Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 15:31 Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar