Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 15:54 Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Einar Þorsteinsson borgarstjóri við undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Kristinn Ingvarsson Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu sem felur í sér uppbyggingu fullburða vísindaseturs opnu almenningi í Háskólabíói. Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að jafnframt sé búið að mynda starfshóp sem komi til með að gera mögulega áætlun um uppbyggingu Vísindaheima, gera tillögur um hvaða starfsemi fari fram í setrinu, leita til samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Auk áætlunar um mögulegan kostnað við hvern áfanga, bæði varðandi breytingar á húsnæði og uppbyggingu tækjabúnaðar. „Byggt verður á góðri reynslu af Vísindasmiðju Háskóla Íslands, sem hefur tekið á móti um 36 þúsund grunnskólanemum, auk hópa framhaldsskólanema og leikskólabarna frá því hún var opnuð í Háskólabíói í mars 2012,“ segir í fréttatilkynningu. „Reynsla síðustu 12 ára hefur sýnt að mikil þörf og áhugi er fyrir gagnvirku, lifandi vísindasetri,“ segir í viljayfirlýsingunni. Sena sagði upp leigusamningi sínum við Háskólabíó síðasta vor eftir 62 ára rekstur. Síðan þá hefur kvikmyndahúsið ekki verið starfrækt. Ekki liggur fyrir hvort hluti húsakynna kvikmyndahússins verði notuð undir fyrirhugað vísindasetur. „Mér finnst afar mikilvægt að efla aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hægt er að fræðast um undraheima vísindanna og njóta samveru. Erlendis sjáum við víða afar glæsileg vísindasöfn sem þjóna bæði almenningi og skólum borganna. Við settum okkur það markmið í upphafi kjörtímabilsins að stjórna borginni útfrá hagsmunum barna – og það að búa til framtíðarsýn fyrir vísindasetur er klárlega í þeim anda,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningunni. „Ég fagna samstarfi við Reykjavíkurborg um þetta mikilvæga verkefni. Við vinnum ötullega að því að efla áhuga á vísindum og erlendar fyrirmyndir hafa sýnt að verkefni eins og Vísindaheimar skipta þar miklu máli. Hér byggjum við á grunni öflugra samfélagsverkefna sem HÍ heldur úti og kemur að, þ.á m. Vísindasmiðjunnar, Háskóla unga fólksins, Vísindavefsins, LEGO-keppninnar og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Við hlökkum til að vinna að því að gera öfluga Vísindaheima að veruleika,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að jafnframt sé búið að mynda starfshóp sem komi til með að gera mögulega áætlun um uppbyggingu Vísindaheima, gera tillögur um hvaða starfsemi fari fram í setrinu, leita til samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Auk áætlunar um mögulegan kostnað við hvern áfanga, bæði varðandi breytingar á húsnæði og uppbyggingu tækjabúnaðar. „Byggt verður á góðri reynslu af Vísindasmiðju Háskóla Íslands, sem hefur tekið á móti um 36 þúsund grunnskólanemum, auk hópa framhaldsskólanema og leikskólabarna frá því hún var opnuð í Háskólabíói í mars 2012,“ segir í fréttatilkynningu. „Reynsla síðustu 12 ára hefur sýnt að mikil þörf og áhugi er fyrir gagnvirku, lifandi vísindasetri,“ segir í viljayfirlýsingunni. Sena sagði upp leigusamningi sínum við Háskólabíó síðasta vor eftir 62 ára rekstur. Síðan þá hefur kvikmyndahúsið ekki verið starfrækt. Ekki liggur fyrir hvort hluti húsakynna kvikmyndahússins verði notuð undir fyrirhugað vísindasetur. „Mér finnst afar mikilvægt að efla aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hægt er að fræðast um undraheima vísindanna og njóta samveru. Erlendis sjáum við víða afar glæsileg vísindasöfn sem þjóna bæði almenningi og skólum borganna. Við settum okkur það markmið í upphafi kjörtímabilsins að stjórna borginni útfrá hagsmunum barna – og það að búa til framtíðarsýn fyrir vísindasetur er klárlega í þeim anda,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningunni. „Ég fagna samstarfi við Reykjavíkurborg um þetta mikilvæga verkefni. Við vinnum ötullega að því að efla áhuga á vísindum og erlendar fyrirmyndir hafa sýnt að verkefni eins og Vísindaheimar skipta þar miklu máli. Hér byggjum við á grunni öflugra samfélagsverkefna sem HÍ heldur úti og kemur að, þ.á m. Vísindasmiðjunnar, Háskóla unga fólksins, Vísindavefsins, LEGO-keppninnar og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Við hlökkum til að vinna að því að gera öfluga Vísindaheima að veruleika,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent