Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2024 10:23 Bragi Valdimar ásamt öðrum áhugamanni um íslenskt mál, tónlistarmanninum Friðriki Ómari. Vísir/Hulda Margrét Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textamaður og íslenskufræðingur leggur til 22 íslensk heiti á hinn svokallaða „Singles' day“ þar sem verslunareigendur um heim allan bjóða misgóð tilboð í þeirri von að neytendur taki upp veskið. Dagurinn 11.11. hefur síðustu ár verið kallaður Singles’ day af sífellt fleiri verslunum og er dagurinn orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Dagurinn var upphaflega sólarhringslöng verslunarhátíð á vefverslunum í Asíu sem hefur síðan teygt anga sína hingað til lands. Nokkur hefð er komin á daginn hér á landi og fjölmargar verslanir sem bjóða misgóð tilboð á vörum sínum í tilefni dagsins. Mörgum gremst sú staðreynd að verslanir hérlendis auglýsi tilboðin í tilefni „Singles' day“ í stað þess að nota íslenskt heiti þar sem Dagur einhleypra hefur líklega oftast verið notað. Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður sem þekkir vel til í auglýsinga- og markaðsmálum auk þess að vera íslenskufræðingur, stingur niður penna í tilefni dagsins. Hann beinir orðum sínum að þeim stjórnendum verslana sem auglýsi tilboð í tilefni „Singles' day“. „Ágætu andlausu, óinnblásnu kaupahéðnar og enskuupplepjandi skransalar. Hér fáið þið fáeinar tillögur að íslenskum heitum á þennan eymingjans ellefta nóvember, dag einhleypra, sem þið kjósið raunar ítrekað og umhugsunarlaust að kalla „singles day“ – og já – sem þið megið gjarnan að óbreyttu troða þéttingsfast upp í greiðslugáttirnar á ykkur,“ segir Bragi Valdimar á Facebook. Tillögur hans má sjá að neðan en færsla hans er í töluverðri dreifingu. Margir taka undir með Braga auk þess sem fólk hefur skoðanir á því hvaða íslenska heiti ætti að festa í sessi. Eindagi Stakdægur Einidagur Dagur einmanaleikans Einsemdadægur Ógiftudagur Kaupársdagur Einkaupadagur Álausudagur Einverudagur Staklingamessa Dagur hinna einstæðu Ókvænisdagur Einsa–mall Dagurinn eini Einverjadagur Dagur einstæðinga Einhleypidagur Lausliðugramessa Einkaupadagur Skrandagur 1111 Verslun Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. 12. janúar 2024 07:47 Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51 „Höfum aldrei lent í öðru eins“ „Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember. 12. nóvember 2020 11:37 Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Vefverslunin Heimkaup jók sölu sína á netmánudegi (Cyber Monday) um 36 prósent á milli ára. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir söluna á þessum eina degi vera á við mánaðarsölu. 28. nóvember 2017 15:02 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Dagurinn 11.11. hefur síðustu ár verið kallaður Singles’ day af sífellt fleiri verslunum og er dagurinn orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Dagurinn var upphaflega sólarhringslöng verslunarhátíð á vefverslunum í Asíu sem hefur síðan teygt anga sína hingað til lands. Nokkur hefð er komin á daginn hér á landi og fjölmargar verslanir sem bjóða misgóð tilboð á vörum sínum í tilefni dagsins. Mörgum gremst sú staðreynd að verslanir hérlendis auglýsi tilboðin í tilefni „Singles' day“ í stað þess að nota íslenskt heiti þar sem Dagur einhleypra hefur líklega oftast verið notað. Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður sem þekkir vel til í auglýsinga- og markaðsmálum auk þess að vera íslenskufræðingur, stingur niður penna í tilefni dagsins. Hann beinir orðum sínum að þeim stjórnendum verslana sem auglýsi tilboð í tilefni „Singles' day“. „Ágætu andlausu, óinnblásnu kaupahéðnar og enskuupplepjandi skransalar. Hér fáið þið fáeinar tillögur að íslenskum heitum á þennan eymingjans ellefta nóvember, dag einhleypra, sem þið kjósið raunar ítrekað og umhugsunarlaust að kalla „singles day“ – og já – sem þið megið gjarnan að óbreyttu troða þéttingsfast upp í greiðslugáttirnar á ykkur,“ segir Bragi Valdimar á Facebook. Tillögur hans má sjá að neðan en færsla hans er í töluverðri dreifingu. Margir taka undir með Braga auk þess sem fólk hefur skoðanir á því hvaða íslenska heiti ætti að festa í sessi. Eindagi Stakdægur Einidagur Dagur einmanaleikans Einsemdadægur Ógiftudagur Kaupársdagur Einkaupadagur Álausudagur Einverudagur Staklingamessa Dagur hinna einstæðu Ókvænisdagur Einsa–mall Dagurinn eini Einverjadagur Dagur einstæðinga Einhleypidagur Lausliðugramessa Einkaupadagur Skrandagur 1111
Verslun Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. 12. janúar 2024 07:47 Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51 „Höfum aldrei lent í öðru eins“ „Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember. 12. nóvember 2020 11:37 Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Vefverslunin Heimkaup jók sölu sína á netmánudegi (Cyber Monday) um 36 prósent á milli ára. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir söluna á þessum eina degi vera á við mánaðarsölu. 28. nóvember 2017 15:02 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. 12. janúar 2024 07:47
Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. 12. nóvember 2021 17:51
„Höfum aldrei lent í öðru eins“ „Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember. 12. nóvember 2020 11:37
Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Vefverslunin Heimkaup jók sölu sína á netmánudegi (Cyber Monday) um 36 prósent á milli ára. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir söluna á þessum eina degi vera á við mánaðarsölu. 28. nóvember 2017 15:02