Innherji

Gjald­eyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar

Hörður Ægisson skrifar
Hlutabréfaverð Marels hækkaði skarpt í kjölfar uppgjörs JBT í lok síðasta mánaðar, sem var talsvert yfir væntingum, þegar erlendir vogunarsjóðir fóru að auka kaup sín á bréfum í íslenska félaginu.
Hlutabréfaverð Marels hækkaði skarpt í kjölfar uppgjörs JBT í lok síðasta mánaðar, sem var talsvert yfir væntingum, þegar erlendir vogunarsjóðir fóru að auka kaup sín á bréfum í íslenska félaginu.

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt.


Tengdar fréttir

Búast við að klára sam­runann við Marel í árslok nú þegar styttist í sam­þykki ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú gefið til kynna að hún sé reiðubúin að taka á móti formlegi tilkynningu vegna samruna John Bean Technologies (JBT) og Marel en stjórnendur bandaríska félagsins telja að yfirlýst áform um að klára viðskiptin undir árslok eigi að ganga eftir. Hlutabréfaverð JBT hefur rokið upp eftir að afkoman á þriðja ársfjórðungi var yfir væntingum greinenda en félagið skilaði mettekjum og framlegðin batnaði sömuleiðis verulega.

Gjald­eyris­kaup líf­eyris­sjóða skreppa saman um fjórðung

Talsvert hefur hægt á kaupum lífeyrissjóðanna á erlendum gjaldeyri á undanförnum mánuðum samhliða meðal annars því að fjármagnsinnflæði í íslensk hlutabréf og ríkisskuldabréf var nánast hverfandi. Eftir að hafa veikst nokkuð í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið og er að nálgast að nýju gildið 150 á móti evrunni.

Krónan styrkist þegar ríkis­bréfin komust á radarinn hjá er­lendum sjóðum

Eftir að hafa styrkst um meira en þrjú prósent á örfáum vikum er gengi krónunnar núna nálægt sínu hæsta gildi á móti evrunni á þessu ári. Krónan veiktist nokkuð skarpt í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, en nú hefur sú þróun snúist við samhliða því að erlendir sjóðir hafa verið að sýna íslenskum ríkisbréfum aukinn áhuga, að sögn sérfræðinga á markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×