Lífið

Hraðfréttir verða Hlaðfréttir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson hafa gert garðinn frægan í Hraðfréttum en ætla nú að herja á nýjan markað með Hlaðfréttum.
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson hafa gert garðinn frægan í Hraðfréttum en ætla nú að herja á nýjan markað með Hlaðfréttum. Mummi Lú

Hraðfréttabræðurnir þeir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson eru að byrja með nýjan hlaðvarpsþátt sem nefnist einfaldlega Hlaðfréttir. Þeir segja þáttinn vera þátt á ferðinni sem upplýsi, fræði og gleðji „en við lofum engu,“ segir þeir.

Hraðfréttir hófu göngu sína árið 2012 og hafa strákarnir verið reglulegir gestir í sjónvarpi allra landsmanna síðan þá. Nú ætla strákarnir að feta nýja slóð en í kvöld fer í loftið fyrsti hlaðvarpsþáttur þeirra sem nefnist einfaldlega Hlaðfréttir.

„Við erum búnir að vera hugsa um kýla á þetta í mörg ár en við höfum aldrei látið verða að því, en nú ætlum við að láta á þetta reyna. Þetta er svolítið eins og að fara í tökur fyrir Hraðfréttir nema við ætlum að sleppa því að taka upp Hraðfréttir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.

Benni ætlar ekki að vera ber að ofan í Hlaðfréttum þó hann sé það á þessari mynd. Hér eru þeir félagar að nóta sólarinnar í mið-austurlöndum.Aðsend

Þættirnir verða ekki eins og hefðbundnir hlaðvarpsþættir, það er að segja spjall í lokuðu herbergi, heldur ætla þeir að hitta viðmælendur í sínu umhverfi. „Við tökum allt upp í mynd líka og verðum smá eins og fluga á vegg hjá viðmælendum okkar. Við erum rosalega spenntir fyrir þessu,“ segir hann.

Síðustu ár hafa félagarnir starfrækt framleiðslufyrirtækið Pera production og hafa meðal annars komið að gerð Áramótaskaupsins og Æskuslóða á RÚV. Nú í haust fóru þeir út um allan heim og tóku upp Drauminn sem sýndur verður á Stöð 2 í febrúar. Framundan eru mörg spennandi verkefni, ásamt hlaðvarpinu.

Hlaðfréttir verða aðgengilegar á öllum helstu streymisveitum.Aðsend

„Þetta er búið að vera smá keyrsla síðustu mánuði en ótrúlega gaman og skemmtilegt. Nú í haust ætlum við að einbeita okkur að hlaðvarpinu og stefnum á að gefa út einn þátt í viku. Við erum með langan lista af viðmælendum sem okkur langar að tala við,“ segir Benedikt að lokum.

Þættina má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum, en eins og fyrr segir kemur fyrsti þátturinn út í kvöld.


Tengdar fréttir

Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2023

Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson verða leikstjórar Áramótaskaupsins. Þeir eru hvað þekktastir fyrir Hraðfréttir sem voru á dagskrá fyrst á mbl.is og svo á RÚV um árabil.

Hraðfréttirnar í Kastljósið

"Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka,“ segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.