahúsprestur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun