Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:01 Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar