Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Lionel Messi svekkir sig eftir óvænt tap Inter Miami á móti Atlanta United í nótt. Getty/Megan Briggs Deildarmeistarar Inter Miami eru óvænt úr leik í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í fótbolta eftir 3-2 tap á móti Atlanta United í oddaleik í nótt. Dagur Dan Þórhallsson komst hins vegar áfram með Orlando City en missti vegna taps Inter af tækifærinu á því að mæta Messi. Þetta var þriðji leikur Inter Miami og Atlanta United en bæði lið höfðu unnið sitthvorn 2-1 sigurinn í fyrri leikjum. Inter varð deildarmeistari með sannfærandi hætti og þetta eru því ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppni MLS. Lionel Messi virtist þó hafa bjargað Inter liðinu þegar hann jafnaði metin í 2-2 en Atlanta United tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum deildanna með marki Bartosz Slisz á 76. mínútu. Atlanta skoraði sigurmarkið á meðan varnarmaður Inter lá í vítateignum og liðsfélegar hans sóttust eftir því að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og Atlanta United refsaði þeim hinum megin á vellinum. Matías Rojas kom Miami yfir í leiknum á 17. mínútu en Atlanta svaraði með tveimur mörkum frá Jamal Thiaré á næstu fjórum mínútum. Messi jafnaði metin á 65. mínútu en sigurmakrið kom ellefu mínútum síðar. Inter Miami var með yfir þrjú í xG (áætluð mörk), var 64 prósent með boltann og reyndi 25 skot að marki Atlanta. Allt kom fyrir ekki og tímabilið er á enda hjá Messi og félögum. Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City komust áfram úr sínu einvígi en þurftu vítakeppni til að vinna Charlotte. Bæði lið höfðu unnið einn leik hvort fyrir þennan oddaleik. Dagur Dan var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu. Charlotte komst yfir á 81. mínútu en Facundo Torres jafnaði metin fyrir Orlando á tólftu mínútu í uppbótatíma þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Orlando menn nýttu allar fjórar vítaspyrnur sínar í vítakeppninni en Charlotte klikkaði á tveimur fyrstu sínum og fékk á endanum aðeins að taka þrjár spyrnur því úrslitin voru ráðin. Orlando City mætir Atlanta United í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Inter Miami og Atlanta United en bæði lið höfðu unnið sitthvorn 2-1 sigurinn í fyrri leikjum. Inter varð deildarmeistari með sannfærandi hætti og þetta eru því ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppni MLS. Lionel Messi virtist þó hafa bjargað Inter liðinu þegar hann jafnaði metin í 2-2 en Atlanta United tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum deildanna með marki Bartosz Slisz á 76. mínútu. Atlanta skoraði sigurmarkið á meðan varnarmaður Inter lá í vítateignum og liðsfélegar hans sóttust eftir því að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og Atlanta United refsaði þeim hinum megin á vellinum. Matías Rojas kom Miami yfir í leiknum á 17. mínútu en Atlanta svaraði með tveimur mörkum frá Jamal Thiaré á næstu fjórum mínútum. Messi jafnaði metin á 65. mínútu en sigurmakrið kom ellefu mínútum síðar. Inter Miami var með yfir þrjú í xG (áætluð mörk), var 64 prósent með boltann og reyndi 25 skot að marki Atlanta. Allt kom fyrir ekki og tímabilið er á enda hjá Messi og félögum. Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City komust áfram úr sínu einvígi en þurftu vítakeppni til að vinna Charlotte. Bæði lið höfðu unnið einn leik hvort fyrir þennan oddaleik. Dagur Dan var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu. Charlotte komst yfir á 81. mínútu en Facundo Torres jafnaði metin fyrir Orlando á tólftu mínútu í uppbótatíma þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Orlando menn nýttu allar fjórar vítaspyrnur sínar í vítakeppninni en Charlotte klikkaði á tveimur fyrstu sínum og fékk á endanum aðeins að taka þrjár spyrnur því úrslitin voru ráðin. Orlando City mætir Atlanta United í undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira