Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. nóvember 2024 13:32 Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri. Þetta er hans sjálfgefni réttur hér hjá okkur, en ekki alls staðar. Hitt er svo annað mál, að hvorki hann né aðrir hafa rétt á að afmynda sannleika og staðreyndir með því að slíta mikilvæg atriði úr réttu samhengi - tímasambandi eða málefnalegu sambandi - eins og hann hefur stundað í stórum stíl og gerir aftur hér í dag, til að reyna að búa til þá mynd af stöðu mála, sannleikanum, sem honum þóknast eða er fenginn til. Ranga mynd eða falsmynd. Í dag skrifar Hjörtur J. grein undir fyrirsögninni „Vilja miklu stærra bákn“, þar sem hann reynir að villa um fyrir lesendum með því að slíta staðreyndir úr réttu tímasambandi og tengja þær svo saman a la Hjörtur J. Auðvitað er hann þarna að draga upp afbakakaða eða falska mynd. Hjörtur byggir sinn málflutning fyrir því, að Viðreisn vilja „stækka báknið“ á Íslandi - sem auðvitað er fjarstæða, Viðreisn er fremst í flokki þeirra stjórnmálafla, sem vilja með öllum skynsamlegum hætti, og innan velferðarrammans, minnka báknið - á einhverju mati, úttekt og stöðutöku mála frá 2009, 2011 og 2013. Í dag renna lokavikur ársins 2024, 2025 er handan við hornið, eins og allir vita. Mikið eða flest af því, sem var, fyrir 15 árum er löngu breytt og á á flestan eða allan hátt ekki lengur við. Þetta er þekkt aðferðafræði ýmissa afla, sérstaklega ákveðinna afla á hægri-hægri kantinum, að rjúfa tíma-, atburða- eða stöðu samhengi hluta, og raða svo þessum hlutum saman að eigin vild, til að breyta mynd og villa um fyrir mönnum, án þess að ljúga beint. Þessi málflutningur hlutasannleika er fyrir mér jafnvel verri en hrein ósannindi, því menn geta betur áttað og varð sig á þeim. Sérfræðing í þessari aðferðafræði mætti telja nývalinn forseti BNA, Donald Trump, sem reyndar gengur enn lengra, því hann skirrist ekki við að ýkja eða ljúga beint. Það kæmi mér ekki á óvart, að Hjörtur J. hafi glaðst nokkuð, fyllst gleði í hjarta sínu, þegar úrslit forsetakoaninganna í BNA lágu fyrir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri. Þetta er hans sjálfgefni réttur hér hjá okkur, en ekki alls staðar. Hitt er svo annað mál, að hvorki hann né aðrir hafa rétt á að afmynda sannleika og staðreyndir með því að slíta mikilvæg atriði úr réttu samhengi - tímasambandi eða málefnalegu sambandi - eins og hann hefur stundað í stórum stíl og gerir aftur hér í dag, til að reyna að búa til þá mynd af stöðu mála, sannleikanum, sem honum þóknast eða er fenginn til. Ranga mynd eða falsmynd. Í dag skrifar Hjörtur J. grein undir fyrirsögninni „Vilja miklu stærra bákn“, þar sem hann reynir að villa um fyrir lesendum með því að slíta staðreyndir úr réttu tímasambandi og tengja þær svo saman a la Hjörtur J. Auðvitað er hann þarna að draga upp afbakakaða eða falska mynd. Hjörtur byggir sinn málflutning fyrir því, að Viðreisn vilja „stækka báknið“ á Íslandi - sem auðvitað er fjarstæða, Viðreisn er fremst í flokki þeirra stjórnmálafla, sem vilja með öllum skynsamlegum hætti, og innan velferðarrammans, minnka báknið - á einhverju mati, úttekt og stöðutöku mála frá 2009, 2011 og 2013. Í dag renna lokavikur ársins 2024, 2025 er handan við hornið, eins og allir vita. Mikið eða flest af því, sem var, fyrir 15 árum er löngu breytt og á á flestan eða allan hátt ekki lengur við. Þetta er þekkt aðferðafræði ýmissa afla, sérstaklega ákveðinna afla á hægri-hægri kantinum, að rjúfa tíma-, atburða- eða stöðu samhengi hluta, og raða svo þessum hlutum saman að eigin vild, til að breyta mynd og villa um fyrir mönnum, án þess að ljúga beint. Þessi málflutningur hlutasannleika er fyrir mér jafnvel verri en hrein ósannindi, því menn geta betur áttað og varð sig á þeim. Sérfræðing í þessari aðferðafræði mætti telja nývalinn forseti BNA, Donald Trump, sem reyndar gengur enn lengra, því hann skirrist ekki við að ýkja eða ljúga beint. Það kæmi mér ekki á óvart, að Hjörtur J. hafi glaðst nokkuð, fyllst gleði í hjarta sínu, þegar úrslit forsetakoaninganna í BNA lágu fyrir. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar