Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar 16. nóvember 2024 11:47 Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun