Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2024 08:47 Óðfluga styttist í verkfall lækna og lítið að frétta af gangi í kjarasamningsviðræðum, milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands. Líkurnar aukast því með hverjum deginum að rúmlega 1200 læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, neyðist til verkfallsaðgerða 25.nóvember næstkomandi, með tilheyrandi óþægindum fyrir samfélagið. En hverjar eru eiginlega meginkröfur lækna í núverandi kjarasamningsviðræðum? Í fyrsta lagi, krefjast læknar þess að fá betri vinnutíma líkt og aðrir opinberir starfsmenn með styttingu vinnuvikunnar. Í öðru lagi, krefjast læknar þess að grunnlaun þeirra verði leiðrétt í samræmi við launaþróun annarra samanburðarstétta, eftir að hafa dregist aftur úr síðustu ár. Í þriðja lagi, krefjast læknar þess að úrbætur verði gerðar á kjörum lækna á gæsluvöktum, en umbun fyrir útköllum og símtöl, alla daga og nætur ársins, er ekki í neinu samræmi við sífellt rof á eðlilegri hvíld. Í dag, endurspegla laun lækna á Íslandi engan veginn þann tíma sem menntun þeirra tekur eða ábyrgð og álag í starfi. Sívaxandi krafa samfélagsins, um heilbrigðisþjónustu án tafar og án mistaka, er farin að taka sinn toll, á sama tíma og aldrei hefur verið skilgreint hvað sé eðlilegur fjöldi sjúklinga í umsjá hvers læknis á opinberum heilbrigðisstofnum. Afleiðingarnar eru að í núverandi starfsumhverfi hafa aldrei jafnmargir læknar upplifað einkenni kulnunar, veikindafjarverur lækna náð sögulegu hámarki og erfiðlega gengur að manna lausar læknastöður á heilbrigðisstofnunum. Kröfur Læknafélags Íslands eru raunhæfar og sanngjarnar, bera vott um nýja tíma og áherslur, þar sem gerð er krafa um eðlilega hvíld fyrir unnin störf, til að tryggja velferð lækna og fjölskyldna þeirra. Allir stjórnmálaflokkar landsins verða dæmdir út frá yfirlýsingum og gjörðum í aðdraganda verkfallsins og komandi þingkosninga, þar sem heilbrigðismál á Íslandi eru aftur í fyrsta sæti yfir helstu áherslumál kjósenda. Stjórnvöld eru hvött til að stíga inní núverandi samningaviðræður og gefa samninganefnd ríksins það umboð sem þarf, til að klára nýjan kjarasamning við Læknafélag Íslands. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Óðfluga styttist í verkfall lækna og lítið að frétta af gangi í kjarasamningsviðræðum, milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands. Líkurnar aukast því með hverjum deginum að rúmlega 1200 læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, neyðist til verkfallsaðgerða 25.nóvember næstkomandi, með tilheyrandi óþægindum fyrir samfélagið. En hverjar eru eiginlega meginkröfur lækna í núverandi kjarasamningsviðræðum? Í fyrsta lagi, krefjast læknar þess að fá betri vinnutíma líkt og aðrir opinberir starfsmenn með styttingu vinnuvikunnar. Í öðru lagi, krefjast læknar þess að grunnlaun þeirra verði leiðrétt í samræmi við launaþróun annarra samanburðarstétta, eftir að hafa dregist aftur úr síðustu ár. Í þriðja lagi, krefjast læknar þess að úrbætur verði gerðar á kjörum lækna á gæsluvöktum, en umbun fyrir útköllum og símtöl, alla daga og nætur ársins, er ekki í neinu samræmi við sífellt rof á eðlilegri hvíld. Í dag, endurspegla laun lækna á Íslandi engan veginn þann tíma sem menntun þeirra tekur eða ábyrgð og álag í starfi. Sívaxandi krafa samfélagsins, um heilbrigðisþjónustu án tafar og án mistaka, er farin að taka sinn toll, á sama tíma og aldrei hefur verið skilgreint hvað sé eðlilegur fjöldi sjúklinga í umsjá hvers læknis á opinberum heilbrigðisstofnum. Afleiðingarnar eru að í núverandi starfsumhverfi hafa aldrei jafnmargir læknar upplifað einkenni kulnunar, veikindafjarverur lækna náð sögulegu hámarki og erfiðlega gengur að manna lausar læknastöður á heilbrigðisstofnunum. Kröfur Læknafélags Íslands eru raunhæfar og sanngjarnar, bera vott um nýja tíma og áherslur, þar sem gerð er krafa um eðlilega hvíld fyrir unnin störf, til að tryggja velferð lækna og fjölskyldna þeirra. Allir stjórnmálaflokkar landsins verða dæmdir út frá yfirlýsingum og gjörðum í aðdraganda verkfallsins og komandi þingkosninga, þar sem heilbrigðismál á Íslandi eru aftur í fyrsta sæti yfir helstu áherslumál kjósenda. Stjórnvöld eru hvött til að stíga inní núverandi samningaviðræður og gefa samninganefnd ríksins það umboð sem þarf, til að klára nýjan kjarasamning við Læknafélag Íslands. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun