Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifa 20. nóvember 2024 06:15 Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins. Aðstæður á svæðinu er mjög krefjandi, með öfgafullu veðri og slæmum innviðum. Vegirnir eru mjög mjóir og á þeim margar einbreiðar brýr sem skapa mikla slysahættu. Slysin sem þarna hafa orðið eru bæði mörg og erfið. Íbúafjöldinn í Öræfum er rúmlega 200 en flesta mánuði ársins gista um 3000 manns á svæðinu og um 5000 manns í sveitarfélaginu öllu. Íbúafjöldinn margfaldast og sömu sögu er að segja víða í landshlutanum, en flest allir ferðamenn sem heimsækja landið gista á Suðurlandi, 70-90% eftir árstíma. Öryggi starfsfólks, íbúa og ferðafólks Heilsugæslan á Suðurlandi er vanfjármögnuð og má rekja ástæðuna til þess að þegar fjármagni er úthlutað til heilsugæslustöðva er miðað við fjölda íbúa á svæðinu, en ekki fjölda þess fólks sem fer um svæðið og dvelur á degi hverjum. Á Höfn í Hornafirði er einn fastur læknir sem þarf að sinna svæði sem spannar 200 km. á milli Djúpavogs og Kirkjubæjarklausturs. Staðan er heldur ekki góð á heilsugæslum á mörgum öðrum svæðum á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er alls staðar gríðarlega mikill og þeir veikjast og lenda í slysum eins og annað fólk. Það er nauðsynlegt að laga viðmið um fjármagn til heilsugæslustöðva, taka tillit til fjölda fólks á svæðunum og auka öryggi bæði starfsfólks, íbúa og ferðafólks. Á Suðurlandi er framúrskarandi fólk sem vinnur í sjúkraflutningum. Það er vel menntað og með mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það hefur hins vegar skort fjármagn til þess að hafa nægilega marga bíla í umferð í einu. Í Árnessýslu þarf að stóla á að sjúkraflutningafólk sem er á frívakt sé í aðstæðum til að stökkva af stað ef kallið kemur, ef margt gerist á sama tíma og bílarnir sem eru mannaðir öllu jafna duga ekki til. Sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfum reynslumest í að klippa slasað fólk úr bílum Í Öræfum hefur björgunarsveitin Kári unnið þrekvirki trekk í trekk þegar alvarleg slys verða á svæðinu. Á góðum degi eru 40-60 mínútur í næsta heilbrigðisstarfsmann og sjúkrabíl en þegar aðstæður eru slæmar er viðbragðið í yfir klukkustunda fjarlægð. Það er staðreynd að sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfasveit eru nú með hvað mestu reynsluna á landinu þegar kemur að því að beita klippum til þess að ná fólki út úr bílum sem lenda í slysi. Útköll hjá Björgunarsveitinni Kára voru 63 árið 2023, sem gerir að meðaltali 1,2 útköll á viku, þar af 29 í mesta og næst-mesta forgangi. Ástandið er óviðunandi og nauðsynlegt að stórefla vegina, útrýma einbreiðum brúm og styrkja viðbragðið sem og heilsugæslurnar. Á ferð okkar um landshlutann áttum við samtal við fólk í björgunarsveitinni Kára. Það sem drífur þau áfram er tilhugsunin um hversu lengi fólk þarf að bíða eftir aðstoð og einnig viljinn til að standa þétt með félögum sínum. Að skilja hvort annað ekki eftir eitt í þeim ömurlegu aðstæðum sem bíða þeirra þegar slys hafa átt sér stað. Þess vegna fara þau af stað aftur og aftur í virkilega átakanlegar aðstæður þegar slysin verða. Það er hvorki sjálfsagt né eðlilegt að fólk sinni svona störfum í sjálfboðastarfi en þau finna sig knúin til þess að gera það því það er enginn annar á svæðinu. Lögum heilbrigðis- og samgöngukerfið Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið og styrkja heimilislæknakerfið meðal annars með því að búa til hvata fyrir lækna til að koma sér fyrir á landsbyggðinni. Við viljum að allir landsmenn fái aftur heimilislæknateymi sem þekkir fólkið sitt á næstu 10 árum og ætlum að byrja á þeim sem eru 60 ára og eldri og langveikir. Þetta tekur tíma en við erum með raunhæf skref og tilbúin til að leiða þessa vinnu. Það verður að tryggja fólki í landinu betra öryggi og efla viðbragðsaðila á Suðurlandi öllu. Við munum beita okkur fyrir því að styrkja fagþekkingu og umgjörð viðbragðsteymisins í Öræfum. Starf þeirra er ómetanlegt, eins og á við um svo mikið af fólki sem vinnur við að vera til staðar þegar á bjátar hjá samborgurum þess. Að lokum þá viljum við segja ykkur að Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingu í samgöngum með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Vetrarþjónustu þarf líka að efla og alveg sérstaklega á fjölförnum vegum þar sem ferðafólk fer oft af stað áður en vetrarþjónustan hefst. Það er beinlínis lífsspursmál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Víðir Reynisson Samfylkingin Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin Alma D. Möller skrifar Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Matthías Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Sjá meira
Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins. Aðstæður á svæðinu er mjög krefjandi, með öfgafullu veðri og slæmum innviðum. Vegirnir eru mjög mjóir og á þeim margar einbreiðar brýr sem skapa mikla slysahættu. Slysin sem þarna hafa orðið eru bæði mörg og erfið. Íbúafjöldinn í Öræfum er rúmlega 200 en flesta mánuði ársins gista um 3000 manns á svæðinu og um 5000 manns í sveitarfélaginu öllu. Íbúafjöldinn margfaldast og sömu sögu er að segja víða í landshlutanum, en flest allir ferðamenn sem heimsækja landið gista á Suðurlandi, 70-90% eftir árstíma. Öryggi starfsfólks, íbúa og ferðafólks Heilsugæslan á Suðurlandi er vanfjármögnuð og má rekja ástæðuna til þess að þegar fjármagni er úthlutað til heilsugæslustöðva er miðað við fjölda íbúa á svæðinu, en ekki fjölda þess fólks sem fer um svæðið og dvelur á degi hverjum. Á Höfn í Hornafirði er einn fastur læknir sem þarf að sinna svæði sem spannar 200 km. á milli Djúpavogs og Kirkjubæjarklausturs. Staðan er heldur ekki góð á heilsugæslum á mörgum öðrum svæðum á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er alls staðar gríðarlega mikill og þeir veikjast og lenda í slysum eins og annað fólk. Það er nauðsynlegt að laga viðmið um fjármagn til heilsugæslustöðva, taka tillit til fjölda fólks á svæðunum og auka öryggi bæði starfsfólks, íbúa og ferðafólks. Á Suðurlandi er framúrskarandi fólk sem vinnur í sjúkraflutningum. Það er vel menntað og með mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það hefur hins vegar skort fjármagn til þess að hafa nægilega marga bíla í umferð í einu. Í Árnessýslu þarf að stóla á að sjúkraflutningafólk sem er á frívakt sé í aðstæðum til að stökkva af stað ef kallið kemur, ef margt gerist á sama tíma og bílarnir sem eru mannaðir öllu jafna duga ekki til. Sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfum reynslumest í að klippa slasað fólk úr bílum Í Öræfum hefur björgunarsveitin Kári unnið þrekvirki trekk í trekk þegar alvarleg slys verða á svæðinu. Á góðum degi eru 40-60 mínútur í næsta heilbrigðisstarfsmann og sjúkrabíl en þegar aðstæður eru slæmar er viðbragðið í yfir klukkustunda fjarlægð. Það er staðreynd að sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfasveit eru nú með hvað mestu reynsluna á landinu þegar kemur að því að beita klippum til þess að ná fólki út úr bílum sem lenda í slysi. Útköll hjá Björgunarsveitinni Kára voru 63 árið 2023, sem gerir að meðaltali 1,2 útköll á viku, þar af 29 í mesta og næst-mesta forgangi. Ástandið er óviðunandi og nauðsynlegt að stórefla vegina, útrýma einbreiðum brúm og styrkja viðbragðið sem og heilsugæslurnar. Á ferð okkar um landshlutann áttum við samtal við fólk í björgunarsveitinni Kára. Það sem drífur þau áfram er tilhugsunin um hversu lengi fólk þarf að bíða eftir aðstoð og einnig viljinn til að standa þétt með félögum sínum. Að skilja hvort annað ekki eftir eitt í þeim ömurlegu aðstæðum sem bíða þeirra þegar slys hafa átt sér stað. Þess vegna fara þau af stað aftur og aftur í virkilega átakanlegar aðstæður þegar slysin verða. Það er hvorki sjálfsagt né eðlilegt að fólk sinni svona störfum í sjálfboðastarfi en þau finna sig knúin til þess að gera það því það er enginn annar á svæðinu. Lögum heilbrigðis- og samgöngukerfið Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið og styrkja heimilislæknakerfið meðal annars með því að búa til hvata fyrir lækna til að koma sér fyrir á landsbyggðinni. Við viljum að allir landsmenn fái aftur heimilislæknateymi sem þekkir fólkið sitt á næstu 10 árum og ætlum að byrja á þeim sem eru 60 ára og eldri og langveikir. Þetta tekur tíma en við erum með raunhæf skref og tilbúin til að leiða þessa vinnu. Það verður að tryggja fólki í landinu betra öryggi og efla viðbragðsaðila á Suðurlandi öllu. Við munum beita okkur fyrir því að styrkja fagþekkingu og umgjörð viðbragðsteymisins í Öræfum. Starf þeirra er ómetanlegt, eins og á við um svo mikið af fólki sem vinnur við að vera til staðar þegar á bjátar hjá samborgurum þess. Að lokum þá viljum við segja ykkur að Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingu í samgöngum með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Vetrarþjónustu þarf líka að efla og alveg sérstaklega á fjölförnum vegum þar sem ferðafólk fer oft af stað áður en vetrarþjónustan hefst. Það er beinlínis lífsspursmál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun