Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 11. nóvember 2024 07:31 Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast. En hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er kennarar barnanna þinna, þetta er hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslunni, þetta er lögregluþjóninn í hverfinu og slökkviliðsmaðurinn sem bjargar þér frá húsbruna. Það er því eðlilegt að spyrja: Er þetta fólk báknið í íslensku samfélagi? Svar mitt er skýrt: Nei, opinberir starfsmenn skipta lykilmáli í að standa undir velferð og öryggi borgaranna. Það á að gera kröfur til opinberra starfsmanna, að sjálfssögðu, en að þeir þurfi að sitja undir allskonar ómaklegum árásum á sig, meðal annars frá stjórnmálamönnum, er óboðlegt. Reynsla mín af því að hafa unnið hjá Veiðimálastofnun, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, og verið ráðherra í sjö ár er sú að opinberir starfsmenn sinni vinnu sinni af alúð, væntumþykju og metnaði fyrir íslensku samfélagi. Ég held að okkur væri nær að horfa til kjaramála opinberra starfsmanna, sérlega kvennastétta eins og kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fleiri hópa. Vanmat á virði þeirra er staðreynd í íslensku samfélagi og verður að breyta. Á kjörtímabilinu sem leið voru stigin mikilvæg skref í að greina og þróa aðferðafræði um virðismat starfa. Hún á að geta skilað okkur nauðsynlegum upplýsingum og faglegum staðreyndum um kerfisbundið vanmat kvennastarfa og byggja þannig undir að leiðrétta kynbundin launamun hið snarasta. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, hægri flokkarnir, tala um að skera niður í ríkisrekstri sem þýðir fækkun opinberra starfa. „Báknið burt“, segja þau við fólkið sem sinnir almannaþjónustu og þjóna almannahagsmunum. Þannig hefur hægrið búið til strámann úr opinberum starfsmönnum. Orðið „bústólpi“ merkir stoð og stytta búsins. Ef við heimfærum það á samfélagið getum við spurt: Eru opinberir starfsmenn bákn eða bústólpi? Hugsaðu málið. Höfundur er varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast. En hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er kennarar barnanna þinna, þetta er hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslunni, þetta er lögregluþjóninn í hverfinu og slökkviliðsmaðurinn sem bjargar þér frá húsbruna. Það er því eðlilegt að spyrja: Er þetta fólk báknið í íslensku samfélagi? Svar mitt er skýrt: Nei, opinberir starfsmenn skipta lykilmáli í að standa undir velferð og öryggi borgaranna. Það á að gera kröfur til opinberra starfsmanna, að sjálfssögðu, en að þeir þurfi að sitja undir allskonar ómaklegum árásum á sig, meðal annars frá stjórnmálamönnum, er óboðlegt. Reynsla mín af því að hafa unnið hjá Veiðimálastofnun, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, og verið ráðherra í sjö ár er sú að opinberir starfsmenn sinni vinnu sinni af alúð, væntumþykju og metnaði fyrir íslensku samfélagi. Ég held að okkur væri nær að horfa til kjaramála opinberra starfsmanna, sérlega kvennastétta eins og kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fleiri hópa. Vanmat á virði þeirra er staðreynd í íslensku samfélagi og verður að breyta. Á kjörtímabilinu sem leið voru stigin mikilvæg skref í að greina og þróa aðferðafræði um virðismat starfa. Hún á að geta skilað okkur nauðsynlegum upplýsingum og faglegum staðreyndum um kerfisbundið vanmat kvennastarfa og byggja þannig undir að leiðrétta kynbundin launamun hið snarasta. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, hægri flokkarnir, tala um að skera niður í ríkisrekstri sem þýðir fækkun opinberra starfa. „Báknið burt“, segja þau við fólkið sem sinnir almannaþjónustu og þjóna almannahagsmunum. Þannig hefur hægrið búið til strámann úr opinberum starfsmönnum. Orðið „bústólpi“ merkir stoð og stytta búsins. Ef við heimfærum það á samfélagið getum við spurt: Eru opinberir starfsmenn bákn eða bústólpi? Hugsaðu málið. Höfundur er varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun