Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar 10. nóvember 2024 13:45 Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað. Við búum við skort á samkeppni hér á landi og geta markaðsráðandi öfl auðveldlega samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars héldi niðri verðlagi, enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir. Það eru stórfyrirtæki sem stjórna verðlagningunni allt frá innflutningi yfir í matarkörfuna þína. Fjöldi greininga hefur sýnt hvernig stórfyrirtæki nýta sér almennt verðbólgu til að hækka verð jafnvel þegar kostnaðarhækkanir réttlæta það ekki. Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð. Það er alveg ljóst að við þurfum að stórefla eftirlit með verðlagningu og auðvelda rannsóknir á óeðlilegum hagnaðardrifnum verðhækkunum almenningi til varnar. Það er hlutverk stjórnvalda að verja neytendur, þar þurfum við að gera miklu betur og gætum t.a.m. stigið inn með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjavörum þegar á brattann sækir. Við getum líka gert betur í samráði við verkalýðsfélög og samtök neytenda til að tryggja að launahækkanir leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana, heldur að fyrirtæki sýni sjálfsagða samfélagslega ábyrgð og ýti ekki launahækkunum út í verðlag. Matvöruverslanir sem stór hluti landsmanna treysta á, hafa í skjóli verðbólgu rakað inn milljörðum og aukið hagnað sinn svo um munar, hagnað sem endar í vösum eigenda á meðan almenningur stendur í stórræðum til að sjá sér farborða. Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu. Höfundur er frambjóðandi VG í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda. Hagnaðardrifin verðbólga er raunverulegt fyrirbæri og stafar af því þegar fyrirtæki hækka verð meira en réttlætanlegt er vegna efnahagsaðstæðna hverju sinni. Þetta þýðir einfaldlega að hveiti og kartöflur kosta meira en þörf er á vegna þess að matvöruverslanir eiga þess kost að hámarka hagnað sinn á þinn kostnað. Við búum við skort á samkeppni hér á landi og geta markaðsráðandi öfl auðveldlega samræmt verðhækkanir án mikillar samkeppni sem annars héldi niðri verðlagi, enda græða allir jafnt á því, nema almenningur. Það er ömurleg staða á verðbólgutímum að hagnaður stórfyrirtækja aukist óhóflega á kostnað almennings. Það er fólkið í landinu sem ber þungann af þessum verðhækkunum og þurfa jafnvel að safna skuldum til að halda í við verðlagshækkanir, á tímum þar sem peningar eru ógeðslega dýrir. Það eru stórfyrirtæki sem stjórna verðlagningunni allt frá innflutningi yfir í matarkörfuna þína. Fjöldi greininga hefur sýnt hvernig stórfyrirtæki nýta sér almennt verðbólgu til að hækka verð jafnvel þegar kostnaðarhækkanir réttlæta það ekki. Græðgi sem þessi grefur undan trausti almennings, græðgi sem eykur ójöfnuð. Það er alveg ljóst að við þurfum að stórefla eftirlit með verðlagningu og auðvelda rannsóknir á óeðlilegum hagnaðardrifnum verðhækkunum almenningi til varnar. Það er hlutverk stjórnvalda að verja neytendur, þar þurfum við að gera miklu betur og gætum t.a.m. stigið inn með því að setja þak á verðlagningu á nauðsynjavörum þegar á brattann sækir. Við getum líka gert betur í samráði við verkalýðsfélög og samtök neytenda til að tryggja að launahækkanir leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana, heldur að fyrirtæki sýni sjálfsagða samfélagslega ábyrgð og ýti ekki launahækkunum út í verðlag. Matvöruverslanir sem stór hluti landsmanna treysta á, hafa í skjóli verðbólgu rakað inn milljörðum og aukið hagnað sinn svo um munar, hagnað sem endar í vösum eigenda á meðan almenningur stendur í stórræðum til að sjá sér farborða. Svona viljum við ekki hafa þetta. Græðgi er skýrasta birtingarmynd vár kapítalismans, þar sem auðstéttin ræður ferðinni og almenningur ber byrðarnar. Hagnaður sem skapast á kostnað vinnandi fólks ætti að renna aftur til samfélagsins, ekki í vasa auðjöfra sem hlýja sér á verðbólgubálinu. Höfundur er frambjóðandi VG í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun