Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 08:44 Ástralirnir sem veiktust voru fluttir á sjúkrahús í Bangkok í Taílandi. Annar þeirra lést. AP/Sakchai Lalit Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum eitrunarinnar en talið er að einstaklingarnir hafi neytt áfengis sem meðal annars var gert úr tréspíra. Nokkrir virðast hafa verið handteknir í tengslum við málið en starfsmenn Nana gistiheimilisins staðfestu að eigandinn og framkvæmdastjórinn væru þeirra á meðal. Tvær stúlkur frá Ástralíu sem urðu fyrir eitruninni dvöldu á gistiheimilinu. Önnur þeirra er látin og hin þungt haldin. Yfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum hafa gefið út ferðaviðvörun vegna málsins en ekki er vitað hversu umfangsmikið það er. Einn Bandaríkjamaður er meðal látnu, auk áströlsku stúlkunnar, tveggja Dana og 28 ára breskrar konu. Afar litlar upplýsingar hafa fengist um málið og rannsókn þess og utanríkisráðuneyti Laos neitað að tjá sig. Sjúkrahúsið þar sem sjúklingar eru taldir hafa fengið meðferð vísaði á bæjaryfirvöld í Vang Vieng, sem einnig hafa neitað að tjá sig. Guardian hefur eftir Neil Farmiloe, eiganda veitingastaðarins Kiwi Kitchen, að margir viðskiptavina hans séu uggandi vegna málsins en eins og fyrr segir er algjörlega óvíst hversu umfangsmikið það kann að vera. Vitað er að Ástralirnir tveir höfðu verið á djamminu áður en þeir veiktust og meðal annars þegið ókeypis skot af innlendum vodka ásamt öðrum gestum Nana gistiheimilisins. Laos Áfengi og tóbak Danmörk Bandaríkin Ástralía Taíland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum eitrunarinnar en talið er að einstaklingarnir hafi neytt áfengis sem meðal annars var gert úr tréspíra. Nokkrir virðast hafa verið handteknir í tengslum við málið en starfsmenn Nana gistiheimilisins staðfestu að eigandinn og framkvæmdastjórinn væru þeirra á meðal. Tvær stúlkur frá Ástralíu sem urðu fyrir eitruninni dvöldu á gistiheimilinu. Önnur þeirra er látin og hin þungt haldin. Yfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum hafa gefið út ferðaviðvörun vegna málsins en ekki er vitað hversu umfangsmikið það er. Einn Bandaríkjamaður er meðal látnu, auk áströlsku stúlkunnar, tveggja Dana og 28 ára breskrar konu. Afar litlar upplýsingar hafa fengist um málið og rannsókn þess og utanríkisráðuneyti Laos neitað að tjá sig. Sjúkrahúsið þar sem sjúklingar eru taldir hafa fengið meðferð vísaði á bæjaryfirvöld í Vang Vieng, sem einnig hafa neitað að tjá sig. Guardian hefur eftir Neil Farmiloe, eiganda veitingastaðarins Kiwi Kitchen, að margir viðskiptavina hans séu uggandi vegna málsins en eins og fyrr segir er algjörlega óvíst hversu umfangsmikið það kann að vera. Vitað er að Ástralirnir tveir höfðu verið á djamminu áður en þeir veiktust og meðal annars þegið ókeypis skot af innlendum vodka ásamt öðrum gestum Nana gistiheimilisins.
Laos Áfengi og tóbak Danmörk Bandaríkin Ástralía Taíland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira