Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Frá leik Íslands gegn Svartfjallalandi Vísir/Getty Tilviljanirnar í þessu lífi eru oft á tíðum ansi ótrúlegar. Því komst undirritaður meðal annars að eftir leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA í Niksic á laugardaginn síðastliðinn. Lífslexía segi ég en einnig fallegur vitnisburður um íslenskan fótbolta og tengingarnar sem geta myndast út frá honum. Eftir leik hafði ég bókað leigubíl fyrir mig sem og aðra úr fjölmiðlateymi Stöðvar 2 Sport frá Niksic yfir til höfuðborgarinnar Podgorica þar sem að við gistum. Klukkutíma keyrsla, klukkan orðin margt og hungrið farið að segja til sín þar sem að Svartfellingarnir voru ekki í því að bjóða upp á þurrt né vott á meðan á leik stóð. Leigubíllinn mætir á svæðið á tilsettum tíma fyrir utan leikvanginn. Loksins höldum við til Podgorica. Sé ég þá ekki mann koma hlaupandi að bílnum, segir að hann sé sinn og er með bókun fyrir því. Ég hafði verið í samskiptum við leigubílstjórann og hann staðfesti það en á einhvern undarlegan máta hafði bíllinn verið tvíbókaður. Þarna stendur maður frammi fyrir ákvörðun. Langur dagur að baki og þú sérð hótelið í hyllingum eftir það sem að yrði klukkustundar keyrsla aftur til Podgorica. Það tæki klukkutíma að fá annan bíl. Þeir sem mig þekkja vita hvaða mann ég hef að geyma. Sá maður var hins vegar ekki sjáanlegur á þessari stundu í Niksic. Þá og þegar tók yfir annað eðli hjá mér. Vinalegi Ísfirðingurinn vék fyrir ónærgætnum manni. Ég settist inn í bílinn, ferðafélögum mínum til mikillar undrunar og sagði: „hann verður bara að finna sér annan bíl.“ Þeir horfðu á mig og skildu ekki neitt í neinu. Hart barist í leik Íslands og SvartfjallalandsVísir/Getty Fjögur sæti, fimm einstaklingar og ekki pláss fyrir okkur alla. Aldrei hef ég séð jafn undrandi leigubílstjóra og þarna. Hann botnaði ekki neitt í neinu. Á endanum kveikti ég á því að kollegar mínir á fótbolti.net og mbl.is væru enn inni á leikvanginum og ættu far seinna um kvöldið. Þar væri laust pláss aftur til Podgorica þar. Vinalegi Ísfirðingurinn átti endurkomu ársins og bauðst til þess að eftirláta sæti sitt manninum sem réttilega átti heimtu á því að fara með bílnum aftur heim á hótel. Ég kvaddi ferðafélagana og hélt aftur inn á leikvanginn, þeir til Podgorica. Næsta klukkustund átti eftir að verða þeim eftirminnileg. Klukkustund sem ber þess merki hversu lítill heimurinn er. Klukkustund sem átti eftir að verða þess valdandi að nagandi samviskubit elti mann á röndum í kjölfarið. Kemur ekki í ljós að ókunnugi maðurinn, sem er frá El Paso í Bandaríkjunum, er búsettur á Ísafirði. Mínum heimabæ! Þar býr hann og hefur stundað nám við Háskólasetur Vestfjarða. Hann er mikill stuðningsmaður knattspyrnuliðs Vestra, eins og ég. Mætir á alla leiki liðsins, heima og að heiman. Meira en ég get nokkurn tímann sagt. Steinrunnir ferðafélagar mínir trúði ekki sínum eigin augum þegar maðurinn rak sögu sína á leið þeirra frá Niksic til Podgorica. Heimurinn svo afskaplega lítill. Brandon N. Piel heitir maðurinn og sá hefur fest rætur á Ísafirði eftir að hafa klárað nám sitt þar. Hann vinnur sem leiðsögumaður fyrir vestan núna og hefur engan hug á því að flytja frá Ísafirði. Ég kalla hann með réttu Ísfirðing. Hverjar eru líkurnar á því að tveir Ísfirðingar, sem þekkjast ekki neitt, bóki sama leigubíl í Niksic í Svartfjallalandi? Frá sama stað að sama hóteli. Tilviljanirnar í þessu lífi eru stundum of ótrúlegar. Hverjar eru líkurnar? Ég þurfti að vita meira um Brandon, ást hans á íslenskum fótbolta og um leið bað ég hann afsökunar á því hversu ákveðinn ég var á einum tíma að vilja bara skilja hann eftir. Ég skammast mín. „Mér þykir það leitt að þú hafir orðið eftir,“ segir Brandon þegar að ég slæ á þráðinn til hans og við byrjum að rabba sama. „Og hverjar eru líkurnar á því að við áttum báðir bókað far með þessum bíl?“ Erindi Brandon í Niksic þetta kvöld var að styðja við bakið á íslenska landsliðinu í leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA. Leik sem vannst 2-0 en allt frá því að Brandon kom fyrst til Íslands hefur hann heillast af íslenskum fótbolta. Er mikill stuðningsmaður landsliðsins og Bestu deildar liðs Vestra. Strákarnir stilla sér upp fyrir leikinn gegn SvartfjallalandiVísir/Getty „Í fyrra keyptum ég og félagar mínir miða á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM. Í sumar var svo fókusinn á leiki Vestra í Bestu deildinni og því hef ég ekki geta sótt leiki Íslands í Þjóðadeildinni til þessa því ég get ekki verið að fara til Reykjavíkur um hverja einustu helgi. Ég sá hins vegar að ég ætti möguleika á því að geta farið á útileik með liðinu annað hvort í Svartfjallalandi eða Wales. Ég ákvað að fara til Svartfjallalands. Fannst það meira spennandi land að ferðast til. Ég var mjög ánægður með sigurinn. Ísland átti skilið að vinna þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik. Við græddum á því að Svartfellingar fóru illa með sín færi. Hákon varði vel í markinu og þá voru þeir mikið í því að hitta ekki á markrammann. Ég var bara einn í stúkunni þar sem að stuðningsmenn Íslands áttu að vera. Þeir sendu einhverja átta Þjóðverja til mín líka. Héldu ábyggilega að þeir væru íslenskir og svo voru tveir Svíar þarna um stutta stund. En ég var eini stuðningsmaðurinn í þessum hluta stúkunnar sem kom frá Íslandi. Það voru átta öryggisverðir að fylgjast með mér og á einum tímapunkti kom undrandi lögreglumaður að mér og spurði hvort það væru ekki fleiri stuðningsmenn Íslands á leiðinni. Þeir voru þannig græjaðir að maður sá að þeir bjuggust við meiri fjölda.“ Ástin á Vestra og Ísafirði Brandon, fæddur og uppalinn í El Paso í Bandaríkjunum, flutti til Ísafjarðar árið 2021 og stundaði þar nám við Háskólasetur Vestfjarða. Brandon (til vinstri) og Jamie Fletcher (til hægri) á Greifavellinum fyrr á árinu þar sem að KA tók á móti Vestra í Bestu deildinni „Og eftir því sem ég hef orðið eldri hef ég alltaf fallið meira og meira fyrir fótbolta. Æska mín í El Paso litaðist náttúrulega af amerískum íþróttum á borð við amerískan fótbolta sem og körfubolta. Ég á manni sem heitir Jamie Fletcher mikið að þakka fyrir að hafa vakið áhuga minn á fótbolta. Hann hafði flutt til Ísafjarðar og byrjað að stunda nám við Háskólasetrið þar þegar að ég flutti til Ísafjarðar. Jamie hafði farið á leiki með Vestra og bauð mér að koma með. Síðan hefur það bara undið upp á sig.“ Nú missa Brandon og Jamie eiginleika ekki af leik hjá Vestra og eru þeir í hópi fimm nema við Háskólasetur Vestfjarða sem fylgja liðinu hvert á land sem er. Mæta á bæði heima- og útileiki og hafa gert undanfarin tvö tímabil. „Það er gaman að heimsækja alla þessa velli, mæta á leiki Vestra gegn sögufrægum íslenskum liðum. Maður sér leikmenn liðsins á förnum vegi hér á Ísafirði og mér finnst það gera þetta svo sérstakt. Múrinn milli liðsins og stuðningsmanna, sem maður sér oft á tíðum erlendis, er ekki til staðar hér. Manni finnst maður virkilega vera að styðja sína menn, sitt bæjarfélag." Vestri hélt sér uppi í Bestu deildinni sem nýliði í deildinni á nýafstöðnu tímabiliVísir/Viktor Freyr „Ég er það heppinn að búa við ákveðinn sveigjanleika varðandi mína atvinnu yfir sumartímann. Það gerir mér kleift að sækja alla þessa leiki. Þetta er bara svo skemmtilegt. Því fleiri leiki sem maður sækir því mun meira heillaður verður maður af þessu. Um leið kynnumst við öðrum stuðningsmönnum Vestra. Auðvitað kostar það sitt að ferðast um landið og elta liðið. En ég horfi ekki á þetta þannig að ég sé að eyða pening. Ég er að fjárfesta honum í eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á og hef ástríðu fyrir.“ Stuðningsmenn sem skipa sér í fremsta flokk og á Ísafirði nýtur Brandon sín vel. Hvað er það sem heillar þar? „Fólkið. Fyrst og fremst. Bæði heimafólkið sem og allir sem ég hef kynnst í tengslum við námið hjá Háskólasetrinu. Þá elska ég tækifærin sem náttúran hér og umhverfið gefur manni. Fólk eyðir fúlgum fjár til þess að komast hingað, fara á Hornstrandir og í alls konar göngur hérna í kring. Ég gert það á hverjum einasta degi vikunnar ókeypis. Ég er líka heillaður af bænum sjálfum og þeirri staðreynd að allar nauðsynjar eru í göngufæri frá heimili mínu.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Besta deild karla Vestri Utan vallar Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Eftir leik hafði ég bókað leigubíl fyrir mig sem og aðra úr fjölmiðlateymi Stöðvar 2 Sport frá Niksic yfir til höfuðborgarinnar Podgorica þar sem að við gistum. Klukkutíma keyrsla, klukkan orðin margt og hungrið farið að segja til sín þar sem að Svartfellingarnir voru ekki í því að bjóða upp á þurrt né vott á meðan á leik stóð. Leigubíllinn mætir á svæðið á tilsettum tíma fyrir utan leikvanginn. Loksins höldum við til Podgorica. Sé ég þá ekki mann koma hlaupandi að bílnum, segir að hann sé sinn og er með bókun fyrir því. Ég hafði verið í samskiptum við leigubílstjórann og hann staðfesti það en á einhvern undarlegan máta hafði bíllinn verið tvíbókaður. Þarna stendur maður frammi fyrir ákvörðun. Langur dagur að baki og þú sérð hótelið í hyllingum eftir það sem að yrði klukkustundar keyrsla aftur til Podgorica. Það tæki klukkutíma að fá annan bíl. Þeir sem mig þekkja vita hvaða mann ég hef að geyma. Sá maður var hins vegar ekki sjáanlegur á þessari stundu í Niksic. Þá og þegar tók yfir annað eðli hjá mér. Vinalegi Ísfirðingurinn vék fyrir ónærgætnum manni. Ég settist inn í bílinn, ferðafélögum mínum til mikillar undrunar og sagði: „hann verður bara að finna sér annan bíl.“ Þeir horfðu á mig og skildu ekki neitt í neinu. Hart barist í leik Íslands og SvartfjallalandsVísir/Getty Fjögur sæti, fimm einstaklingar og ekki pláss fyrir okkur alla. Aldrei hef ég séð jafn undrandi leigubílstjóra og þarna. Hann botnaði ekki neitt í neinu. Á endanum kveikti ég á því að kollegar mínir á fótbolti.net og mbl.is væru enn inni á leikvanginum og ættu far seinna um kvöldið. Þar væri laust pláss aftur til Podgorica þar. Vinalegi Ísfirðingurinn átti endurkomu ársins og bauðst til þess að eftirláta sæti sitt manninum sem réttilega átti heimtu á því að fara með bílnum aftur heim á hótel. Ég kvaddi ferðafélagana og hélt aftur inn á leikvanginn, þeir til Podgorica. Næsta klukkustund átti eftir að verða þeim eftirminnileg. Klukkustund sem ber þess merki hversu lítill heimurinn er. Klukkustund sem átti eftir að verða þess valdandi að nagandi samviskubit elti mann á röndum í kjölfarið. Kemur ekki í ljós að ókunnugi maðurinn, sem er frá El Paso í Bandaríkjunum, er búsettur á Ísafirði. Mínum heimabæ! Þar býr hann og hefur stundað nám við Háskólasetur Vestfjarða. Hann er mikill stuðningsmaður knattspyrnuliðs Vestra, eins og ég. Mætir á alla leiki liðsins, heima og að heiman. Meira en ég get nokkurn tímann sagt. Steinrunnir ferðafélagar mínir trúði ekki sínum eigin augum þegar maðurinn rak sögu sína á leið þeirra frá Niksic til Podgorica. Heimurinn svo afskaplega lítill. Brandon N. Piel heitir maðurinn og sá hefur fest rætur á Ísafirði eftir að hafa klárað nám sitt þar. Hann vinnur sem leiðsögumaður fyrir vestan núna og hefur engan hug á því að flytja frá Ísafirði. Ég kalla hann með réttu Ísfirðing. Hverjar eru líkurnar á því að tveir Ísfirðingar, sem þekkjast ekki neitt, bóki sama leigubíl í Niksic í Svartfjallalandi? Frá sama stað að sama hóteli. Tilviljanirnar í þessu lífi eru stundum of ótrúlegar. Hverjar eru líkurnar? Ég þurfti að vita meira um Brandon, ást hans á íslenskum fótbolta og um leið bað ég hann afsökunar á því hversu ákveðinn ég var á einum tíma að vilja bara skilja hann eftir. Ég skammast mín. „Mér þykir það leitt að þú hafir orðið eftir,“ segir Brandon þegar að ég slæ á þráðinn til hans og við byrjum að rabba sama. „Og hverjar eru líkurnar á því að við áttum báðir bókað far með þessum bíl?“ Erindi Brandon í Niksic þetta kvöld var að styðja við bakið á íslenska landsliðinu í leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA. Leik sem vannst 2-0 en allt frá því að Brandon kom fyrst til Íslands hefur hann heillast af íslenskum fótbolta. Er mikill stuðningsmaður landsliðsins og Bestu deildar liðs Vestra. Strákarnir stilla sér upp fyrir leikinn gegn SvartfjallalandiVísir/Getty „Í fyrra keyptum ég og félagar mínir miða á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM. Í sumar var svo fókusinn á leiki Vestra í Bestu deildinni og því hef ég ekki geta sótt leiki Íslands í Þjóðadeildinni til þessa því ég get ekki verið að fara til Reykjavíkur um hverja einustu helgi. Ég sá hins vegar að ég ætti möguleika á því að geta farið á útileik með liðinu annað hvort í Svartfjallalandi eða Wales. Ég ákvað að fara til Svartfjallalands. Fannst það meira spennandi land að ferðast til. Ég var mjög ánægður með sigurinn. Ísland átti skilið að vinna þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik. Við græddum á því að Svartfellingar fóru illa með sín færi. Hákon varði vel í markinu og þá voru þeir mikið í því að hitta ekki á markrammann. Ég var bara einn í stúkunni þar sem að stuðningsmenn Íslands áttu að vera. Þeir sendu einhverja átta Þjóðverja til mín líka. Héldu ábyggilega að þeir væru íslenskir og svo voru tveir Svíar þarna um stutta stund. En ég var eini stuðningsmaðurinn í þessum hluta stúkunnar sem kom frá Íslandi. Það voru átta öryggisverðir að fylgjast með mér og á einum tímapunkti kom undrandi lögreglumaður að mér og spurði hvort það væru ekki fleiri stuðningsmenn Íslands á leiðinni. Þeir voru þannig græjaðir að maður sá að þeir bjuggust við meiri fjölda.“ Ástin á Vestra og Ísafirði Brandon, fæddur og uppalinn í El Paso í Bandaríkjunum, flutti til Ísafjarðar árið 2021 og stundaði þar nám við Háskólasetur Vestfjarða. Brandon (til vinstri) og Jamie Fletcher (til hægri) á Greifavellinum fyrr á árinu þar sem að KA tók á móti Vestra í Bestu deildinni „Og eftir því sem ég hef orðið eldri hef ég alltaf fallið meira og meira fyrir fótbolta. Æska mín í El Paso litaðist náttúrulega af amerískum íþróttum á borð við amerískan fótbolta sem og körfubolta. Ég á manni sem heitir Jamie Fletcher mikið að þakka fyrir að hafa vakið áhuga minn á fótbolta. Hann hafði flutt til Ísafjarðar og byrjað að stunda nám við Háskólasetrið þar þegar að ég flutti til Ísafjarðar. Jamie hafði farið á leiki með Vestra og bauð mér að koma með. Síðan hefur það bara undið upp á sig.“ Nú missa Brandon og Jamie eiginleika ekki af leik hjá Vestra og eru þeir í hópi fimm nema við Háskólasetur Vestfjarða sem fylgja liðinu hvert á land sem er. Mæta á bæði heima- og útileiki og hafa gert undanfarin tvö tímabil. „Það er gaman að heimsækja alla þessa velli, mæta á leiki Vestra gegn sögufrægum íslenskum liðum. Maður sér leikmenn liðsins á förnum vegi hér á Ísafirði og mér finnst það gera þetta svo sérstakt. Múrinn milli liðsins og stuðningsmanna, sem maður sér oft á tíðum erlendis, er ekki til staðar hér. Manni finnst maður virkilega vera að styðja sína menn, sitt bæjarfélag." Vestri hélt sér uppi í Bestu deildinni sem nýliði í deildinni á nýafstöðnu tímabiliVísir/Viktor Freyr „Ég er það heppinn að búa við ákveðinn sveigjanleika varðandi mína atvinnu yfir sumartímann. Það gerir mér kleift að sækja alla þessa leiki. Þetta er bara svo skemmtilegt. Því fleiri leiki sem maður sækir því mun meira heillaður verður maður af þessu. Um leið kynnumst við öðrum stuðningsmönnum Vestra. Auðvitað kostar það sitt að ferðast um landið og elta liðið. En ég horfi ekki á þetta þannig að ég sé að eyða pening. Ég er að fjárfesta honum í eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á og hef ástríðu fyrir.“ Stuðningsmenn sem skipa sér í fremsta flokk og á Ísafirði nýtur Brandon sín vel. Hvað er það sem heillar þar? „Fólkið. Fyrst og fremst. Bæði heimafólkið sem og allir sem ég hef kynnst í tengslum við námið hjá Háskólasetrinu. Þá elska ég tækifærin sem náttúran hér og umhverfið gefur manni. Fólk eyðir fúlgum fjár til þess að komast hingað, fara á Hornstrandir og í alls konar göngur hérna í kring. Ég gert það á hverjum einasta degi vikunnar ókeypis. Ég er líka heillaður af bænum sjálfum og þeirri staðreynd að allar nauðsynjar eru í göngufæri frá heimili mínu.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Besta deild karla Vestri Utan vallar Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“