Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og Jón Fannar Kolbeinsson skrifa 19. nóvember 2024 13:45 Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun