„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:41 Breki, Halla og Ólafur eru sammála um að málsmeðferð við breytingar á búvörulögum hafi verið slæm. samsett Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31
Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10