Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar 8. nóvember 2024 10:02 Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar