Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og Jón Fannar Kolbeinsson skrifa 19. nóvember 2024 13:45 Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun