Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 19. nóvember 2024 07:30 Almannatryggingakerfið okkar, sem varðar framfærslu þeirra sem reyna að lifa af á örorku- og ellilífeyri, er eitthvað flóknasta og bútasaumaðasta kerfi sem fyrirfinnst í þessu landi. Þá eru fjölmargir angar þess hver öðrum furðulegri og maður stendur stundum á gati þegar maður rýnir í lögin og sér hvernig þau raunverulega virka, eða þá virka ekki fyrir þá verst settu. Þannig er það til dæmis með aldursviðbótina, sem áður hét „aldurstengd örorkuuppbót“. Um er að ræða greiðsluflokk sem hefur það markmið að jafna stöðu öryrkja sem verða snemma á æviskeiðinu óvinnufærir og geta þ.a.l. ekki aflað ýmissa réttinda sem launafólk getur aflað. Það eru því mikil sanngirnis- og réttlætisrök fyrir aldursviðbótinni. En svo komum við að því sem undarlegt er: þegar öryrkinn verður 67 ára þá lítur löggjafinn á það sem svo að hann læknist á einni nóttu og við það breytist hann í eldri borgara, sem nýtur annarskonar réttinda og lækkar í lífeyrislaunum um jafnvel tugþúsunda króna. Við þetta tímamark fellur aldursviðbótin niður, með tilheyrandi tekjuskerðingum fyrir fólkið í þessu bútasaumaða fjárhagslega ofbeldiskerfi. Ég segi fyrir mitt leyti að ef eitthvað er ættu öryrkjar að fá meiri réttindi eftir því sem þeir verða eldri, vegna þess að einstaklingur sem hefur verið fjárhagslega sveltur jafnvel allt sitt líf í þessu kerfi og verið metinn 75% öryrki við 18 ára aldur, getur á engan hátt verið betur staddur þegar hann verður 67 ára. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi einstaklingur er lamaður og fær ekki NPA-þjónustu og er vistaður á hjúkrunarheimili áður en hann verður 67. Þá er allt tekið af honum og vasapeningum hent í hann. Við í Flokki fólksins viljum gera breytingu á þessu keðjuverkandi skerðingarkerfi og setja það í lög að aldursviðbót öryrkja haldist ævilangt og þá einnig ekkert vasapeningafyrirkomulag, heldur ættu þeir halda þeir sinu fjárhagslega sjálfstæði. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Almannatryggingakerfið okkar, sem varðar framfærslu þeirra sem reyna að lifa af á örorku- og ellilífeyri, er eitthvað flóknasta og bútasaumaðasta kerfi sem fyrirfinnst í þessu landi. Þá eru fjölmargir angar þess hver öðrum furðulegri og maður stendur stundum á gati þegar maður rýnir í lögin og sér hvernig þau raunverulega virka, eða þá virka ekki fyrir þá verst settu. Þannig er það til dæmis með aldursviðbótina, sem áður hét „aldurstengd örorkuuppbót“. Um er að ræða greiðsluflokk sem hefur það markmið að jafna stöðu öryrkja sem verða snemma á æviskeiðinu óvinnufærir og geta þ.a.l. ekki aflað ýmissa réttinda sem launafólk getur aflað. Það eru því mikil sanngirnis- og réttlætisrök fyrir aldursviðbótinni. En svo komum við að því sem undarlegt er: þegar öryrkinn verður 67 ára þá lítur löggjafinn á það sem svo að hann læknist á einni nóttu og við það breytist hann í eldri borgara, sem nýtur annarskonar réttinda og lækkar í lífeyrislaunum um jafnvel tugþúsunda króna. Við þetta tímamark fellur aldursviðbótin niður, með tilheyrandi tekjuskerðingum fyrir fólkið í þessu bútasaumaða fjárhagslega ofbeldiskerfi. Ég segi fyrir mitt leyti að ef eitthvað er ættu öryrkjar að fá meiri réttindi eftir því sem þeir verða eldri, vegna þess að einstaklingur sem hefur verið fjárhagslega sveltur jafnvel allt sitt líf í þessu kerfi og verið metinn 75% öryrki við 18 ára aldur, getur á engan hátt verið betur staddur þegar hann verður 67 ára. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi einstaklingur er lamaður og fær ekki NPA-þjónustu og er vistaður á hjúkrunarheimili áður en hann verður 67. Þá er allt tekið af honum og vasapeningum hent í hann. Við í Flokki fólksins viljum gera breytingu á þessu keðjuverkandi skerðingarkerfi og setja það í lög að aldursviðbót öryrkja haldist ævilangt og þá einnig ekkert vasapeningafyrirkomulag, heldur ættu þeir halda þeir sinu fjárhagslega sjálfstæði. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar