Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 07:33 Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun