Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar 8. nóvember 2024 09:32 Ég hef starfað sem bæði launþegi og verktaki á Íslandi frá 2019. Allan þann tíma hef ég fengið endurskoðendur til að telja fram til skatts fyrir mig árlega, aðallega vegna þess að það er flóknara að telja fram sem verktaki en líka vegna þess að ég vil vera viss um að hafa allt á hreinu og í samræmi við lög og reglur. Þá er betra að fá sérfræðinga í verkið þannig að ég geti frekar einbeitt mér að þeim verkefnum sem ég hef sérhæft mig í. Skatturinn skellir skuldinni… Verktakan hefur reyndar bara verið lítið hlutastarf samhliða 80% starfi sem launþegi. Nýlega fékk ég kröfu í heimabankann frá lífeyrissjóði sem ég hafði aldrei heyrt um eða átt í nokkrum viðskiptum við. Krafan var með eindaga 10. janúar sl., marga mánuði aftur í tímann, og dráttarvöxtum reiknuðum frá þeim degi. En hún kom fyrst í heimabankann hjá mér 10. október. Ég reyndi að finna upplýsingar um hvaða krafa þetta væri í rafrænum skjölum í heimabankanum. Þar var ekkert. Svo skoðaði ég pósthólfið á Ísland.is. Þar var ekkert. Loks skráði ég mig inn á þjónustuvef Skattsins en þar var ekkert heldur. Mig grunaði þó fljótt að þetta tengdist Skattinum því ég hef áður fengið fyrirvaralausar kröfur þaðan á síðustu árum, en aldrei fyrr neina með eindaga langt aftur í tímann. Það var nýjung. Ég hafði samband við þennan lífeyrissjóð sem sendi mér kröfuna til að biðja þau að afturkalla hana við fyrsta tækifæri, enda hefði ég ekkert með sjóðinn að gera. Starfsmaður sjóðsins svaraði að krafan væri tilkomin í kjölfar samkeyrslu álagningarskrár Ríkisskattstjóra við gögn frá lífeyrissjóðum landsins og að samkvæmt henni væru vangreidd iðgjöld í lífeyrissjóð vegna tekna á minni kennitölu. Skatturinn hefði falið sjóðnum að innheimta þessi iðgjöld. Í svarinu stóð einnig: Þar sem um er að ræða lögbundin gjöld sem greiðandi ber sjálfur ábyrgð á er hvorki hægt að semja um né fella niður áfallna vexti. Þetta kom mér á óvart enda kynnti ég mér reglur um skattskil af verktöku við flutning til landsins 2019 og spurði m.a. um lífeyrisgreiðslur. Þá fékk ég að vita að lífeyrisgreiðslur af launþegavinnunni nægðu til að dekka skyldugreiðslur í lífeyrissjóð og ekki þyrfti sérstakar ráðstafanir vegna verktöku. Hvar fékk ég þær upplýsingar? Því miður man ég það ekki lengur enda fimm ár liðin síðan. Eins og ég nefndi hér í upphafi fékk ég líka endurskoðendur til að telja fram fyrir mig strax þá, m.a. til þess að hafa skattskilin örugglega skv. lögum og reglum. Það eina sem ég veit er að þú átt að borga Næst hringdi ég í Skattinn til að spyrja um kröfuna. Starfsmaðurinn sagði það sama og lífeyrissjóðurinn, að þetta væru lögbundin gjöld sem mér bæri að greiða og að ég hefði átt að vita það. Hann hafði ekki skýringar á hvers vegna ég fengi slíka kröfu fyrst núna eftir að hafa unnið sama fyrirkomulag sem launþegi og verktaki í rúm fimm ár en sagði þó: „Kannski hafa reglur breyst. Kannski erum við í sérstöku átaki varðandi þessar greiðslur núna.“ Hann bætti við að kannski þyrftu þau að fara í saumana á fyrri árum hjá mér líka til að rukka fyrir þau, sem virkaði eins og óbein hótun. Þessi svör hjálpuðu ekki en ég þakkaði starfsmanninum fyrir og kvaddi. Síðan þá hef ég verið að brjóta heilann um hvað ég var eiginlega að þakka honum fyrir en er ekki enn kominn að niðurstöðu. Mér fannst svör starfsmannsins einkennast af hroka og langaði að segja við hann: „Þú ert í þjónustustarfi og talar ekki niður til notenda.“ Ég hélt þó aftur af mér en þessu er hér með komið á framfæri. Eftir þetta spurði ég út í tómið á Facebook hvort það væri löglegt að senda fólki kröfur með eindaga langt aftur í tímann og hvort þetta væri eðlileg upplýsingagjöf frá ríkisstofnun. Vinur minn sem er lögfræðingur svaraði að ekki væri hægt að senda kröfu með eindaga aftur í tímann með vísan í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um dráttarvexti: Nú er ekki samið um gjalddaga kröfu og er þá heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Sé greiðslukrafan sett fram á mánaðardegi sem ekki er til í næsta mánuði skal skuldari greiða dráttarvexti frá og með síðasta degi þess mánaðar. Dagdraumar um internetið Ég vísaði í sömu lagagrein þegar ég svaraði lífeyrissjóðnum og fékk þá til baka eftirfarandi svar frá sjóðnum: Með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda skal iðgjaldagreiðslutímabil eigi vera lengra en mánuður og skal gjalddagi vera tíunda næsta mánaðar. Reglur um umsemjanlega gjalddaga koma því ekki til skoðunar hér. Vísast þannig til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu þar sem segir að hafi gjalddagi verið fyrirfram ákveðinn sé kröfuhafa heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast af ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi. Þar sem að um lífeyrissjóðsgjöld er að ræða er krafa frá lífeyrissjóði ekki skilyrði þess að slíkum iðgjöldum sé skilað, enda er undanfari kröfu lífeyrissjóðs ávallt skilagrein frá launagreiðanda/verktaka sem á hvílir frumkvæðisskylda til skila gjaldanna. Það að vanskilin komi fyrst í ljós við lögbundið eftirlit Ríkisskattstjóra með iðgjaldaskilum leiðir ekki til þess að þér sé þar með veittur tíu mánaða greiðslufrestur án vaxta. Þarna gafst ég upp á að standa í meira stappi út af þessu máli og greiddi kröfuna með óbragð í munni. Tveimur vikum eftir að ég fékk kröfuna barst mér síðan bréf í bréfpósti frá lífeyrissjóðnum með upplýsingum um hana. Of lítið og of seint. Þegar ég heyrði bréfið detta inn um bréfalúguna sat ég í stól heima, starandi út í loftið og djúpt sokkinn í framúrstefnulegar hugsanir: „Mikið væri gott ef mannkynið gæti fundið upp eitthvað svona … internet … og maður gæti bara fengið upplýsingar fljótt og örugglega … rafrænt … og þyrfti ekki alltaf að hringja og spyrja eða bíða eftir bréfberanum á meðan dráttarvextirnir hlaðast upp. Æ, ég er aftur kominn í dagdrauma … verð að halda mig við veruleikann. Best að gá hvað var að koma inn um lúguna.“ Endurskoðandi, lögfræðingur og sálfræðingur Í sálfræðitíma í vikunni á eftir nefndi ég þessa óvæntu kröfu frá Skattinum og samskiptin sem fylgdu sem dæmi um nýlegan streituvald. Sálfræðingurinn sagði að ég væri þriðji skjólstæðingurinn bara þann daginn sem kvartaði undan Skattinum og furðaði sig á vinnubrögðunum. Kannski er meginmarkmið Skattsins að skapa meiri vinnu fyrir sálfræðinga landsins. Reyndar hugsaði ég eftir tímann að líklega þyrfti ég að ráða lögfræðing og sálfræðing í fasta vinnu bara vegna samskipta við Skattinn því endurskoðandi dygði greinilega ekki til. Vegna lítils hlutastarfs í verktöku … allt eðlilegt hér. Ég sendi endurskoðandanum póst til að spyrja hvort hún kannaðist við þessa greiðsluskyldu af verktakavinnunni. Hún svaraði: Mér þykir leitt ef ég hef ekki verið skýr með það að það eigi að greiða í lífeyrissjóð af öllum launum. Það hefur hins vegar verið þannig að þegar rekstraraðilar eru með rekstur hefur verið gert ráð fyrir reiknuðu endurgjaldi vegna teknanna, sérstaklega þegar um hagnað er að ræða, og líklega hefur Söfnunarsjóðurinn eða skatturinn ekki verið að eltast við minni aðila, því hingað til hefur það ekki verið innheimt. Nú hins vegar virðist vera átak í þessu því það eru mjög margir að fá þessa rukkun. Hér er rétt að taka fram að þessi endurskoðandi taldi í fyrsta sinn fram fyrir mig á þessu ári, fyrri ár frá 2020 sá önnur stofa um verkið, en hvorug þeirra minntist á lífeyrisiðgjaldagreiðsluskylduna. Þetta var hins vegar kurteislegt svar við fyrirspurninni sem ég tók sem gott og gilt ólíkt svörum Skattsins (og lífeyrissjóðsins). Er góð notendaupplifun einkamál einkageirans? Á þessum fimm árum sem ég hef starfað sem verktaki hér á landi hef ég þó nokkrum sinnum leitað svara hjá Skattinum og of oft fengið ólík svör um sömu atriði eftir því hvaða starfsmann ég tala við. Til dæmis vegna innheimtu tekjuskatts (reiknast sem skuld á álagningarseðli), sem í verktöku fer fram árið eftir (ekki dregið beint af launum mánaðarlega jafnóðum eins og hjá launþegum, nema að um annað sé samið sérstaklega). Sum árin frá 2020 hefur Skatturinn sent mér kröfu í heimabanka mánaðarlega á seinni hluta árs eftir að niðurstaða álagningar liggur fyrir. Kröfurnar hafa þá alltaf komið inn með eindaga samdægurs, sem þýddi að ef ég vildi losna við dráttarvexti hefði ég þurft að vakta heimabankann nær daglega, því aldrei var nein regla á hvaða dag mánaðarins kröfurnar komu. Ég spurði Skattinn oftar en einu sinni hvort ég gæti fengið kröfurnar með fyrirvara frekar en eindaga sama dag og þær kæmu í heimabankann. Einn starfsmaður sagði að það væri ekki tæknilega mögulegt, kerfið byði bara upp á þetta. Annar starfsmaður sagði að þetta yrði lagað (en svo var það aldrei lagað). En í ár hefur skuldin skv. álagningarseðli (vegna verktökunnar) verið dregin beint af launum í launþegavinnu hjá mér. Það er betri notendaupplifun, því þannig sleppa notendur við óþarfa dráttarvexti. Ég þekki fólk með reynslu af verktöku á öðrum Norðurlöndum auk Íslands og sjálfur byrjaði ég í verktöku í Þýskalandi áður en ég flutti aftur til Íslands. Íslensk skattayfirvöld fá falleinkunn í þessum samanburði fyrir skort á upplýsingagjöf, misvísandi svör og að virðast alltof oft bara vera að gera eitthvað í stað þess að fylgja skýrum reglum og verkferlum. Þau vísa ábyrgð oft frá sér og kenna notendum um eða segja „Tölvan segir nei.“. Einn angi af minni vinnu undanfarin ár hefur verið að skoða notendaupplifun og bæta hana. Það er kaldhæðnislegt að skoða þjónustu Skattsins með hliðsjón af notendaupplifun og aftur er niðurstaðan falleinkunn. Hefur þú efni á hroka og yfirlæti? Dæmin sem ég nefndi hér að ofan um „Kannski þetta, kannski hitt.“, „Þú átt að borga og þú áttir að vita það.“ og langlokan „Það að vanskilin komi fyrst í ljós við lögbundið eftirlit Ríkisskattstjóra með iðgjaldaskilum leiðir ekki til þess að þér sé þar með veittur tíu mánaða greiðslufrestur án vaxta.“ eru bara þrjú dæmi af mörgum um ótrúleg svör fyrir utan hrokann og yfirlætið sem eru of algeng í svörum á þeim bæ. Einkafyrirtæki sem svaraði notendum sínum á sambærilegan hátt og sendi dráttarvaxtakröfur afturvirkt færi mjög fljótt á hausinn. Af hverju þykja þetta eðlileg vinnubrögð hjá ríkisstofnun? Þótt þið séuð ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði þá eruð þið í samkeppni við önnur lönd um fólk/mannauð og það er ykkar hagur að veita góða þjónustu. Fyrirsjáanleiki er mikilvægur í öllum rekstri og algjör óþarfi að ríkið bæti við óvissu í þeim efnum með skorti á upplýsingagjöf og hrokafullum svörum við eðlilegum spurningum og ábendingum. Ég geri mér grein fyrir að Skatturinn fæst við ýmis ólík verkefni og misflókin. En að samræma þjónustuna og bæta upplýsingagjöf ætti ekki að kosta ríkið aukalega heldur væri þvert á móti veruleg hagræðing, sérstaklega til lengri tíma litið. Það kostar miklu meira að gera notendur vitlausa og fá þá upp á móti sér heldur en að veita einfalda og góða þjónustu strax í upphafi, það væri allra hagur. Í einkageiranum hætta notendur að skipta við fyrirtæki sem koma illa fram og veita lélega þjónustu og þá fara þau yfirleitt á hausinn (en skipta svo kannski um nafn og kennitölu og byrja aftur, íslenskt já takk :). Ríkið gæti lært margt um góða þjónustu af einkageiranum. Með auknu gagnsæi og fyrirsjáanleika má auka traust borgaranna í garð ríkisins. Elskan og Hvunndagshetjan Ég sat tíma hjá miklum grínara í háskóla í Danmörku 2011-2012. Einn daginn sagði hann okkur frá bréfi sem hann fékk frá danska skattinum sem endaði á orðunum Kærlig hilsen, Skat sem á íslensku væri Kær kveðja, Skatturinn. Nema hvað að skat á dönsku getur líka þýtt elskan og háskólaprófessorinn túlkaði bréfið þannig, sem óvenjulegt ástarbréf frá danska skattinum. Það fjallaði reyndar um einhverja kröfu skattsins á hann ef ég man rétt en endaði svo á hlýlegu nótunum á einhverju svona kærlig, kærlighed og skat. Það fylgdi samt ekki sögunni hvort þetta bréf hefði markað upphafið að ástarsambandi hans við danska skattinn en við skulum ekki útiloka neitt, kannski skildi hann við konuna í kjölfarið. Þessir Danir sko… Hvunndagshetjan er frábær skáldsaga frá 1979 eftir Auði Haralds, m.a. baneitruð háðsádeila á vissar opinberar stofnanir hér á landi, „hjálpsemi“ þeirra, „skýr svör“ og opinberan ómöguleika. Bókin þykir standast tímans tönn ótrúlega vel og eiga vel við enn þann dag í dag. En það eru 45 ár síðan hún kom út. Ætti góð notendaupplifun ekki að vera lykilatriði í þjónustu ríkisins í dag? Höfundur er launþegi og verktaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Ég hef starfað sem bæði launþegi og verktaki á Íslandi frá 2019. Allan þann tíma hef ég fengið endurskoðendur til að telja fram til skatts fyrir mig árlega, aðallega vegna þess að það er flóknara að telja fram sem verktaki en líka vegna þess að ég vil vera viss um að hafa allt á hreinu og í samræmi við lög og reglur. Þá er betra að fá sérfræðinga í verkið þannig að ég geti frekar einbeitt mér að þeim verkefnum sem ég hef sérhæft mig í. Skatturinn skellir skuldinni… Verktakan hefur reyndar bara verið lítið hlutastarf samhliða 80% starfi sem launþegi. Nýlega fékk ég kröfu í heimabankann frá lífeyrissjóði sem ég hafði aldrei heyrt um eða átt í nokkrum viðskiptum við. Krafan var með eindaga 10. janúar sl., marga mánuði aftur í tímann, og dráttarvöxtum reiknuðum frá þeim degi. En hún kom fyrst í heimabankann hjá mér 10. október. Ég reyndi að finna upplýsingar um hvaða krafa þetta væri í rafrænum skjölum í heimabankanum. Þar var ekkert. Svo skoðaði ég pósthólfið á Ísland.is. Þar var ekkert. Loks skráði ég mig inn á þjónustuvef Skattsins en þar var ekkert heldur. Mig grunaði þó fljótt að þetta tengdist Skattinum því ég hef áður fengið fyrirvaralausar kröfur þaðan á síðustu árum, en aldrei fyrr neina með eindaga langt aftur í tímann. Það var nýjung. Ég hafði samband við þennan lífeyrissjóð sem sendi mér kröfuna til að biðja þau að afturkalla hana við fyrsta tækifæri, enda hefði ég ekkert með sjóðinn að gera. Starfsmaður sjóðsins svaraði að krafan væri tilkomin í kjölfar samkeyrslu álagningarskrár Ríkisskattstjóra við gögn frá lífeyrissjóðum landsins og að samkvæmt henni væru vangreidd iðgjöld í lífeyrissjóð vegna tekna á minni kennitölu. Skatturinn hefði falið sjóðnum að innheimta þessi iðgjöld. Í svarinu stóð einnig: Þar sem um er að ræða lögbundin gjöld sem greiðandi ber sjálfur ábyrgð á er hvorki hægt að semja um né fella niður áfallna vexti. Þetta kom mér á óvart enda kynnti ég mér reglur um skattskil af verktöku við flutning til landsins 2019 og spurði m.a. um lífeyrisgreiðslur. Þá fékk ég að vita að lífeyrisgreiðslur af launþegavinnunni nægðu til að dekka skyldugreiðslur í lífeyrissjóð og ekki þyrfti sérstakar ráðstafanir vegna verktöku. Hvar fékk ég þær upplýsingar? Því miður man ég það ekki lengur enda fimm ár liðin síðan. Eins og ég nefndi hér í upphafi fékk ég líka endurskoðendur til að telja fram fyrir mig strax þá, m.a. til þess að hafa skattskilin örugglega skv. lögum og reglum. Það eina sem ég veit er að þú átt að borga Næst hringdi ég í Skattinn til að spyrja um kröfuna. Starfsmaðurinn sagði það sama og lífeyrissjóðurinn, að þetta væru lögbundin gjöld sem mér bæri að greiða og að ég hefði átt að vita það. Hann hafði ekki skýringar á hvers vegna ég fengi slíka kröfu fyrst núna eftir að hafa unnið sama fyrirkomulag sem launþegi og verktaki í rúm fimm ár en sagði þó: „Kannski hafa reglur breyst. Kannski erum við í sérstöku átaki varðandi þessar greiðslur núna.“ Hann bætti við að kannski þyrftu þau að fara í saumana á fyrri árum hjá mér líka til að rukka fyrir þau, sem virkaði eins og óbein hótun. Þessi svör hjálpuðu ekki en ég þakkaði starfsmanninum fyrir og kvaddi. Síðan þá hef ég verið að brjóta heilann um hvað ég var eiginlega að þakka honum fyrir en er ekki enn kominn að niðurstöðu. Mér fannst svör starfsmannsins einkennast af hroka og langaði að segja við hann: „Þú ert í þjónustustarfi og talar ekki niður til notenda.“ Ég hélt þó aftur af mér en þessu er hér með komið á framfæri. Eftir þetta spurði ég út í tómið á Facebook hvort það væri löglegt að senda fólki kröfur með eindaga langt aftur í tímann og hvort þetta væri eðlileg upplýsingagjöf frá ríkisstofnun. Vinur minn sem er lögfræðingur svaraði að ekki væri hægt að senda kröfu með eindaga aftur í tímann með vísan í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um dráttarvexti: Nú er ekki samið um gjalddaga kröfu og er þá heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Sé greiðslukrafan sett fram á mánaðardegi sem ekki er til í næsta mánuði skal skuldari greiða dráttarvexti frá og með síðasta degi þess mánaðar. Dagdraumar um internetið Ég vísaði í sömu lagagrein þegar ég svaraði lífeyrissjóðnum og fékk þá til baka eftirfarandi svar frá sjóðnum: Með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda skal iðgjaldagreiðslutímabil eigi vera lengra en mánuður og skal gjalddagi vera tíunda næsta mánaðar. Reglur um umsemjanlega gjalddaga koma því ekki til skoðunar hér. Vísast þannig til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu þar sem segir að hafi gjalddagi verið fyrirfram ákveðinn sé kröfuhafa heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast af ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi. Þar sem að um lífeyrissjóðsgjöld er að ræða er krafa frá lífeyrissjóði ekki skilyrði þess að slíkum iðgjöldum sé skilað, enda er undanfari kröfu lífeyrissjóðs ávallt skilagrein frá launagreiðanda/verktaka sem á hvílir frumkvæðisskylda til skila gjaldanna. Það að vanskilin komi fyrst í ljós við lögbundið eftirlit Ríkisskattstjóra með iðgjaldaskilum leiðir ekki til þess að þér sé þar með veittur tíu mánaða greiðslufrestur án vaxta. Þarna gafst ég upp á að standa í meira stappi út af þessu máli og greiddi kröfuna með óbragð í munni. Tveimur vikum eftir að ég fékk kröfuna barst mér síðan bréf í bréfpósti frá lífeyrissjóðnum með upplýsingum um hana. Of lítið og of seint. Þegar ég heyrði bréfið detta inn um bréfalúguna sat ég í stól heima, starandi út í loftið og djúpt sokkinn í framúrstefnulegar hugsanir: „Mikið væri gott ef mannkynið gæti fundið upp eitthvað svona … internet … og maður gæti bara fengið upplýsingar fljótt og örugglega … rafrænt … og þyrfti ekki alltaf að hringja og spyrja eða bíða eftir bréfberanum á meðan dráttarvextirnir hlaðast upp. Æ, ég er aftur kominn í dagdrauma … verð að halda mig við veruleikann. Best að gá hvað var að koma inn um lúguna.“ Endurskoðandi, lögfræðingur og sálfræðingur Í sálfræðitíma í vikunni á eftir nefndi ég þessa óvæntu kröfu frá Skattinum og samskiptin sem fylgdu sem dæmi um nýlegan streituvald. Sálfræðingurinn sagði að ég væri þriðji skjólstæðingurinn bara þann daginn sem kvartaði undan Skattinum og furðaði sig á vinnubrögðunum. Kannski er meginmarkmið Skattsins að skapa meiri vinnu fyrir sálfræðinga landsins. Reyndar hugsaði ég eftir tímann að líklega þyrfti ég að ráða lögfræðing og sálfræðing í fasta vinnu bara vegna samskipta við Skattinn því endurskoðandi dygði greinilega ekki til. Vegna lítils hlutastarfs í verktöku … allt eðlilegt hér. Ég sendi endurskoðandanum póst til að spyrja hvort hún kannaðist við þessa greiðsluskyldu af verktakavinnunni. Hún svaraði: Mér þykir leitt ef ég hef ekki verið skýr með það að það eigi að greiða í lífeyrissjóð af öllum launum. Það hefur hins vegar verið þannig að þegar rekstraraðilar eru með rekstur hefur verið gert ráð fyrir reiknuðu endurgjaldi vegna teknanna, sérstaklega þegar um hagnað er að ræða, og líklega hefur Söfnunarsjóðurinn eða skatturinn ekki verið að eltast við minni aðila, því hingað til hefur það ekki verið innheimt. Nú hins vegar virðist vera átak í þessu því það eru mjög margir að fá þessa rukkun. Hér er rétt að taka fram að þessi endurskoðandi taldi í fyrsta sinn fram fyrir mig á þessu ári, fyrri ár frá 2020 sá önnur stofa um verkið, en hvorug þeirra minntist á lífeyrisiðgjaldagreiðsluskylduna. Þetta var hins vegar kurteislegt svar við fyrirspurninni sem ég tók sem gott og gilt ólíkt svörum Skattsins (og lífeyrissjóðsins). Er góð notendaupplifun einkamál einkageirans? Á þessum fimm árum sem ég hef starfað sem verktaki hér á landi hef ég þó nokkrum sinnum leitað svara hjá Skattinum og of oft fengið ólík svör um sömu atriði eftir því hvaða starfsmann ég tala við. Til dæmis vegna innheimtu tekjuskatts (reiknast sem skuld á álagningarseðli), sem í verktöku fer fram árið eftir (ekki dregið beint af launum mánaðarlega jafnóðum eins og hjá launþegum, nema að um annað sé samið sérstaklega). Sum árin frá 2020 hefur Skatturinn sent mér kröfu í heimabanka mánaðarlega á seinni hluta árs eftir að niðurstaða álagningar liggur fyrir. Kröfurnar hafa þá alltaf komið inn með eindaga samdægurs, sem þýddi að ef ég vildi losna við dráttarvexti hefði ég þurft að vakta heimabankann nær daglega, því aldrei var nein regla á hvaða dag mánaðarins kröfurnar komu. Ég spurði Skattinn oftar en einu sinni hvort ég gæti fengið kröfurnar með fyrirvara frekar en eindaga sama dag og þær kæmu í heimabankann. Einn starfsmaður sagði að það væri ekki tæknilega mögulegt, kerfið byði bara upp á þetta. Annar starfsmaður sagði að þetta yrði lagað (en svo var það aldrei lagað). En í ár hefur skuldin skv. álagningarseðli (vegna verktökunnar) verið dregin beint af launum í launþegavinnu hjá mér. Það er betri notendaupplifun, því þannig sleppa notendur við óþarfa dráttarvexti. Ég þekki fólk með reynslu af verktöku á öðrum Norðurlöndum auk Íslands og sjálfur byrjaði ég í verktöku í Þýskalandi áður en ég flutti aftur til Íslands. Íslensk skattayfirvöld fá falleinkunn í þessum samanburði fyrir skort á upplýsingagjöf, misvísandi svör og að virðast alltof oft bara vera að gera eitthvað í stað þess að fylgja skýrum reglum og verkferlum. Þau vísa ábyrgð oft frá sér og kenna notendum um eða segja „Tölvan segir nei.“. Einn angi af minni vinnu undanfarin ár hefur verið að skoða notendaupplifun og bæta hana. Það er kaldhæðnislegt að skoða þjónustu Skattsins með hliðsjón af notendaupplifun og aftur er niðurstaðan falleinkunn. Hefur þú efni á hroka og yfirlæti? Dæmin sem ég nefndi hér að ofan um „Kannski þetta, kannski hitt.“, „Þú átt að borga og þú áttir að vita það.“ og langlokan „Það að vanskilin komi fyrst í ljós við lögbundið eftirlit Ríkisskattstjóra með iðgjaldaskilum leiðir ekki til þess að þér sé þar með veittur tíu mánaða greiðslufrestur án vaxta.“ eru bara þrjú dæmi af mörgum um ótrúleg svör fyrir utan hrokann og yfirlætið sem eru of algeng í svörum á þeim bæ. Einkafyrirtæki sem svaraði notendum sínum á sambærilegan hátt og sendi dráttarvaxtakröfur afturvirkt færi mjög fljótt á hausinn. Af hverju þykja þetta eðlileg vinnubrögð hjá ríkisstofnun? Þótt þið séuð ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði þá eruð þið í samkeppni við önnur lönd um fólk/mannauð og það er ykkar hagur að veita góða þjónustu. Fyrirsjáanleiki er mikilvægur í öllum rekstri og algjör óþarfi að ríkið bæti við óvissu í þeim efnum með skorti á upplýsingagjöf og hrokafullum svörum við eðlilegum spurningum og ábendingum. Ég geri mér grein fyrir að Skatturinn fæst við ýmis ólík verkefni og misflókin. En að samræma þjónustuna og bæta upplýsingagjöf ætti ekki að kosta ríkið aukalega heldur væri þvert á móti veruleg hagræðing, sérstaklega til lengri tíma litið. Það kostar miklu meira að gera notendur vitlausa og fá þá upp á móti sér heldur en að veita einfalda og góða þjónustu strax í upphafi, það væri allra hagur. Í einkageiranum hætta notendur að skipta við fyrirtæki sem koma illa fram og veita lélega þjónustu og þá fara þau yfirleitt á hausinn (en skipta svo kannski um nafn og kennitölu og byrja aftur, íslenskt já takk :). Ríkið gæti lært margt um góða þjónustu af einkageiranum. Með auknu gagnsæi og fyrirsjáanleika má auka traust borgaranna í garð ríkisins. Elskan og Hvunndagshetjan Ég sat tíma hjá miklum grínara í háskóla í Danmörku 2011-2012. Einn daginn sagði hann okkur frá bréfi sem hann fékk frá danska skattinum sem endaði á orðunum Kærlig hilsen, Skat sem á íslensku væri Kær kveðja, Skatturinn. Nema hvað að skat á dönsku getur líka þýtt elskan og háskólaprófessorinn túlkaði bréfið þannig, sem óvenjulegt ástarbréf frá danska skattinum. Það fjallaði reyndar um einhverja kröfu skattsins á hann ef ég man rétt en endaði svo á hlýlegu nótunum á einhverju svona kærlig, kærlighed og skat. Það fylgdi samt ekki sögunni hvort þetta bréf hefði markað upphafið að ástarsambandi hans við danska skattinn en við skulum ekki útiloka neitt, kannski skildi hann við konuna í kjölfarið. Þessir Danir sko… Hvunndagshetjan er frábær skáldsaga frá 1979 eftir Auði Haralds, m.a. baneitruð háðsádeila á vissar opinberar stofnanir hér á landi, „hjálpsemi“ þeirra, „skýr svör“ og opinberan ómöguleika. Bókin þykir standast tímans tönn ótrúlega vel og eiga vel við enn þann dag í dag. En það eru 45 ár síðan hún kom út. Ætti góð notendaupplifun ekki að vera lykilatriði í þjónustu ríkisins í dag? Höfundur er launþegi og verktaki.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun