Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar 13. nóvember 2024 10:15 Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans. Svar mitt um að kolefnispor þeirra eða nágrannans sé ólíklegt til að vera stóra málið vekur furðu. En hvað er þá það besta sem þú gerir fyrir loftslagið? Svarið tengist því sem mörg okkar hafa tækifæri til að gera þann 30. nóvember. En fyrst nokkrar staðreyndir. Síðustu tvö ár eru heitustu tvö ár frá upphafi mælinga og styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur sjaldan vaxið jafn hratt milli ára. Afleiðingar aukinna gróðurhúsaáhrifa eru augljósar öllum sem fylgjast með fréttum af ofsaveðri og náttúruhamförum. Það tjón sem loftslagsbreytingar valda fer vaxandi. Ef heldur sem horfir mun kostnaðurinn aukast svo mikið að hann fer að bitna á verkefnum þjóðfélaga, svo sem að tryggja velferð og gang efnahagslífsins. Loftslagsbreytingar stafa af óheftri losun gróðurhúsalofttegunda. Losunar sem er á ábyrgð ríkisstjórna og hins hnattræna hagkerfis sem hefur til skamms tíma verið að mestu knúið af bruna jarðefnaeldsneytis. Það er mergurinn málsins. Vandinn er kerfislægur og þarf að leysa á því plani. Það er vissulega gott ef við hugum að kolefnisspori okkar, en kolefnisspor einstaklinga mun ekki ráða úrslitum. Til að ná tökum á vandanum þarf hnitmiðaðar aðgerðir ríkisstjórna heimsins, sem þurfa að umbreyta hinu hnattræna efnahagskerfi svo það gangi á endurnýjanlegri orku sem ekki mengar eða veldur komandi kynslóðum tjóni. Til þess að leysa vandann þarf stjórnvöld sem þora að stíga fram og takast á við vandann án þess að kikna. Þetta er mjög stórt verkefni og skiljanlegt að sumum fallist hendur. Hér áður fyrr var algengt að viðbrögðin væru að afneita vandanum og ófáum blaðagreinum hefur verið sólundað í að draga loftslagsvísindi í efa. Á síðustu árum hafa alvarleg áhrif loftslagsbreytinga þó orðið öllum augljós og viðbrögðin færst frá hreinni afneitun í að færa ábyrgðina, eða að draga allar lausnir í efa. Það að færa ábyrgðina beinir athyglinni að kolefnisspori einstaklinga, gerir þá ábyrga fyrir losun sem þeir hafa takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á og það mun ekki leysa vandann. Það að deila um til hvaða lausna eigi að grípa er hinsvegar eðlilegt. Í lýðræðisþjóðfélagi er eðlilegt að takast á um hvaða leiðir eigi að fara til að umbylta hagkerfinu á þann hátt sem nauðsynlegt er til að leysa loftslagsvandann. Og þá komum við að því mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem er að kjósa eftir loftslagsstefnu flokka. Það er mikilvægt að við segjum frambjóðendum þess flokks sem okkur líst best á að loftslagsmál skipti okkur máli, - við viljum að þeir hafi raunhæfa stefnu í loftslagsmálum. Þá sé hægt að mæla með þeim við aðra. Og þá er einnig hægt að halda þeim við efnið að loknum kosningum. Í sumum nágrannalöndum okkar hafa loftslagsmál orðið bitbein milli hægri og vinstri afla í stjórnmálum. Það er oftast byggt á misskilningi. Loftslagsmál ná vítt yfir hið pólitíska róf. Það eru til vinstri sinnaðar lausnir á vandanum og það eru til hægri sinnaðar lausnir á vandanum. Loftslagsmál eru hvorki hægri né vinstri, þau eru einfaldlega leysanlegt vandamál og það eru ólíkar leiðir færar að markinu. Og það er stjórnmálanna að velja lausnir, - og það er okkar að kjósa flokka sem bjóða upp á þær loftslagslausnir sem okkur líst best á. Það mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsvandann á sér því stað í kjörklefanum - að kjósa þann flokk sem við treystum til að takast á við vanda sem að óbreyttu stefnir okkur og börnunum okkar í óefni. Höfundur er formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar og meðlimur Loftslagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans. Svar mitt um að kolefnispor þeirra eða nágrannans sé ólíklegt til að vera stóra málið vekur furðu. En hvað er þá það besta sem þú gerir fyrir loftslagið? Svarið tengist því sem mörg okkar hafa tækifæri til að gera þann 30. nóvember. En fyrst nokkrar staðreyndir. Síðustu tvö ár eru heitustu tvö ár frá upphafi mælinga og styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur sjaldan vaxið jafn hratt milli ára. Afleiðingar aukinna gróðurhúsaáhrifa eru augljósar öllum sem fylgjast með fréttum af ofsaveðri og náttúruhamförum. Það tjón sem loftslagsbreytingar valda fer vaxandi. Ef heldur sem horfir mun kostnaðurinn aukast svo mikið að hann fer að bitna á verkefnum þjóðfélaga, svo sem að tryggja velferð og gang efnahagslífsins. Loftslagsbreytingar stafa af óheftri losun gróðurhúsalofttegunda. Losunar sem er á ábyrgð ríkisstjórna og hins hnattræna hagkerfis sem hefur til skamms tíma verið að mestu knúið af bruna jarðefnaeldsneytis. Það er mergurinn málsins. Vandinn er kerfislægur og þarf að leysa á því plani. Það er vissulega gott ef við hugum að kolefnisspori okkar, en kolefnisspor einstaklinga mun ekki ráða úrslitum. Til að ná tökum á vandanum þarf hnitmiðaðar aðgerðir ríkisstjórna heimsins, sem þurfa að umbreyta hinu hnattræna efnahagskerfi svo það gangi á endurnýjanlegri orku sem ekki mengar eða veldur komandi kynslóðum tjóni. Til þess að leysa vandann þarf stjórnvöld sem þora að stíga fram og takast á við vandann án þess að kikna. Þetta er mjög stórt verkefni og skiljanlegt að sumum fallist hendur. Hér áður fyrr var algengt að viðbrögðin væru að afneita vandanum og ófáum blaðagreinum hefur verið sólundað í að draga loftslagsvísindi í efa. Á síðustu árum hafa alvarleg áhrif loftslagsbreytinga þó orðið öllum augljós og viðbrögðin færst frá hreinni afneitun í að færa ábyrgðina, eða að draga allar lausnir í efa. Það að færa ábyrgðina beinir athyglinni að kolefnisspori einstaklinga, gerir þá ábyrga fyrir losun sem þeir hafa takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á og það mun ekki leysa vandann. Það að deila um til hvaða lausna eigi að grípa er hinsvegar eðlilegt. Í lýðræðisþjóðfélagi er eðlilegt að takast á um hvaða leiðir eigi að fara til að umbylta hagkerfinu á þann hátt sem nauðsynlegt er til að leysa loftslagsvandann. Og þá komum við að því mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem er að kjósa eftir loftslagsstefnu flokka. Það er mikilvægt að við segjum frambjóðendum þess flokks sem okkur líst best á að loftslagsmál skipti okkur máli, - við viljum að þeir hafi raunhæfa stefnu í loftslagsmálum. Þá sé hægt að mæla með þeim við aðra. Og þá er einnig hægt að halda þeim við efnið að loknum kosningum. Í sumum nágrannalöndum okkar hafa loftslagsmál orðið bitbein milli hægri og vinstri afla í stjórnmálum. Það er oftast byggt á misskilningi. Loftslagsmál ná vítt yfir hið pólitíska róf. Það eru til vinstri sinnaðar lausnir á vandanum og það eru til hægri sinnaðar lausnir á vandanum. Loftslagsmál eru hvorki hægri né vinstri, þau eru einfaldlega leysanlegt vandamál og það eru ólíkar leiðir færar að markinu. Og það er stjórnmálanna að velja lausnir, - og það er okkar að kjósa flokka sem bjóða upp á þær loftslagslausnir sem okkur líst best á. Það mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsvandann á sér því stað í kjörklefanum - að kjósa þann flokk sem við treystum til að takast á við vanda sem að óbreyttu stefnir okkur og börnunum okkar í óefni. Höfundur er formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar og meðlimur Loftslagsráðs.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun