Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 08:02 Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar mætti í Samtalið með Heimi Má á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. Sanna var aðeins tuttugu og sex ára þegar henni tókst fyrstum fulltrúa Sósíalistaflokksins að ná kjöri í sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Hún hefur reynst með vinsælustu borgarfulltrúum samkvæmt könnunum og í borgarstjórnarkosningunum 2022 náði flokkurinn tveimur fulltrúum. Flokknum fataðist hins vegar flugið þegar hann reyndi að komast á þing í alþingiskosningunum 2021 undir forystu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins og formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir hefur flokkurinn sett hinn vinsæla borgarfulltrúa í forystusætið. Hún mætir alls staðar sem formenn annara flokka annars mæta, til að mynda í Samtalið hjá Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag. Þar útilokaði hún að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf þar sem það væri á stefnuskránni að halda til streitu áformum um að selja það sem eftir er af hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hugtakið þjóðnýting hefur ekki verið notað mikið í almennri stjórnmálaumræðu í áratugi en það skýtur upp kollinum í stefnuskrá Sósíalistaflokksins sem ætlar ríkisvaldinu mun víðtækara hlutverk en flestar aðrar stjórnmálahreyfingar. Það á að innkalla veiðiheimildir og „fólkið, sjómenn og fiskverkafólk“ á að móta nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Öll þjónusta hins opinbera hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu á að vera gjaldfrjáls og breyta á námslánum í námsstyrki, svo dæmi séu tekin. Sanna Magdalena Mörtudóttir er í fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir/Vilhelm „Við erum að tala um að almenningur eigi að njóta góðs af auðlindunum. Höfum til dæmis talað fyrir því að sjómenn, fiskverkafólk og almenningur móti stefnuna til lengri tíma. Vegna þess að núverandi stefna er ekki það sem almenningur er að kalla eftir. Þannig að við erum að tala um að almenningur móti stefnuna til lengri tíma. Við höfum ekkert gefið út um þjóðnýtingu, heldur að þetta sé eign almennings,“ sagði Sanna í Samtalinu. Um aldamótin lagði Samfylkingin til að farin yrði svo kölluð fyrningarleið við útdeilingu fiskveiðiheimilda og fleiri flokkar hafa tekið undir svipaða leið eftir það. En þrátt fyrir hverja nefndina á fætur annarri undanfarna áratugi undir leiðsögn margra ríkisstjórna hefur ekki náðst samstaða um kerfið, hvorki á Alþingi né meðal almennings. Þjóðin komi að breytingum á kvótakerfinu „Við tölum um allan fisk á markað og frjálsar handfæraveiðar,“ segir Sanna en að öðru leyti verði almenningur að koma að því að móta stefnuna til framtíðar. „Við vitum að þetta kerfi hefur leitt af sér mjög slæmar afleiðingar fyrir byggðirnar. Við sjáum að kvótakerfi sem sett var á með það að markmiði að vernda fiskinn hefur í raun leitt af sér kerfi sem megin þorri almennings er mjög ósáttur við,“ segir leiðtogi Sósíalistaflokksins. „Það er eðlilegt að endurskoða það kerfi. Eðlilegt að einmitt arðurinn af auðlindum fari til almennings,“ segir Sanna og minnir á að í lögum væri talað um að veiðiheimildir mættu ekki verða að óafturkræfum eignarrétti. Það þyrfti að vinda ofan af afleiðingum framsals á veiðiheimildunum. Þótt það hafi reynst Alþingi nánast ómögulegt að ná samkomulagi um nokkrar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í áratugi telur Sanna ekki ómögulegt að koma á einhvers konar þjóðfundi um breytingar. „Hvers vegna ætti það að vera erfitt,“ spyr hún. „Þegar við skoðum þessa fráfarandi ríkisstjórn og hvernig hún hefur unnið sjáum við að hún hefur ekki verið að hlusta á hag þjóðarinnar. Hún hefur ekki verið að vinna út frá hagsmunum almennings. Hún hefur í rauninni gert allt í andstöðu við það sem almenningur vill,“ segir leiðtogi Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Ekki hlustað á raddir almennings í húsnæðismálum „Almenningur vill betra húnsæðiskerfi. Hvernig hafa stjórnvöld starfað? Ekki með því að hlusta á þær raddir. Almenningur vill betra heilbrigðiskerfi. Hvernig hafa stjórnvöld starfað? Ekki með því að hlusta á þær raddir.“ Þess vegna þurfi breytingar á Alþingi og hlusta eftir vilja fólksins í landinu og stýra framþróun samfélagsins út frá því. Sanna segir stjórnvöld ekki hafa hlustað á raddir almennings í húsnæðismálum og öðrum stórum málum.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað vandamálið sem við tölum um. Það verður að breyta á Alþingi og við þurfum flokka sem geta breytt einhverju.“ Sósíalistaflokkurinn vill að orkufyrirtækin verði öll í höndum opinberra aðila og helst á höndum ríkisins ef stefnuskráin er lesin bókstaflega. Vinna þurfi að því að orkufyrirtæki sem nú þegar væru í höndum einkaaðila færist í opinbera eigu. Hvernig er hægt að afturkalla það sem einkaaðilar eiga? „Ég held við þurfum að byrja á staðnum sem við erum núna. Spyrja okkur í hvað er verið að nota orkuna. Við sjáuum að um fimm prósent af orkunni fara til heimilanna. Þannig að það er mjög lítið hlutfall. Byrjunarpunkturinn er alltaf að hugsa um í hvað þurfum við orkuna. Hvað er það mikilvægasta og hvernig ætlum við að huga að uppbyggingu hvað það varðar,“ segir Sanna. Hún dregur því heldur úr bókstaflegri stefnu Sósíalistaflokksins sem má skilja þannig að færa eigi einkarekin orkufyrirtæki undir hið opinbera. Húnsegir að almenningur eigi að njóta þess að uppbygging orkukerfisins hafi farið fram á samfélagslegum forsendum. „Þannig að það þarf að vera leiðarljósið fram á við,“ segir Sanna. Sveitarfélögin gæru átt orkufyrirtæki enda væru þau hluti af hinu opinbera. Hagsmunir einkaaðila ráði ekki orkuuppbyggingu „Það sem við erum að gagnrýna er þegar einhver einkafyrirtæki sjá hag sinn í því að koma inn á þennan markað með það eitt í augnamiði að græða á framtíðar orkuuppbyggingu. Við erum að tala um að þetta verði allt að vera á samfélagslegum forsendum.“ Nú hafa nokkrir tugir einkaaðila lýst áhuga á að reisa vindmyllugarða til orkuframleiðslu. Samkæmt núgildandi ramma um orkukosti í nýtingarflokki eru hins vegar einungis kostir á vegum Landsvirkjunar. Þannig að þið mynduð leggjast gegn því að einkaaðilar kæmust inn í slíka orkuframleiðslu? „Ef það kemur að því að tekin verði ákvörðun um vindorkuver finnst okkur eðlilegt að ræða spurningar eins og eignarhald. En fyrst þurfum við að bakka nokkur skref og spyrja hvort við þurfum á öllum þessum vindorkuverum að halda,“ segir Sanna. Komi hins vegar til þess þurfi að ræða eignarhaldið og hverjir fengju að hagnast á því. „Þetta eru allt mjög eðlilegar spurningar sem þarf að ræða í samtali við þjóðina.“ Mjög deildar meiningar hafa verið innan fráfarandi stjórnarflokka og almennt á Alþingi um jafnvel þá virkjanakosti sem nú þegar eru í nýtingarflokki. Þar má nefna Hvammsvirkjun og Búrfellslund. Mynduð þið leggjast gegn þessum kostum? „Ég held að það þurfi frekara samtal. Eins og ég segi; við höfum ekki verið inni á þingi. Við auðvitað ræðum þetta og skoðum þær forsendur sem liggja fyrir. En grunnurinn hjá okkur er alltaf í hvað erum við að nota orkuna. Fyrir hvað þurfum við orku. Síðan setjum við í forgang það sem við þurfum að nota orkuna í. Ekki að frekari uppbygging fari fram til þess að fyrirtæki geti hagnast á einhverjum framkvæmdum,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn vilji til að mynda horfa til hagsmuna byggðarlaga við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. „Því ólíkt því sem margir halda þá trúa sósíalistar því ekki að einhver ein lausn henti öllum. Við viljum ekki miðstýra, við treystum fólkinu til að koma fram með eitthvað sem myndi henta við aðstæður þess,“ segir oddviti Sósíalistaflokksins þegar hún er spurð nánar út í framtíðarútfærslur eftir að veiðiheimildir yrðu kallaðar inn. Aðstæður væru mismunandi eftir byggðarlögum og svæðum. Þannig að veiðiheimildum yrði deilt út eftir byggðarlögum? „Það gæti verið ein leið, til dæmis. En aðallega að fólkið í byggðunum fái að móta stefnuna og tala sig niður á hvernig það myndi vilja sjá þetta.“ Útgerðin hefur varið hald sitt á aflaheimildunum með öflugum hætti hingað til. Þannig að þið væruð að kalla á meiriháttar árekstur við hana ef þið ætlið að kalla allar veiðiheimildirnar inn í heilu lagi? Sanna telur sjálfgefið að það kalli á árekstra að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu.Vísir/Vilhelm „Auðvitað gerast hlutir í skrefum og auðvitað eru árekstrar í samfélaginu þegar óréttlæti er til staðar. Þannig að við getum ekki reiknað með að allt gangi rosalega vel með fiðrildum og bleikum skýjum. En þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem þarf að fara í með einhverjum hætti. Þar byrjar maður og þetta er samtal sem mér finnst eðilegt að við eigum við þjóðina. Hvernig við myndum útfæra þetta. En við vitum að núverandi leið er ekki að virka. Er ekki að færa arðinn af auðlindum til almennings. Þannig að það þurfa einhverjar breytingar að eiga sér stað,“ segir Sanna. Ríki og sveitarfélög byggi sjálf félagslegt húsnæði Sósíalistaflokkurinn vill að byggðar verði þrjátíu þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum, eða um þrjú þúsund félagslegar íbúðir á ári. Hvernig ætti að fjármagna það? „Við höfum talið eðlilegt að skoða að lífyeirssjóðirnir geti komið inn. Höfum líka talað um að endurreisa þurfi skattkerfið þannig að það sé sanngjarnara. Eins og við vitum eru fjármagnstekjur ekki skattlagðar með sambærilegum hætti og launatekjur. Þetta var aðskilið á tíunda áratugnum og komst til framkvæmda 1997. Við vitum að auðugt fólk í samfélaginu sem hefur helst tekjur sínar af fjármagni greiðir ekki sambærilega skatta og launafólk,“ segir oddviti Sósíalistaflokksins. Sköttum hafi því verið létt af hátekjufólki og stóreignafólki og skattbyrðin færð yfir á lág- og millitekjuhópa. Væri það þá ríkið sem ætti að byggja þessar félagslegu íbúðir og þá í samstarfi við sveitarfélögin og lífeyrissjóðina? „Ég tel eðilegt að ríkið og sveitarfélögin eigi að vinna saman að einhvers konar útfæru og setja fram áætlun um uppbyggingu hins opinbera. Þetta þykir mjög eðlililegt í löndunum í kring um okkur að hið opinbera sé í húsnæðisuppbyggingu. Bæði í fjármögnun og uppbyggingunni sjálfri. Ég tel mjög eðlilegt að það yrði gert enda vitum við hvernig húsnæðiskreppan er í dag,“ segir Sunna. Núverandi stefna bitni á fjölskyldum og börnum. „Og það er ekki hægt að halda áfram á sömu leið. Það er mjög stór hópur fólks sem býr við óöryggi í húsnæðismálum.“ Fyrir þar síðustu kjarasamninga var samið um aðkomu ríkis og sveitarfélaga að uppbyggingu hins svo kallaða almenna húsnæðiskerfis. Ríkið leggur til stofnframlög og sveitarfélögin leggja til lóðir og falla frá gatnagerðargjöldum. Frá því þetta samkomulag var gert hafa á bilinu þrjú til fjögur þúsund íbúðir verið reistar á þessum forsendum. Væri þá ekki eðlilegast að auka stofnframlög ríkisins og sveitarfélögin ryddu meira land fyrir íbúðir? „Það er ein leið sem hægt væri að skoða. En eins og við sjáum til dæmis með Keldnalandið og Keldnaholtið, það kemur inn með kjarasamningum og rætt hvernig sú uppbygging eigi að fara fram. Það var kynnt þannig að þetta ætti að vera félagsleg uppbygging og á óhagnaðardrifnum forsendum. Svo sjáum við hvernig þetta endar,“ segir Sanna. Byggingarland gangi ekki kaupum og sölum Nú væri gengið út frá því að selja mögulega að minnsta kosti hluta þessa lands til hæstbjóðenda til að fjármagna hluta samgöngusáttmálans. Það ætti því að bjóða upp hluta landsins til að fjármagna samgönguúrbætur. „Þannig að við sjáum að það er oft talað um að byggt verði á félagslegum forsendum en svo endar það í allt öðru en lagt var upp með. Við vitum auðvitað að þegar lóðir hjá sveitarfélögum eru boðnar upp til hæstbjóðanda skilar það sér út í hærra íbúðaverði til framtíðaríbúa sem munu búa í þessu húsnæði.“ Þetta væri ein afleiðing þess að búið væri að minnka skattheimtu á þá allra auðugustu sem myndaði gat hjá bæði svitarsjóðum og ríkissjóði. „Þá þurfa sveitarfélög að fjármagna sig með einhverjum hætti og eru þá farin að selja lóðir til hæstbjóðenda og treysta á það sem kallað er byggingarréttargjald. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að einhver afmarkaður hluti eigi að vera félagslegur og óhagnaðardrifinn eins núna hjá Reykjavíkurborg þar sem miðað er við fimm prósent.“ Það verði að byggja húsnæði á félagslegum forsendum. Í því samhengi hefði verið hægt að nýta Keldnalandið mun betur með því að opinberir aðilar færu beinlínis sjálfir í að byggja húnsæði. Í Reykjavík er staðan hins vegar sú að fjöldi lóða er tilbúinn til uppbyggingar en þar standa engar byggingarframkvæmdir yfir. Engin tímamörk eru að hálfu sveitarfélaga um hvenær framkvæmdir eigi að hefjast þegar lóðunum er úthlutað. „Það verður auðvitað að vinna gegn þessari braskvæðingu. Vegna þess að lóðir geta ekki verið boðnar fram í þeim tilgangi að einhver geti síðan setið á þeim vegna þess að það hagnist einhvern veginn verktökum. Að sjálfsögðu verðum við að vera með þannig kerfi það það sé verið að byggja upp húsnæði, félagslegt húsnæði. Ekki þannig að braskarar geti komið þar inn og gert það sem þeim sýnist sem bitnar síðan á almenningi,“ segir Sanna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið og velferðakerfið verði gjaldfrjáls Sósíalistar leggja einnig til gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi, gjaldfrjálst menntakerfi á framhalds- og háskólastigi og gjaldfrjálst velferðarkerfi. Þetta mun kosta gífurlegar fjárhæðir. Þið hljótið því að þurfa að meta hvernig á að auka tekjur eða skera niður til að mæta þessum kostnaði? „Ég vil byrja á að fagna því að punktur úr stefnu sósíalista er orðinn að veruleika með gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Það náðist fram einmitt núna við gerð kjarasamninga sem við teljum auðvitað vera mjög gott mál. Við höfum talað mjög lengi fyrir því að börn eigi ekki að greiða fyrir grunnþjónustu. Auðvitað er það grunnþjónusta að fá að borða í grunnskólanum.“ Sanna segir námsmenn milli steins og sleggju. Þeir geti hvorki unnið né lifað af námslánum. Laun skerði námslánin og lánin dugi ekki til framfærslu.Vísir/Vilhelm Viljið þið þá líka leggja niður öll skráningargjöld í framhalds- og háskólum? „Já, vegna þess að fjárhagur og efnahagsleg staða eiga ekki að hafa áhrif á það hvort þú getir menntað þig eða ekki. Við höfum líka talað um að skoða þurfi stöðu stúdenta og í fyrsta lagi tryggja þeim öruggt húsnæði. Þannig að þeir geti verið í öruggu húsnæði sem tekur ekki allt fjármagnið þeirra á meðan þeir eru að leitast við að mennta sig.“ Námslán víki fyrir námsstyrkjum Þá telji sósíalistar einnig eðlilegt að bjóða upp á einhvers konar námsstyrkjakerfi í stað námslánakefis. „Því það er ekki eðlilegt að nemendur komi út í skuldasúpu eftir að hafa menntað sig. Þetta getur líka verið mjög útilokandi.“ Ef þú leggur niður öll komugjöld í heilbrigðiskerfinu, öll gjöld í menntakerfinu og býður upp á námsstyrk í stað námslána ertu strax farin að tala um nokkur hundruð milljarða. Flokkur sem leggur slíkt til hlýtur að þurfa að svara hvernig eigi að fjármagna það? „Já, eins og ég segi, það verður að skattleggja fjármagnstekjur með sambærilegum hætti og launatekjur. Ef við skoðum síðasta ár og og þetta hefði verið gert, hefði ríkissjóður geta fengið aukalega fimmtíu milljarða. Það er auðvitað eðlilegt að þau sem eru aflögufær greiði til samfélagsins eins og aðrir. Það er ekki eðlegt að fólk með lægstu tekjurnar greiði stóran hluta af sínum launum í skatt á meðan allra auðugasta fólkið greiðir jafnvel ekki krónu til dæmis í útsvar af sínum fjármagnstekjum,“ segir oddviti Sósíalistaflokksins. Útsvarið færi einmitt til sveitarfélaga þar sem þetta fólk búi til að fjármagna leikskólana, grunnskólana, sundlaugar, menningarstarfsemi og snjómokstur svo dæmi væru tekin. „Þannig að það er mjög óeðlilegt að við séum með ríkt fólk sem greiðir ekki krónu til sveitarfélagsins ef það hefur tekjur sínar eingöngu af fjármagni.“ Sumir myndu segja nauðsynlegt að einhver hvati þyrfti að vera byggður inn í styrkjakerfi, eða ættu námsmenn að fá styrki tin náms án skilyrða? „Ef við horfum til Norðurlandanna þá er þetta metið eftir hverja önn. Við getum skoðað þetta og það eru að sjálfsögðu til alls konar útfærslur. Mér finnst eðlilegt að sett verði ákveðin viðmið til dæmis um hvað ljúka þurfi mörgum einingum og á hvaða hraða það er gert. En við vitum að núverandi kerfi, þar sem þú þarft að uppfylla ákveðin skilyrði, getur verið útilokandi fyrir mjög marga,“ segir Sanna. Hún segist tala af reynslu. Þegar hún var í námi hafi hún ekki getað treyst á lánakefið vegna þess að hún hafi einnig verið að vinna og verið talin hafa of miklar tekjur. Á sama tíma hafi hún verið að reyna að minnka sína vaktavinnu til að geta einbeitt sér að náminu. „Þegar maður hefur ekki bakland, hefur ekki ríka foreldra til að hjálpa manni í gegnum þetta er maður farinn að treysta á yfirdráttarheimild, sem er mjög óhagstæð. Svo er maður kannski hættur að vinna til að geta einbeitt sér að náminu og er maður farin að taka netgíró til að geta keypt í matinn. Bara til að geta menntað sig vegna þess að maður trúir á þá mýtu að maður þurfi að fara í gegnum langt nám til að hætta að vera fátækur. Það er mýtan sem ég trúði sjálf sem barn,“ segir Sanna. Lýðræðisvæðing stéttarfélaga og lífeyrissjóða Þið talið líka um að lýðræðisvæða verkalýðsfélög og lífeyrissjóði. Er það verkahring ríkisvaldins að lýðræðisvæða verkalýðsfélög, sem eru frjáls félagasamtök? „Eins og Sósíalistaflokkurinn er byggður upp þá erum við hreyfing. Við erum að tala um að efla nærsamfélagið og þáttöku í því. Lítum ekki á að við séum eingöngu að reyna að komast inn í borgarstjórn, bæjarstjórn eða inn á ríkið og þá verði allt fullkomið og gott. Það þarf náttúrlega að efla þátttöku almenings í stofnunum í kringum okkur.“ Þannig að þið eruð að stefna að áhrifum í verkalýðshreyfingunni til að lýðræðisvæða hana? „Eins og við við höfum séð með innkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu. Það er búið að vera magnað að fylgjast með henni, sósíalista. Sjá hvað verkalýðsbarátta hefur tekið miklum breytingum og hvað þetta eru miklar og jákvæðar breytingar. Við heyrum núna í verkafólki. Sjáum andlit þeirra beint. Þau eru sýnileg í kröfugöngum og við það að setja kröfur sínar á dagskrá. Rödd þeirra heyrist miklu meira,“ segir Sanna. Sanna segir þjóðina eiga að fá að greiða atkvæði um aðilda að alþjóðastofnunum eins og NATO.Vísir/Vilhelm Sósíalistaflokkurinn leggst líka gegn því að beita veggjöldum sem sumir telja vænlega leið til að flýta nauðsynlegum úrbótum á vegakerfinu. Þar er því enn einn útgjaldaliðurinn ef fara ætti hratt í miklar vegaframkvæmdir og gangnagerð án gjaldtöku. Þá tala flokkurinn um þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild Íslands að stærri alþjóðastofnunum. Sósíalistar á Íslandi hafa alla tíð verðið á móti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Er það stefna Sósíalistaflokksins að Ísland fari úr NATO? „Fyrsta skrefið, eins og stendur í stefnu okkar, er að þjóðin verði spurð. Vegna þess að hún var aldrei spurð á sínum tíma. Þannig að það er eðlilegt að leggja þetta undir þjóðina. Mér persónulega finnst að Ísland eigi að fara úr NATO. En það er ekki eðlilegt að ég ein segi til um hvernig þessu verði framhaldið. Mér finnst bara eðlilegt að þjóðin verði spurð um hennar afstöðu, hvort hún vilji vera í þessu bandalagi eða ekki,“ segir Sanna. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið algengar á Íslandi og ekki verið mikil stemming fyrir þeim á Alþingi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildina að NATO Ef þið kæmust á þing heldur þú að það yrði stemming fyrir því á þingi að kanna hug þjóðarinnar til veru Íslands í NATO? „Ég held að það fari allt eftir því hver niðurstaðan verður að afloknum þingkosningum. Ég vil taka eitt skref í einu. Núna erum við í kosninabaráttu og leggum áherslu á okkar gildi og okkar stefnumál. Við auðvitað leggjum áherslu á að Ísland geti verið öflugra í að tala fyrir friði. Vera með friðarboðskap.“ Kosningarnar leiði síðan í ljós hvaða flokkar verða á þingi og hversu stórir þeir verða þar og hvort ekki verði hægt að halda þessu samtali áfram. Sanna telur hins vegar ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) enda væri almenn sátt um hana. En sumir hægrimenn horfa meðal annars til breytinga eða uppsagnar á honum meðal annars vegna þess mikla fjölda fólks sem hingað hefur komið frá aðildarríkjum samningsins til að vinna. „Það er forvitnilegt að fá að vita hvað fólk á þá við með því. Erum við þá að tala um að loka á þá sem geta komið hingað auðveldlega til að starfa. Þjóðin og ríkisstjórnin hefur treyst á fólk sem er að flytja hingað,“ segir Sanna. Um fimm hundruð milljónir manna innan EES gætu það samkvæmt samningnum en hefðu ekki gert það. „Það er athyglivert að skoða þessi mál vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allan þennan tíma sem þessar breytingar hafa átt sér stað. Þannig að þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þar við völd hefur fólk komið hingað til lands, sem er gott og blessað, og núna er Sjálfstæðisflokkurinn allt í einu kominn með þá orðræðu að það hafi allt of margir flutt hingað.“ Það væri því ruglingslegt að hlusta á málflutning hægriaflanna um þá stöðu sem komin væri upp vegna þeirra eigin verka. Sanna segir sorglegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn reyni að kenna innflytjendum um álag á innviðina.Vísir/Vilhelm „Við sjáum núna þessa sorglegu tilraun til að draga upp þá mynd að það sé útlendingum að kenna að hér sé ekki nægt húsnæði, að innviðirnir séu sprugnir. En það eru auðvitað ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á því að hér er nægt húsnæði,“ segir Sunna. Stjórnarflokkarnir beri ábyrgð á því að hafa ekki sinnt uppbyggingu grunninnviða landsins. „Við sjáum til dæmis í skýrslu OECD talað um að ekki sé veitt nægjanlegt fjármagn til íslenskukennslu í samanburði við önnur lönd. Þetta er eitthvað sem mætti skoða fyrir þau sem vilja læra íslensku. Að það sé aðgengilegra og hægt að komast í íslenskukennslu. Þetta er dregið mjög skýrt fram í þessari skýrslum að þetta þurfi að bæta. Stjórnarseta metin á félagslegum forsendum Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem birt var á fimmtudag nýtur Sósíalistaflokkurinn fylgis 6,3 prósenta kjósenda sem gæti dugað til að komast inn á þing. Segjum sem svo að einhverja tvo flokka vanti þrjá til fjóra þingmenn og þið væruð með þá. Hvaða stóru skilyrði mynduð þið setja fyrir því að fara í ríkisstjórn? „Við erum auðvitað með sýn um að við byggjum hér upp á félagslegum forsendum. Með almannahag að leiðarljósi. Við viljum að sjálfsögðu sjá félagshyggjustjórn, vinstristjórn. Það eru okkar áherslur. Svo ég nefni bara sem dæmi um hvað sósíalistar eru ekki að fara að taka þátt í, er til dæmis að einkavæða banka. Selja Íslandsbanka.“ Þannig að þið mynduð ekki fara í ríkisstjórn sem héldi því til streitu að selja Íslandsbanka? „Nei.“ Þér tókst að koma að koma fyrst allra Sósíalistaflokknum í borgarstjórn 2018 og þar með sveitarstjórn og tókst með þér annan mann í kosningunum síðast. Ætlar þú líka að marka þann kafla í sögu Sósíalistaflokksins að þú komir honum á þing? „Já, 2018 og 2022 í borgarstjórn og núna munum við fá góðan og öflugan hóp,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudag. Samtalið Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Sanna var aðeins tuttugu og sex ára þegar henni tókst fyrstum fulltrúa Sósíalistaflokksins að ná kjöri í sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Hún hefur reynst með vinsælustu borgarfulltrúum samkvæmt könnunum og í borgarstjórnarkosningunum 2022 náði flokkurinn tveimur fulltrúum. Flokknum fataðist hins vegar flugið þegar hann reyndi að komast á þing í alþingiskosningunum 2021 undir forystu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins og formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir hefur flokkurinn sett hinn vinsæla borgarfulltrúa í forystusætið. Hún mætir alls staðar sem formenn annara flokka annars mæta, til að mynda í Samtalið hjá Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag. Þar útilokaði hún að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf þar sem það væri á stefnuskránni að halda til streitu áformum um að selja það sem eftir er af hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hugtakið þjóðnýting hefur ekki verið notað mikið í almennri stjórnmálaumræðu í áratugi en það skýtur upp kollinum í stefnuskrá Sósíalistaflokksins sem ætlar ríkisvaldinu mun víðtækara hlutverk en flestar aðrar stjórnmálahreyfingar. Það á að innkalla veiðiheimildir og „fólkið, sjómenn og fiskverkafólk“ á að móta nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Öll þjónusta hins opinbera hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu á að vera gjaldfrjáls og breyta á námslánum í námsstyrki, svo dæmi séu tekin. Sanna Magdalena Mörtudóttir er í fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir/Vilhelm „Við erum að tala um að almenningur eigi að njóta góðs af auðlindunum. Höfum til dæmis talað fyrir því að sjómenn, fiskverkafólk og almenningur móti stefnuna til lengri tíma. Vegna þess að núverandi stefna er ekki það sem almenningur er að kalla eftir. Þannig að við erum að tala um að almenningur móti stefnuna til lengri tíma. Við höfum ekkert gefið út um þjóðnýtingu, heldur að þetta sé eign almennings,“ sagði Sanna í Samtalinu. Um aldamótin lagði Samfylkingin til að farin yrði svo kölluð fyrningarleið við útdeilingu fiskveiðiheimilda og fleiri flokkar hafa tekið undir svipaða leið eftir það. En þrátt fyrir hverja nefndina á fætur annarri undanfarna áratugi undir leiðsögn margra ríkisstjórna hefur ekki náðst samstaða um kerfið, hvorki á Alþingi né meðal almennings. Þjóðin komi að breytingum á kvótakerfinu „Við tölum um allan fisk á markað og frjálsar handfæraveiðar,“ segir Sanna en að öðru leyti verði almenningur að koma að því að móta stefnuna til framtíðar. „Við vitum að þetta kerfi hefur leitt af sér mjög slæmar afleiðingar fyrir byggðirnar. Við sjáum að kvótakerfi sem sett var á með það að markmiði að vernda fiskinn hefur í raun leitt af sér kerfi sem megin þorri almennings er mjög ósáttur við,“ segir leiðtogi Sósíalistaflokksins. „Það er eðlilegt að endurskoða það kerfi. Eðlilegt að einmitt arðurinn af auðlindum fari til almennings,“ segir Sanna og minnir á að í lögum væri talað um að veiðiheimildir mættu ekki verða að óafturkræfum eignarrétti. Það þyrfti að vinda ofan af afleiðingum framsals á veiðiheimildunum. Þótt það hafi reynst Alþingi nánast ómögulegt að ná samkomulagi um nokkrar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í áratugi telur Sanna ekki ómögulegt að koma á einhvers konar þjóðfundi um breytingar. „Hvers vegna ætti það að vera erfitt,“ spyr hún. „Þegar við skoðum þessa fráfarandi ríkisstjórn og hvernig hún hefur unnið sjáum við að hún hefur ekki verið að hlusta á hag þjóðarinnar. Hún hefur ekki verið að vinna út frá hagsmunum almennings. Hún hefur í rauninni gert allt í andstöðu við það sem almenningur vill,“ segir leiðtogi Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Ekki hlustað á raddir almennings í húsnæðismálum „Almenningur vill betra húnsæðiskerfi. Hvernig hafa stjórnvöld starfað? Ekki með því að hlusta á þær raddir. Almenningur vill betra heilbrigðiskerfi. Hvernig hafa stjórnvöld starfað? Ekki með því að hlusta á þær raddir.“ Þess vegna þurfi breytingar á Alþingi og hlusta eftir vilja fólksins í landinu og stýra framþróun samfélagsins út frá því. Sanna segir stjórnvöld ekki hafa hlustað á raddir almennings í húsnæðismálum og öðrum stórum málum.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað vandamálið sem við tölum um. Það verður að breyta á Alþingi og við þurfum flokka sem geta breytt einhverju.“ Sósíalistaflokkurinn vill að orkufyrirtækin verði öll í höndum opinberra aðila og helst á höndum ríkisins ef stefnuskráin er lesin bókstaflega. Vinna þurfi að því að orkufyrirtæki sem nú þegar væru í höndum einkaaðila færist í opinbera eigu. Hvernig er hægt að afturkalla það sem einkaaðilar eiga? „Ég held við þurfum að byrja á staðnum sem við erum núna. Spyrja okkur í hvað er verið að nota orkuna. Við sjáuum að um fimm prósent af orkunni fara til heimilanna. Þannig að það er mjög lítið hlutfall. Byrjunarpunkturinn er alltaf að hugsa um í hvað þurfum við orkuna. Hvað er það mikilvægasta og hvernig ætlum við að huga að uppbyggingu hvað það varðar,“ segir Sanna. Hún dregur því heldur úr bókstaflegri stefnu Sósíalistaflokksins sem má skilja þannig að færa eigi einkarekin orkufyrirtæki undir hið opinbera. Húnsegir að almenningur eigi að njóta þess að uppbygging orkukerfisins hafi farið fram á samfélagslegum forsendum. „Þannig að það þarf að vera leiðarljósið fram á við,“ segir Sanna. Sveitarfélögin gæru átt orkufyrirtæki enda væru þau hluti af hinu opinbera. Hagsmunir einkaaðila ráði ekki orkuuppbyggingu „Það sem við erum að gagnrýna er þegar einhver einkafyrirtæki sjá hag sinn í því að koma inn á þennan markað með það eitt í augnamiði að græða á framtíðar orkuuppbyggingu. Við erum að tala um að þetta verði allt að vera á samfélagslegum forsendum.“ Nú hafa nokkrir tugir einkaaðila lýst áhuga á að reisa vindmyllugarða til orkuframleiðslu. Samkæmt núgildandi ramma um orkukosti í nýtingarflokki eru hins vegar einungis kostir á vegum Landsvirkjunar. Þannig að þið mynduð leggjast gegn því að einkaaðilar kæmust inn í slíka orkuframleiðslu? „Ef það kemur að því að tekin verði ákvörðun um vindorkuver finnst okkur eðlilegt að ræða spurningar eins og eignarhald. En fyrst þurfum við að bakka nokkur skref og spyrja hvort við þurfum á öllum þessum vindorkuverum að halda,“ segir Sanna. Komi hins vegar til þess þurfi að ræða eignarhaldið og hverjir fengju að hagnast á því. „Þetta eru allt mjög eðlilegar spurningar sem þarf að ræða í samtali við þjóðina.“ Mjög deildar meiningar hafa verið innan fráfarandi stjórnarflokka og almennt á Alþingi um jafnvel þá virkjanakosti sem nú þegar eru í nýtingarflokki. Þar má nefna Hvammsvirkjun og Búrfellslund. Mynduð þið leggjast gegn þessum kostum? „Ég held að það þurfi frekara samtal. Eins og ég segi; við höfum ekki verið inni á þingi. Við auðvitað ræðum þetta og skoðum þær forsendur sem liggja fyrir. En grunnurinn hjá okkur er alltaf í hvað erum við að nota orkuna. Fyrir hvað þurfum við orku. Síðan setjum við í forgang það sem við þurfum að nota orkuna í. Ekki að frekari uppbygging fari fram til þess að fyrirtæki geti hagnast á einhverjum framkvæmdum,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn vilji til að mynda horfa til hagsmuna byggðarlaga við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. „Því ólíkt því sem margir halda þá trúa sósíalistar því ekki að einhver ein lausn henti öllum. Við viljum ekki miðstýra, við treystum fólkinu til að koma fram með eitthvað sem myndi henta við aðstæður þess,“ segir oddviti Sósíalistaflokksins þegar hún er spurð nánar út í framtíðarútfærslur eftir að veiðiheimildir yrðu kallaðar inn. Aðstæður væru mismunandi eftir byggðarlögum og svæðum. Þannig að veiðiheimildum yrði deilt út eftir byggðarlögum? „Það gæti verið ein leið, til dæmis. En aðallega að fólkið í byggðunum fái að móta stefnuna og tala sig niður á hvernig það myndi vilja sjá þetta.“ Útgerðin hefur varið hald sitt á aflaheimildunum með öflugum hætti hingað til. Þannig að þið væruð að kalla á meiriháttar árekstur við hana ef þið ætlið að kalla allar veiðiheimildirnar inn í heilu lagi? Sanna telur sjálfgefið að það kalli á árekstra að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu.Vísir/Vilhelm „Auðvitað gerast hlutir í skrefum og auðvitað eru árekstrar í samfélaginu þegar óréttlæti er til staðar. Þannig að við getum ekki reiknað með að allt gangi rosalega vel með fiðrildum og bleikum skýjum. En þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem þarf að fara í með einhverjum hætti. Þar byrjar maður og þetta er samtal sem mér finnst eðilegt að við eigum við þjóðina. Hvernig við myndum útfæra þetta. En við vitum að núverandi leið er ekki að virka. Er ekki að færa arðinn af auðlindum til almennings. Þannig að það þurfa einhverjar breytingar að eiga sér stað,“ segir Sanna. Ríki og sveitarfélög byggi sjálf félagslegt húsnæði Sósíalistaflokkurinn vill að byggðar verði þrjátíu þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum, eða um þrjú þúsund félagslegar íbúðir á ári. Hvernig ætti að fjármagna það? „Við höfum talið eðlilegt að skoða að lífyeirssjóðirnir geti komið inn. Höfum líka talað um að endurreisa þurfi skattkerfið þannig að það sé sanngjarnara. Eins og við vitum eru fjármagnstekjur ekki skattlagðar með sambærilegum hætti og launatekjur. Þetta var aðskilið á tíunda áratugnum og komst til framkvæmda 1997. Við vitum að auðugt fólk í samfélaginu sem hefur helst tekjur sínar af fjármagni greiðir ekki sambærilega skatta og launafólk,“ segir oddviti Sósíalistaflokksins. Sköttum hafi því verið létt af hátekjufólki og stóreignafólki og skattbyrðin færð yfir á lág- og millitekjuhópa. Væri það þá ríkið sem ætti að byggja þessar félagslegu íbúðir og þá í samstarfi við sveitarfélögin og lífeyrissjóðina? „Ég tel eðilegt að ríkið og sveitarfélögin eigi að vinna saman að einhvers konar útfæru og setja fram áætlun um uppbyggingu hins opinbera. Þetta þykir mjög eðlililegt í löndunum í kring um okkur að hið opinbera sé í húsnæðisuppbyggingu. Bæði í fjármögnun og uppbyggingunni sjálfri. Ég tel mjög eðlilegt að það yrði gert enda vitum við hvernig húsnæðiskreppan er í dag,“ segir Sunna. Núverandi stefna bitni á fjölskyldum og börnum. „Og það er ekki hægt að halda áfram á sömu leið. Það er mjög stór hópur fólks sem býr við óöryggi í húsnæðismálum.“ Fyrir þar síðustu kjarasamninga var samið um aðkomu ríkis og sveitarfélaga að uppbyggingu hins svo kallaða almenna húsnæðiskerfis. Ríkið leggur til stofnframlög og sveitarfélögin leggja til lóðir og falla frá gatnagerðargjöldum. Frá því þetta samkomulag var gert hafa á bilinu þrjú til fjögur þúsund íbúðir verið reistar á þessum forsendum. Væri þá ekki eðlilegast að auka stofnframlög ríkisins og sveitarfélögin ryddu meira land fyrir íbúðir? „Það er ein leið sem hægt væri að skoða. En eins og við sjáum til dæmis með Keldnalandið og Keldnaholtið, það kemur inn með kjarasamningum og rætt hvernig sú uppbygging eigi að fara fram. Það var kynnt þannig að þetta ætti að vera félagsleg uppbygging og á óhagnaðardrifnum forsendum. Svo sjáum við hvernig þetta endar,“ segir Sanna. Byggingarland gangi ekki kaupum og sölum Nú væri gengið út frá því að selja mögulega að minnsta kosti hluta þessa lands til hæstbjóðenda til að fjármagna hluta samgöngusáttmálans. Það ætti því að bjóða upp hluta landsins til að fjármagna samgönguúrbætur. „Þannig að við sjáum að það er oft talað um að byggt verði á félagslegum forsendum en svo endar það í allt öðru en lagt var upp með. Við vitum auðvitað að þegar lóðir hjá sveitarfélögum eru boðnar upp til hæstbjóðanda skilar það sér út í hærra íbúðaverði til framtíðaríbúa sem munu búa í þessu húsnæði.“ Þetta væri ein afleiðing þess að búið væri að minnka skattheimtu á þá allra auðugustu sem myndaði gat hjá bæði svitarsjóðum og ríkissjóði. „Þá þurfa sveitarfélög að fjármagna sig með einhverjum hætti og eru þá farin að selja lóðir til hæstbjóðenda og treysta á það sem kallað er byggingarréttargjald. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að einhver afmarkaður hluti eigi að vera félagslegur og óhagnaðardrifinn eins núna hjá Reykjavíkurborg þar sem miðað er við fimm prósent.“ Það verði að byggja húsnæði á félagslegum forsendum. Í því samhengi hefði verið hægt að nýta Keldnalandið mun betur með því að opinberir aðilar færu beinlínis sjálfir í að byggja húnsæði. Í Reykjavík er staðan hins vegar sú að fjöldi lóða er tilbúinn til uppbyggingar en þar standa engar byggingarframkvæmdir yfir. Engin tímamörk eru að hálfu sveitarfélaga um hvenær framkvæmdir eigi að hefjast þegar lóðunum er úthlutað. „Það verður auðvitað að vinna gegn þessari braskvæðingu. Vegna þess að lóðir geta ekki verið boðnar fram í þeim tilgangi að einhver geti síðan setið á þeim vegna þess að það hagnist einhvern veginn verktökum. Að sjálfsögðu verðum við að vera með þannig kerfi það það sé verið að byggja upp húsnæði, félagslegt húsnæði. Ekki þannig að braskarar geti komið þar inn og gert það sem þeim sýnist sem bitnar síðan á almenningi,“ segir Sanna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið og velferðakerfið verði gjaldfrjáls Sósíalistar leggja einnig til gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi, gjaldfrjálst menntakerfi á framhalds- og háskólastigi og gjaldfrjálst velferðarkerfi. Þetta mun kosta gífurlegar fjárhæðir. Þið hljótið því að þurfa að meta hvernig á að auka tekjur eða skera niður til að mæta þessum kostnaði? „Ég vil byrja á að fagna því að punktur úr stefnu sósíalista er orðinn að veruleika með gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Það náðist fram einmitt núna við gerð kjarasamninga sem við teljum auðvitað vera mjög gott mál. Við höfum talað mjög lengi fyrir því að börn eigi ekki að greiða fyrir grunnþjónustu. Auðvitað er það grunnþjónusta að fá að borða í grunnskólanum.“ Sanna segir námsmenn milli steins og sleggju. Þeir geti hvorki unnið né lifað af námslánum. Laun skerði námslánin og lánin dugi ekki til framfærslu.Vísir/Vilhelm Viljið þið þá líka leggja niður öll skráningargjöld í framhalds- og háskólum? „Já, vegna þess að fjárhagur og efnahagsleg staða eiga ekki að hafa áhrif á það hvort þú getir menntað þig eða ekki. Við höfum líka talað um að skoða þurfi stöðu stúdenta og í fyrsta lagi tryggja þeim öruggt húsnæði. Þannig að þeir geti verið í öruggu húsnæði sem tekur ekki allt fjármagnið þeirra á meðan þeir eru að leitast við að mennta sig.“ Námslán víki fyrir námsstyrkjum Þá telji sósíalistar einnig eðlilegt að bjóða upp á einhvers konar námsstyrkjakerfi í stað námslánakefis. „Því það er ekki eðlilegt að nemendur komi út í skuldasúpu eftir að hafa menntað sig. Þetta getur líka verið mjög útilokandi.“ Ef þú leggur niður öll komugjöld í heilbrigðiskerfinu, öll gjöld í menntakerfinu og býður upp á námsstyrk í stað námslána ertu strax farin að tala um nokkur hundruð milljarða. Flokkur sem leggur slíkt til hlýtur að þurfa að svara hvernig eigi að fjármagna það? „Já, eins og ég segi, það verður að skattleggja fjármagnstekjur með sambærilegum hætti og launatekjur. Ef við skoðum síðasta ár og og þetta hefði verið gert, hefði ríkissjóður geta fengið aukalega fimmtíu milljarða. Það er auðvitað eðlilegt að þau sem eru aflögufær greiði til samfélagsins eins og aðrir. Það er ekki eðlegt að fólk með lægstu tekjurnar greiði stóran hluta af sínum launum í skatt á meðan allra auðugasta fólkið greiðir jafnvel ekki krónu til dæmis í útsvar af sínum fjármagnstekjum,“ segir oddviti Sósíalistaflokksins. Útsvarið færi einmitt til sveitarfélaga þar sem þetta fólk búi til að fjármagna leikskólana, grunnskólana, sundlaugar, menningarstarfsemi og snjómokstur svo dæmi væru tekin. „Þannig að það er mjög óeðlilegt að við séum með ríkt fólk sem greiðir ekki krónu til sveitarfélagsins ef það hefur tekjur sínar eingöngu af fjármagni.“ Sumir myndu segja nauðsynlegt að einhver hvati þyrfti að vera byggður inn í styrkjakerfi, eða ættu námsmenn að fá styrki tin náms án skilyrða? „Ef við horfum til Norðurlandanna þá er þetta metið eftir hverja önn. Við getum skoðað þetta og það eru að sjálfsögðu til alls konar útfærslur. Mér finnst eðlilegt að sett verði ákveðin viðmið til dæmis um hvað ljúka þurfi mörgum einingum og á hvaða hraða það er gert. En við vitum að núverandi kerfi, þar sem þú þarft að uppfylla ákveðin skilyrði, getur verið útilokandi fyrir mjög marga,“ segir Sanna. Hún segist tala af reynslu. Þegar hún var í námi hafi hún ekki getað treyst á lánakefið vegna þess að hún hafi einnig verið að vinna og verið talin hafa of miklar tekjur. Á sama tíma hafi hún verið að reyna að minnka sína vaktavinnu til að geta einbeitt sér að náminu. „Þegar maður hefur ekki bakland, hefur ekki ríka foreldra til að hjálpa manni í gegnum þetta er maður farinn að treysta á yfirdráttarheimild, sem er mjög óhagstæð. Svo er maður kannski hættur að vinna til að geta einbeitt sér að náminu og er maður farin að taka netgíró til að geta keypt í matinn. Bara til að geta menntað sig vegna þess að maður trúir á þá mýtu að maður þurfi að fara í gegnum langt nám til að hætta að vera fátækur. Það er mýtan sem ég trúði sjálf sem barn,“ segir Sanna. Lýðræðisvæðing stéttarfélaga og lífeyrissjóða Þið talið líka um að lýðræðisvæða verkalýðsfélög og lífeyrissjóði. Er það verkahring ríkisvaldins að lýðræðisvæða verkalýðsfélög, sem eru frjáls félagasamtök? „Eins og Sósíalistaflokkurinn er byggður upp þá erum við hreyfing. Við erum að tala um að efla nærsamfélagið og þáttöku í því. Lítum ekki á að við séum eingöngu að reyna að komast inn í borgarstjórn, bæjarstjórn eða inn á ríkið og þá verði allt fullkomið og gott. Það þarf náttúrlega að efla þátttöku almenings í stofnunum í kringum okkur.“ Þannig að þið eruð að stefna að áhrifum í verkalýðshreyfingunni til að lýðræðisvæða hana? „Eins og við við höfum séð með innkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu. Það er búið að vera magnað að fylgjast með henni, sósíalista. Sjá hvað verkalýðsbarátta hefur tekið miklum breytingum og hvað þetta eru miklar og jákvæðar breytingar. Við heyrum núna í verkafólki. Sjáum andlit þeirra beint. Þau eru sýnileg í kröfugöngum og við það að setja kröfur sínar á dagskrá. Rödd þeirra heyrist miklu meira,“ segir Sanna. Sanna segir þjóðina eiga að fá að greiða atkvæði um aðilda að alþjóðastofnunum eins og NATO.Vísir/Vilhelm Sósíalistaflokkurinn leggst líka gegn því að beita veggjöldum sem sumir telja vænlega leið til að flýta nauðsynlegum úrbótum á vegakerfinu. Þar er því enn einn útgjaldaliðurinn ef fara ætti hratt í miklar vegaframkvæmdir og gangnagerð án gjaldtöku. Þá tala flokkurinn um þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild Íslands að stærri alþjóðastofnunum. Sósíalistar á Íslandi hafa alla tíð verðið á móti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Er það stefna Sósíalistaflokksins að Ísland fari úr NATO? „Fyrsta skrefið, eins og stendur í stefnu okkar, er að þjóðin verði spurð. Vegna þess að hún var aldrei spurð á sínum tíma. Þannig að það er eðlilegt að leggja þetta undir þjóðina. Mér persónulega finnst að Ísland eigi að fara úr NATO. En það er ekki eðlilegt að ég ein segi til um hvernig þessu verði framhaldið. Mér finnst bara eðlilegt að þjóðin verði spurð um hennar afstöðu, hvort hún vilji vera í þessu bandalagi eða ekki,“ segir Sanna. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið algengar á Íslandi og ekki verið mikil stemming fyrir þeim á Alþingi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildina að NATO Ef þið kæmust á þing heldur þú að það yrði stemming fyrir því á þingi að kanna hug þjóðarinnar til veru Íslands í NATO? „Ég held að það fari allt eftir því hver niðurstaðan verður að afloknum þingkosningum. Ég vil taka eitt skref í einu. Núna erum við í kosninabaráttu og leggum áherslu á okkar gildi og okkar stefnumál. Við auðvitað leggjum áherslu á að Ísland geti verið öflugra í að tala fyrir friði. Vera með friðarboðskap.“ Kosningarnar leiði síðan í ljós hvaða flokkar verða á þingi og hversu stórir þeir verða þar og hvort ekki verði hægt að halda þessu samtali áfram. Sanna telur hins vegar ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) enda væri almenn sátt um hana. En sumir hægrimenn horfa meðal annars til breytinga eða uppsagnar á honum meðal annars vegna þess mikla fjölda fólks sem hingað hefur komið frá aðildarríkjum samningsins til að vinna. „Það er forvitnilegt að fá að vita hvað fólk á þá við með því. Erum við þá að tala um að loka á þá sem geta komið hingað auðveldlega til að starfa. Þjóðin og ríkisstjórnin hefur treyst á fólk sem er að flytja hingað,“ segir Sanna. Um fimm hundruð milljónir manna innan EES gætu það samkvæmt samningnum en hefðu ekki gert það. „Það er athyglivert að skoða þessi mál vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allan þennan tíma sem þessar breytingar hafa átt sér stað. Þannig að þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þar við völd hefur fólk komið hingað til lands, sem er gott og blessað, og núna er Sjálfstæðisflokkurinn allt í einu kominn með þá orðræðu að það hafi allt of margir flutt hingað.“ Það væri því ruglingslegt að hlusta á málflutning hægriaflanna um þá stöðu sem komin væri upp vegna þeirra eigin verka. Sanna segir sorglegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn reyni að kenna innflytjendum um álag á innviðina.Vísir/Vilhelm „Við sjáum núna þessa sorglegu tilraun til að draga upp þá mynd að það sé útlendingum að kenna að hér sé ekki nægt húsnæði, að innviðirnir séu sprugnir. En það eru auðvitað ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á því að hér er nægt húsnæði,“ segir Sunna. Stjórnarflokkarnir beri ábyrgð á því að hafa ekki sinnt uppbyggingu grunninnviða landsins. „Við sjáum til dæmis í skýrslu OECD talað um að ekki sé veitt nægjanlegt fjármagn til íslenskukennslu í samanburði við önnur lönd. Þetta er eitthvað sem mætti skoða fyrir þau sem vilja læra íslensku. Að það sé aðgengilegra og hægt að komast í íslenskukennslu. Þetta er dregið mjög skýrt fram í þessari skýrslum að þetta þurfi að bæta. Stjórnarseta metin á félagslegum forsendum Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem birt var á fimmtudag nýtur Sósíalistaflokkurinn fylgis 6,3 prósenta kjósenda sem gæti dugað til að komast inn á þing. Segjum sem svo að einhverja tvo flokka vanti þrjá til fjóra þingmenn og þið væruð með þá. Hvaða stóru skilyrði mynduð þið setja fyrir því að fara í ríkisstjórn? „Við erum auðvitað með sýn um að við byggjum hér upp á félagslegum forsendum. Með almannahag að leiðarljósi. Við viljum að sjálfsögðu sjá félagshyggjustjórn, vinstristjórn. Það eru okkar áherslur. Svo ég nefni bara sem dæmi um hvað sósíalistar eru ekki að fara að taka þátt í, er til dæmis að einkavæða banka. Selja Íslandsbanka.“ Þannig að þið mynduð ekki fara í ríkisstjórn sem héldi því til streitu að selja Íslandsbanka? „Nei.“ Þér tókst að koma að koma fyrst allra Sósíalistaflokknum í borgarstjórn 2018 og þar með sveitarstjórn og tókst með þér annan mann í kosningunum síðast. Ætlar þú líka að marka þann kafla í sögu Sósíalistaflokksins að þú komir honum á þing? „Já, 2018 og 2022 í borgarstjórn og núna munum við fá góðan og öflugan hóp,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudag.
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02
Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02
Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00