KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar 18. nóvember 2024 19:30 Fjölmennasti og gremjuþrungnasti íbúafundur síðari tíma var haldinn í Grafarvogi í nýliðinni viku. Þar mátti borgarstjórn Reykjavíkur sitja hnípin undir háværum, þaulskipulögðum reiðilestri íbúa sem hreinlega hafa fengið nóg af algjöru samráðsleysi, tillitsleysi, dáðleysi og yfirgangi borgaryfirvalda. Undir lok fundar lýstu íbúasamtökin því yfir að Grafarvogur vildi hreinlega slíta sig frá Reykjavík og koma á fót eigin sveitarfélagi! Á sjöunda hundrað manns lýstu þarna algjöru og áður óþekktu einróma vantrausti á borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata – bílhatandi þéttingarlið „Reykjavíkurmódelsins“ sem nú hyggst enn færa út kvíarnar með boðaðri valdatöku á Alþingi. Íbúar Grafarvogs lifa í raunheimum, þeir tala umbúðalaust um sinn vanda og þeim er orðið bumbult af froðusnakki úr fílabeinsturnum borgaryfirvalda. Þetta sérviskulið ber ábyrgð á þeim skelfilega húsnæðisskorti sem keyrt hefur húsnæðisverð, verðbólgu og okurvexti hér út úr öllu korti á undanförnum árum. Leigumarkaður á Íslandi er alveg einstaklega dapurlegur eins og öllum má ljóst vera og möguleikar ungs fólks til að koma sér eigin þaki yfir höfuðið eru verri en nokkru sinni. Hinir eldri finna sömuleiðis heldur betur fyrir þessu ófremdarástandi. Skjót hagkvæmislausn á bráðavanda? Svipuð vandamál hafa svosum komið upp víðar en hér. Ekki eru mörg ár síðan mikill húsnæðisskortur skók velferðarríkið Svíþjóð. Í stað þess að reyta hár sitt í viðvarandi ráðaleysi, tóku ráðamenn þar til snjallræðis sem Íslendingar mættu vel taka til ígrundunar. Undir forystu húsnæðismálaráðherrans Stefan Attefall voru árið 2014 stigin djörf og óhefðbundin ný skref til úrlausna, skref sem reynst hafa bæði farsæl og hagkvæm. Ákveðið var með einfaldri lagasetningu að heimila allt að 30 fm smáhýsi á rúmgóðum lóðum, einkum görðum stærri fjölbýlishúsa og einbýlishúsa. Frá 2020 hafa árlega verið byggð um 4.000 Attefalls-hús í Svíþjóð. Hérlendis eru 15 fm smáhýsi heimiluð án afskipta skipulagsyfirvalda, helst ætluð til geymslu garðhúsgagnga o.þ.h. Með þessu móti var t.a.m. foreldrum gert kleift að veita börnum sínum, ættingjum, vinum eða öðrum þurfandi aðstoð við að komast undir eigið þak. Fasteignaeigendum var sömuleiðis með þessu gert kleift að afla leigutekna til viðhalds eða nauðsynlegra framkvæmda á eigin eign. Skemmst er frá því að segja að þessi einfalda, snjalla hugmynd sló í gegn og þúsundir gátu með þessum hætti komist í hagkvæmt húsnæði í stað þess að hírast inni á öðrum eða tefla sér í langvarandi fjárhagsleg vandræði vegna afarkosta hefðbundins okurleiguverðs eins og svo alræmt er hérlendis. Forsmíðuð, bráðhugguleg smáhýsi af þessum toga, fullbúin með eldhúsi, baði og stofu auk 15 fm svefnlofts, reyndist hægt að kaupa frá Eistlandi, Lettlandi eða Litháen fyrir u.þ.b. 7 – 8 milljónir íslenskra króna og hífa albúin og tilbúin til notkunar í hentugar lóðir, t.d. í garðinn heima hjá pabba og mömmu eða hjá öðrum áhugasömum fasteignaeigendum með rúmar lóðir. Undirstöður, vatn, rafmagn og frárennsli var allt sem til þurfti. Ný leigueining á eigin lóð jók ráðstöfunarfé fasteignaeigenda umtalsvert um leið og umrædd lausn reyndist afar kærkomin því unga fólki á ýmsum aldri sem fékk með þessum hætti langþráð þak yfir höfuðið á hagfelldasta mögulega verði – og þar með ráðrúm til að búa sig undir önnur búsetuúrræði í framtíðinni. Stefan Attefall húsnæðisráðherra hlaut lof og prís fyrir framtakið, fasteigna- og leiguverð lækkaði snarlega og bráðasti húsnæðisvandi frænda okkar í Svíþjóð reyndist, þegar allt kom til alls, auðleysanlegur með þessum einfalda og snjalla hætti. Hafi þetta gagnast Svíum svo vel sem raun ber vitni, mætti ætla að þetta geti gagnast fleirum, t.a.m. okkur Íslendingum við þær ófremdaraðstæður sem hér blasa við. A.m.k. sem ein leið til að bregðast með skjótum og einföldum hætti við bráðavandanum sem nú ríkir. Viðhorf næstu nágranna þyrfti auðvitað að virða í samræmi við gildandi skipulags- og byggingarlög. Margt er líkt með okkur og Svíum, t.a.m. skartar mikill fjöldi eldri húsa stórum görðum og bakgörðum frá tímum er lóðaskortur þekktist varla. Einu má þó slá föstu: Meirhlutinn í Reykjavik mundi vísast beita sér af alefli til að þvælast fyrir lausnum sem þessum. En þá kynni ný lagasetning á Alþingi að vera leiðin fram á við – hér, rétt eins og í Svíþjóð. Óbreytt ástand er alltént ekki í boði. Borgarastyrjaldarástandið í Grafarvogi sem hér var lýst speglar betur en flesta grunaði að þegar stjórnmálamennirnir bregðast eða sofa á verðinum, mun fólkið einfaldlega grípa til sinna ráða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fjölmennasti og gremjuþrungnasti íbúafundur síðari tíma var haldinn í Grafarvogi í nýliðinni viku. Þar mátti borgarstjórn Reykjavíkur sitja hnípin undir háværum, þaulskipulögðum reiðilestri íbúa sem hreinlega hafa fengið nóg af algjöru samráðsleysi, tillitsleysi, dáðleysi og yfirgangi borgaryfirvalda. Undir lok fundar lýstu íbúasamtökin því yfir að Grafarvogur vildi hreinlega slíta sig frá Reykjavík og koma á fót eigin sveitarfélagi! Á sjöunda hundrað manns lýstu þarna algjöru og áður óþekktu einróma vantrausti á borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata – bílhatandi þéttingarlið „Reykjavíkurmódelsins“ sem nú hyggst enn færa út kvíarnar með boðaðri valdatöku á Alþingi. Íbúar Grafarvogs lifa í raunheimum, þeir tala umbúðalaust um sinn vanda og þeim er orðið bumbult af froðusnakki úr fílabeinsturnum borgaryfirvalda. Þetta sérviskulið ber ábyrgð á þeim skelfilega húsnæðisskorti sem keyrt hefur húsnæðisverð, verðbólgu og okurvexti hér út úr öllu korti á undanförnum árum. Leigumarkaður á Íslandi er alveg einstaklega dapurlegur eins og öllum má ljóst vera og möguleikar ungs fólks til að koma sér eigin þaki yfir höfuðið eru verri en nokkru sinni. Hinir eldri finna sömuleiðis heldur betur fyrir þessu ófremdarástandi. Skjót hagkvæmislausn á bráðavanda? Svipuð vandamál hafa svosum komið upp víðar en hér. Ekki eru mörg ár síðan mikill húsnæðisskortur skók velferðarríkið Svíþjóð. Í stað þess að reyta hár sitt í viðvarandi ráðaleysi, tóku ráðamenn þar til snjallræðis sem Íslendingar mættu vel taka til ígrundunar. Undir forystu húsnæðismálaráðherrans Stefan Attefall voru árið 2014 stigin djörf og óhefðbundin ný skref til úrlausna, skref sem reynst hafa bæði farsæl og hagkvæm. Ákveðið var með einfaldri lagasetningu að heimila allt að 30 fm smáhýsi á rúmgóðum lóðum, einkum görðum stærri fjölbýlishúsa og einbýlishúsa. Frá 2020 hafa árlega verið byggð um 4.000 Attefalls-hús í Svíþjóð. Hérlendis eru 15 fm smáhýsi heimiluð án afskipta skipulagsyfirvalda, helst ætluð til geymslu garðhúsgagnga o.þ.h. Með þessu móti var t.a.m. foreldrum gert kleift að veita börnum sínum, ættingjum, vinum eða öðrum þurfandi aðstoð við að komast undir eigið þak. Fasteignaeigendum var sömuleiðis með þessu gert kleift að afla leigutekna til viðhalds eða nauðsynlegra framkvæmda á eigin eign. Skemmst er frá því að segja að þessi einfalda, snjalla hugmynd sló í gegn og þúsundir gátu með þessum hætti komist í hagkvæmt húsnæði í stað þess að hírast inni á öðrum eða tefla sér í langvarandi fjárhagsleg vandræði vegna afarkosta hefðbundins okurleiguverðs eins og svo alræmt er hérlendis. Forsmíðuð, bráðhugguleg smáhýsi af þessum toga, fullbúin með eldhúsi, baði og stofu auk 15 fm svefnlofts, reyndist hægt að kaupa frá Eistlandi, Lettlandi eða Litháen fyrir u.þ.b. 7 – 8 milljónir íslenskra króna og hífa albúin og tilbúin til notkunar í hentugar lóðir, t.d. í garðinn heima hjá pabba og mömmu eða hjá öðrum áhugasömum fasteignaeigendum með rúmar lóðir. Undirstöður, vatn, rafmagn og frárennsli var allt sem til þurfti. Ný leigueining á eigin lóð jók ráðstöfunarfé fasteignaeigenda umtalsvert um leið og umrædd lausn reyndist afar kærkomin því unga fólki á ýmsum aldri sem fékk með þessum hætti langþráð þak yfir höfuðið á hagfelldasta mögulega verði – og þar með ráðrúm til að búa sig undir önnur búsetuúrræði í framtíðinni. Stefan Attefall húsnæðisráðherra hlaut lof og prís fyrir framtakið, fasteigna- og leiguverð lækkaði snarlega og bráðasti húsnæðisvandi frænda okkar í Svíþjóð reyndist, þegar allt kom til alls, auðleysanlegur með þessum einfalda og snjalla hætti. Hafi þetta gagnast Svíum svo vel sem raun ber vitni, mætti ætla að þetta geti gagnast fleirum, t.a.m. okkur Íslendingum við þær ófremdaraðstæður sem hér blasa við. A.m.k. sem ein leið til að bregðast með skjótum og einföldum hætti við bráðavandanum sem nú ríkir. Viðhorf næstu nágranna þyrfti auðvitað að virða í samræmi við gildandi skipulags- og byggingarlög. Margt er líkt með okkur og Svíum, t.a.m. skartar mikill fjöldi eldri húsa stórum görðum og bakgörðum frá tímum er lóðaskortur þekktist varla. Einu má þó slá föstu: Meirhlutinn í Reykjavik mundi vísast beita sér af alefli til að þvælast fyrir lausnum sem þessum. En þá kynni ný lagasetning á Alþingi að vera leiðin fram á við – hér, rétt eins og í Svíþjóð. Óbreytt ástand er alltént ekki í boði. Borgarastyrjaldarástandið í Grafarvogi sem hér var lýst speglar betur en flesta grunaði að þegar stjórnmálamennirnir bregðast eða sofa á verðinum, mun fólkið einfaldlega grípa til sinna ráða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun