Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 9. nóvember 2024 10:31 Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna. Þar eru leikskólakennarar lykilpersónur. Leikskólakennarar eru nefnilega sérfræðingar í uppeldi- og menntun barna. Þeir hafa í sínu fimm ára námi lært margvíslegar aðferðir og leiðir til að efla og styrkja margþættan þroska barna í gegn um leik og skapandi starf þar sem áhugi barna er leiðarljósið. Það er ekkert einfalt við það þegar litið er á börn sem ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og áhugamál eins og gert er í leikskólum. Þar er umhverfi og aðbúnaður skipulagður með þarfir barna í huga sem og aðferðir og leiðir sem hæfa hverju barni sem mest og best. Leikskólar eru gríðarlega mikilvægt jöfnunartæki. Þar er börnum með mismunandi félagslegan bakgrunn, börnum sem eiga íslensku sem annað mál, börnum sem eru með stoðþarfir og svo mætti áfram telja mætt á eigin forsendum. Alltaf er markmiðið að styðja við alhliða þroska og líðan svo þau upplifi sig sem hluta af hópi, að þau tilheyri og finni sig í samfélagi sem tekur örum breytingum. Leikskólar eru einnig afar mikilvægir fyrir fjölskylduvænt samfélag og jafnrétti. Þeir sjá til þess að foreldrar geti reitt sig á úrvals aðstæður barna sinna meðan þeir sjálfir sinna námi og störfum. Í erli dagsins viti þau af þeim á þroskandi stað umvafin hlýju og nærandi umhverfi góðs fagfólks. Leikskólar gera þannig foreldrum kleift að vinna úti eða vera í námi og það er gríðarlega mikilvægt kvenfrelsismál. Ég sé það daglega í mínu starfi sem leikskólastýra hve mikilvæg starfsemi leikskóla er. Foreldrar gera að sjálfsögðu kröfur á starfsemi leikskóla og það gerir starfsfólkið einnig sjálft. Það sýnir ást og umhyggju foreldra til handa barna sinna hve umhugað þeim er um starfsemi leikskóla og þá sýn að aðeins það besta sé nógu gott. Um leið skín áhugi og vilji starfsfólks í gegn um allt starf leikskólans sem stöðugt vinnur við að gera hann að mögnuðum, áhugaverðum, skemmtilegum ævintýrastað þar sem öll börn fái notið bernsku sinnar eins og best verður á kosið. Saman gerum við öll; börn, starfsfólk og foreldrar, leikskólann að þeim frábæra sem hann er. Ég er svo lánsöm að búa í sveitarfélagi þar sem fleiri afar góðir leikskólar starfa. Leikskólar sem horft er til þegar rætt er um framúrskarandi skólastarf og þar sem ríkir mikill metnaður og vilji til að gera stöðugt betur. Það er því mikilvægt að sanngjarnir samningar náist í kjaradeilu kennara svo börnin okkar allra fái áfram og enn betur notið góðra uppeldis- og menntaskilyrða innan um fagmenntað starfsfólk sem hlúir að því dýrmætasta sem við eigum. Höfundur er leikskólastýra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna. Þar eru leikskólakennarar lykilpersónur. Leikskólakennarar eru nefnilega sérfræðingar í uppeldi- og menntun barna. Þeir hafa í sínu fimm ára námi lært margvíslegar aðferðir og leiðir til að efla og styrkja margþættan þroska barna í gegn um leik og skapandi starf þar sem áhugi barna er leiðarljósið. Það er ekkert einfalt við það þegar litið er á börn sem ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og áhugamál eins og gert er í leikskólum. Þar er umhverfi og aðbúnaður skipulagður með þarfir barna í huga sem og aðferðir og leiðir sem hæfa hverju barni sem mest og best. Leikskólar eru gríðarlega mikilvægt jöfnunartæki. Þar er börnum með mismunandi félagslegan bakgrunn, börnum sem eiga íslensku sem annað mál, börnum sem eru með stoðþarfir og svo mætti áfram telja mætt á eigin forsendum. Alltaf er markmiðið að styðja við alhliða þroska og líðan svo þau upplifi sig sem hluta af hópi, að þau tilheyri og finni sig í samfélagi sem tekur örum breytingum. Leikskólar eru einnig afar mikilvægir fyrir fjölskylduvænt samfélag og jafnrétti. Þeir sjá til þess að foreldrar geti reitt sig á úrvals aðstæður barna sinna meðan þeir sjálfir sinna námi og störfum. Í erli dagsins viti þau af þeim á þroskandi stað umvafin hlýju og nærandi umhverfi góðs fagfólks. Leikskólar gera þannig foreldrum kleift að vinna úti eða vera í námi og það er gríðarlega mikilvægt kvenfrelsismál. Ég sé það daglega í mínu starfi sem leikskólastýra hve mikilvæg starfsemi leikskóla er. Foreldrar gera að sjálfsögðu kröfur á starfsemi leikskóla og það gerir starfsfólkið einnig sjálft. Það sýnir ást og umhyggju foreldra til handa barna sinna hve umhugað þeim er um starfsemi leikskóla og þá sýn að aðeins það besta sé nógu gott. Um leið skín áhugi og vilji starfsfólks í gegn um allt starf leikskólans sem stöðugt vinnur við að gera hann að mögnuðum, áhugaverðum, skemmtilegum ævintýrastað þar sem öll börn fái notið bernsku sinnar eins og best verður á kosið. Saman gerum við öll; börn, starfsfólk og foreldrar, leikskólann að þeim frábæra sem hann er. Ég er svo lánsöm að búa í sveitarfélagi þar sem fleiri afar góðir leikskólar starfa. Leikskólar sem horft er til þegar rætt er um framúrskarandi skólastarf og þar sem ríkir mikill metnaður og vilji til að gera stöðugt betur. Það er því mikilvægt að sanngjarnir samningar náist í kjaradeilu kennara svo börnin okkar allra fái áfram og enn betur notið góðra uppeldis- og menntaskilyrða innan um fagmenntað starfsfólk sem hlúir að því dýrmætasta sem við eigum. Höfundur er leikskólastýra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun