Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:45 Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar