Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:47 Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Þurfum við að hugsa skólakerfið uppá nýtt? Fræðsluskylda í stað skólaskyldu í efri bekkjum grunnskóla, er það raunhæft?. Já ég sé það sem mikið tækifæri í átt til jákvæðra breytinga. Hugsið ykkur! Þá geta krakkar ráðið því hvort þau mæta í skóla eða læra heima hjá sér með sínum hraða. Ég sé fyrir mér að kennslan fari fram á Netinu fyrir þá sem þess óska. Börnin geta lært á sínum hraða og áhuga. Þau geta valið sér kennara og námsefni. Búseta skiptir þarna engu máli. Hægt verður að sníða nám/fræðslu eftir einstaklingi. Öll erum við einstök og höfum hæfileika á misjöfnum sviðum. Sumir eru hópsálir aðrir einfarar. Ef við hugsum menntakerfið upp á nýtt með því að koma fræðslu út úr kennslustofunni þá stígum við mikilvæg skref inní framtíðina. Það þrífast ekki allir í þessum ramma sem kennslustofan er. Oft erum við að búa til vandmál þegar allir eru settir inní sama kassann, undir sömu kröfur, vitandi það að við erum misjöfn með mismunandi þarfir og hæfileika. Útkoman getur aldrei verið góð. Fangelsin eru kannski full af fólki sem ekki fékk tækifæri innan skólakerfisins? Þess vegna er komin tími til að hugsa út fyrir kassann, nota nútíma tækni sem Internetið er og gefa skólaskylduna upp á bátinn. Þetta myndi verða mikill léttir fyrir mörg heimili t.d. þarf ekki að argast í krökkunum að vakna fyrir allar aldir eða klára heimanámið á kvöldin. Þetta yrði mikill léttir fyrir kennara t.d. að losna við ólátabelgina sem hafa aldrei passað inní kennslustofuna, fyrir utan hversu miklu skemmtilegri kennsla það yrði fyrir kennara að fá að losna undan uppeldishlutverkinu sem þeir eru komnir í, í kennslustofunni. Þetta yrði líka mikill léttir fyrir marga krakka því þeim líður illa í stórum hóp, vinna best í einrúmi eða með fáum. Svo má ekki heldur gleyma því að sumum hentar einfaldlega ekki að vakna fyrr en undir hádegi og vinna best á kvöldin og á nóttunni. Og trúið mér, það eldist ekki af fólki! Einnig væri hægt að koma inn meiri verkmenntun og leyfa krökkum til dæmis að vinna með foreldrum sínum á vinnustað og ýta þannig undir það að við lærum með því að gera. Við þurfum að horfa meira á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og ýta undir það, frekar en veikleikana. Þannig að ef við innleiðum fræðsluskyldu í stað skólaskyldu, myndi það hafa gífurlega jákvæð áhrif á einstaklinginn og allt samfélagið þegar upp er staðið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frumkvöðull og er frambjóðandi hjá Lýðræðisflokknum, 3. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Þurfum við að hugsa skólakerfið uppá nýtt? Fræðsluskylda í stað skólaskyldu í efri bekkjum grunnskóla, er það raunhæft?. Já ég sé það sem mikið tækifæri í átt til jákvæðra breytinga. Hugsið ykkur! Þá geta krakkar ráðið því hvort þau mæta í skóla eða læra heima hjá sér með sínum hraða. Ég sé fyrir mér að kennslan fari fram á Netinu fyrir þá sem þess óska. Börnin geta lært á sínum hraða og áhuga. Þau geta valið sér kennara og námsefni. Búseta skiptir þarna engu máli. Hægt verður að sníða nám/fræðslu eftir einstaklingi. Öll erum við einstök og höfum hæfileika á misjöfnum sviðum. Sumir eru hópsálir aðrir einfarar. Ef við hugsum menntakerfið upp á nýtt með því að koma fræðslu út úr kennslustofunni þá stígum við mikilvæg skref inní framtíðina. Það þrífast ekki allir í þessum ramma sem kennslustofan er. Oft erum við að búa til vandmál þegar allir eru settir inní sama kassann, undir sömu kröfur, vitandi það að við erum misjöfn með mismunandi þarfir og hæfileika. Útkoman getur aldrei verið góð. Fangelsin eru kannski full af fólki sem ekki fékk tækifæri innan skólakerfisins? Þess vegna er komin tími til að hugsa út fyrir kassann, nota nútíma tækni sem Internetið er og gefa skólaskylduna upp á bátinn. Þetta myndi verða mikill léttir fyrir mörg heimili t.d. þarf ekki að argast í krökkunum að vakna fyrir allar aldir eða klára heimanámið á kvöldin. Þetta yrði mikill léttir fyrir kennara t.d. að losna við ólátabelgina sem hafa aldrei passað inní kennslustofuna, fyrir utan hversu miklu skemmtilegri kennsla það yrði fyrir kennara að fá að losna undan uppeldishlutverkinu sem þeir eru komnir í, í kennslustofunni. Þetta yrði líka mikill léttir fyrir marga krakka því þeim líður illa í stórum hóp, vinna best í einrúmi eða með fáum. Svo má ekki heldur gleyma því að sumum hentar einfaldlega ekki að vakna fyrr en undir hádegi og vinna best á kvöldin og á nóttunni. Og trúið mér, það eldist ekki af fólki! Einnig væri hægt að koma inn meiri verkmenntun og leyfa krökkum til dæmis að vinna með foreldrum sínum á vinnustað og ýta þannig undir það að við lærum með því að gera. Við þurfum að horfa meira á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og ýta undir það, frekar en veikleikana. Þannig að ef við innleiðum fræðsluskyldu í stað skólaskyldu, myndi það hafa gífurlega jákvæð áhrif á einstaklinginn og allt samfélagið þegar upp er staðið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frumkvöðull og er frambjóðandi hjá Lýðræðisflokknum, 3. sæti í Reykjavík suður.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun