Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Á því er ekki nokkur vafi að nýsköpun á sviði heilbrigðismála getur létt á álagi á opinbera heilbrigðiskerfinu og starfsmönnum þess auk þess að stórbæta þjónustu til landsmanna. Raunin er þó sú að nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hafa mætt viðvarandi hindrunum undanfarin ár af hálfu opinberra stofnana - þá sérstaklega embætti Landlæknis. Það skýtur því vægast sagt skökku við að Samfylkingin tefli landlækni fram í oddvitasæti og kynni sig sem flokk með „útspil“ um öruggt heilbrigðiskerfi, á meðan dæmin sýna að aðgangshindranir og einokun hafa ráðið för sem þvert á móti vegur að öryggi heilbrigðiskerfisins. Embætti landlæknis hefur nýlega synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna, þ.e. blóðmælingar og myndgreiningu án sérstakrar tilvísunar frá lækni, með rökum um mögulegan heilsukvíða einstaklinga og mögulegt falskt öryggi. Þannig telur sá landlæknir (sem nú hefur tekið sér leyfi frá störfum á meðan framboði fyrir Samfylkingunni er sinnt) að einstaklingar eigi ekki að hafa sjálfir frelsi eða ákvörðunarrétt til að afla fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir landlækni að endurskoða þessar ákvarðanir sínar sökum þess að þær séu of íþyngjandi og brjóti í bága við lög. Heilbrigðiskerfi í fjötrum Markaðurinn fyrir heilbrigðistækni á Íslandi afar einsleitur, einkum og sér í lagi vegna ofangreindrar afstöðu Landlæknis. Tímamótaúrskurður kærunefndar útboðsmála árið 2022 sýndi fram á að embætti Landlæknis hafi átt milljarða viðskipti við einn einkaaðila á markaði án útboðs í langan tíma. Þau viðskipti hafa valdið tortryggni og skapað hindranir fyrir ný fyrirtæki að bjóða fram sínar lausnir. Embætti landlæknis lét þó ekki staðar numið og stefndi nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dómstóla til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt. Aðgerðir landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum og í þágu sérhagsmunaaðila - eru skaðlegar fyrir samkeppni, heilbrigðiskerfið og öryggi þess, auk ríkissjóðs. Kemur því ekki á óvart að aðgangshindranir landlæknis undanfarin ár hafi verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Til að nýsköpun nái að blómstra þarf móttækilegt kerfi sem stuðlar að auknu aðgengi nýrra lausna en ekki bannað þær. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en hún er nýsköpunarstyrkur og með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Við eigum að grípa þau tækifæri sem fylgja nýjum lausnum og tækninni sem getur bætt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og þjónusta við sjúklinga og annarra verður betri. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðismála, með hagsmuni og heilsufar allra landsmanna að leiðarljósi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Á því er ekki nokkur vafi að nýsköpun á sviði heilbrigðismála getur létt á álagi á opinbera heilbrigðiskerfinu og starfsmönnum þess auk þess að stórbæta þjónustu til landsmanna. Raunin er þó sú að nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hafa mætt viðvarandi hindrunum undanfarin ár af hálfu opinberra stofnana - þá sérstaklega embætti Landlæknis. Það skýtur því vægast sagt skökku við að Samfylkingin tefli landlækni fram í oddvitasæti og kynni sig sem flokk með „útspil“ um öruggt heilbrigðiskerfi, á meðan dæmin sýna að aðgangshindranir og einokun hafa ráðið för sem þvert á móti vegur að öryggi heilbrigðiskerfisins. Embætti landlæknis hefur nýlega synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna, þ.e. blóðmælingar og myndgreiningu án sérstakrar tilvísunar frá lækni, með rökum um mögulegan heilsukvíða einstaklinga og mögulegt falskt öryggi. Þannig telur sá landlæknir (sem nú hefur tekið sér leyfi frá störfum á meðan framboði fyrir Samfylkingunni er sinnt) að einstaklingar eigi ekki að hafa sjálfir frelsi eða ákvörðunarrétt til að afla fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir landlækni að endurskoða þessar ákvarðanir sínar sökum þess að þær séu of íþyngjandi og brjóti í bága við lög. Heilbrigðiskerfi í fjötrum Markaðurinn fyrir heilbrigðistækni á Íslandi afar einsleitur, einkum og sér í lagi vegna ofangreindrar afstöðu Landlæknis. Tímamótaúrskurður kærunefndar útboðsmála árið 2022 sýndi fram á að embætti Landlæknis hafi átt milljarða viðskipti við einn einkaaðila á markaði án útboðs í langan tíma. Þau viðskipti hafa valdið tortryggni og skapað hindranir fyrir ný fyrirtæki að bjóða fram sínar lausnir. Embætti landlæknis lét þó ekki staðar numið og stefndi nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dómstóla til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt. Aðgerðir landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum og í þágu sérhagsmunaaðila - eru skaðlegar fyrir samkeppni, heilbrigðiskerfið og öryggi þess, auk ríkissjóðs. Kemur því ekki á óvart að aðgangshindranir landlæknis undanfarin ár hafi verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Til að nýsköpun nái að blómstra þarf móttækilegt kerfi sem stuðlar að auknu aðgengi nýrra lausna en ekki bannað þær. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en hún er nýsköpunarstyrkur og með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Við eigum að grípa þau tækifæri sem fylgja nýjum lausnum og tækninni sem getur bætt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og þjónusta við sjúklinga og annarra verður betri. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðismála, með hagsmuni og heilsufar allra landsmanna að leiðarljósi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun