Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar 6. nóvember 2024 09:00 Vatn, húsaskjól, matur snýst allt um viðskipti, en allt eru þetta grunnþarfir samkvæmt Maslow pýramídanum. Hvers konar heim erum við að byggja þegar farið er með grunnþarfir fólks sem vörur háðar gróða? Það ýtir okkur í örvætningafylgni eftir peningum og ýtir undir óöryggi sem er önnur grunnþörf að mati Maslows. Lagalega séð sést að það eru augljós tengsl milli þess að alast upp án þessara skilyrða og á ofbeldishegðun og að fremja strætisglæpi sem gerir líkurnar á að brjóta lög með þessum hætti verulegar. Heilsulega séð getur það valdið gífurlegum skaða heima fyrir ef að foreldrar upplifa óöryggi þar sem börnin þeirra eru einnig líkleg til þess að upplifa óöryggi. Einstaklingar sem upplifa óöryggi eru einnig líklegri til þess að neyta ofur unnar matvörur, eigast við fíkn, geðræn og líkamlega lífstílstengda sjúkdóma. Heimurinn sem ég er að lýsa endurspeglar svolítið okkar veruleika þar sem nauðsynlegar mannlegar þarfir eins og vatn, matur, húsnæði og öryggi - eru vörumerktar og seldar í hagnaðarskyni í staðinn fyrir að þetta séu almenn réttindi fyrir alla. Þetta kerfi sem er knúið áfram af markaðsöflum, hefur tilhneigingu til að forgangsraða þá sem hafa efni á að borga uppsett verð án þess að fá hnút í magann. Á meðan margir sem ekki geta staðið undir þessum kostnaði standa berskjaldaðir. Hugmyndin um að meðhöndla nauðsynjar sem viðskiptavörur getur leitt til mjög djúpstæð misrétti, þar sem aðgangur að lífsnauðsynjum verður forréttindi frekar en trygging. Sem er tap fyrir allt samfélagið. Þessi kaldi veruleiki hefur veruleg siðferðileg og félagsleg áhrif. Það vekur upp spurningar um hvers konar samfélag við viljum skapa. Viljum við samfélag sem er knúið áfram af hagnaði eða byggt á sameiginlegri mannúð og velferð allra? Þegar farið er með grunnþarfir manna sem hagnaðardrifin öfl, er hætta á að skapa vandamál sem við höfum séð í Íslensku samfélagi og annarsstaðar í heiminum, þar sem auðvaldið ræður aðgangi að auðlindum sem eru mikilvægar til þess að lifa af. Í grunninn getur þetta grafið undan félagslegri samheldni og kynt undir ójöfnuð, sem að lokum leiðir okkur í samfélagslegan óstöðugleika. Mannkynið stendur á tímamótum við að ákvarða hvort hagvöxtur og gróði eigi að hafa forgang fram yfir sanngjarnan aðgang að lífsnauðsynjum, eða hvort það eigi að leggja meiri áherslu á sanngirni, sjálfbærni og sameiginlega ábyrgð á velferð hvers annars. Höfundur er einkaþjálfari og yoga kennari sem rekur instagram síðuna wholehealth_wisdom. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Sjá meira
Vatn, húsaskjól, matur snýst allt um viðskipti, en allt eru þetta grunnþarfir samkvæmt Maslow pýramídanum. Hvers konar heim erum við að byggja þegar farið er með grunnþarfir fólks sem vörur háðar gróða? Það ýtir okkur í örvætningafylgni eftir peningum og ýtir undir óöryggi sem er önnur grunnþörf að mati Maslows. Lagalega séð sést að það eru augljós tengsl milli þess að alast upp án þessara skilyrða og á ofbeldishegðun og að fremja strætisglæpi sem gerir líkurnar á að brjóta lög með þessum hætti verulegar. Heilsulega séð getur það valdið gífurlegum skaða heima fyrir ef að foreldrar upplifa óöryggi þar sem börnin þeirra eru einnig líkleg til þess að upplifa óöryggi. Einstaklingar sem upplifa óöryggi eru einnig líklegri til þess að neyta ofur unnar matvörur, eigast við fíkn, geðræn og líkamlega lífstílstengda sjúkdóma. Heimurinn sem ég er að lýsa endurspeglar svolítið okkar veruleika þar sem nauðsynlegar mannlegar þarfir eins og vatn, matur, húsnæði og öryggi - eru vörumerktar og seldar í hagnaðarskyni í staðinn fyrir að þetta séu almenn réttindi fyrir alla. Þetta kerfi sem er knúið áfram af markaðsöflum, hefur tilhneigingu til að forgangsraða þá sem hafa efni á að borga uppsett verð án þess að fá hnút í magann. Á meðan margir sem ekki geta staðið undir þessum kostnaði standa berskjaldaðir. Hugmyndin um að meðhöndla nauðsynjar sem viðskiptavörur getur leitt til mjög djúpstæð misrétti, þar sem aðgangur að lífsnauðsynjum verður forréttindi frekar en trygging. Sem er tap fyrir allt samfélagið. Þessi kaldi veruleiki hefur veruleg siðferðileg og félagsleg áhrif. Það vekur upp spurningar um hvers konar samfélag við viljum skapa. Viljum við samfélag sem er knúið áfram af hagnaði eða byggt á sameiginlegri mannúð og velferð allra? Þegar farið er með grunnþarfir manna sem hagnaðardrifin öfl, er hætta á að skapa vandamál sem við höfum séð í Íslensku samfélagi og annarsstaðar í heiminum, þar sem auðvaldið ræður aðgangi að auðlindum sem eru mikilvægar til þess að lifa af. Í grunninn getur þetta grafið undan félagslegri samheldni og kynt undir ójöfnuð, sem að lokum leiðir okkur í samfélagslegan óstöðugleika. Mannkynið stendur á tímamótum við að ákvarða hvort hagvöxtur og gróði eigi að hafa forgang fram yfir sanngjarnan aðgang að lífsnauðsynjum, eða hvort það eigi að leggja meiri áherslu á sanngirni, sjálfbærni og sameiginlega ábyrgð á velferð hvers annars. Höfundur er einkaþjálfari og yoga kennari sem rekur instagram síðuna wholehealth_wisdom.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar