Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 14:17 Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun