Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 08:31 Rúben Amorim var tolleraður eftir leikinn í gær þar sem Sporting vann 4-1 stórsigur á Englandsmeisturum Manchester City. Getty/Gualter Fatia Rúben Amorim er að koma á Old Trafford og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Manchester United séu orðnir spenntir. Ekki síst eftir gærkvöldið þegar Portúgalinn stýrði Sporting Lissabon til 4-1 sigurs á nágrönnunum í Manchester City í Meistaradeildinni. Það er hætt við því að væntingarnar fari nú upp úr öllu valdi og Amorim var því umhugað að reyna að slá aðeins á þær í viðtal eftir leikinn. Hann ætlar líka ekki að spila eins fótbolta með United. Þetta var síðasti heimaleikur Sporting undir stjórn Amorim. Fyrir leik talaði hann um það á léttu nótunum að stuðningsmenn United myndu að halda að nýr Sir Alex Ferguson væri mættur ef hann mynda vinna City. Hann vann ekki aðeins Englandsmeistarana heldur burstaði þá. Hefur mikla trú á nýja félagi Amorim talaði vel um Pep Guardiola eftir leikinn. ESPN segir frá. „Hann er svo miklu betri en ég akkúrat núna. Ég hef samt mikla trú á mínu nýja félagi. Við munum byrja á lágu þrepi en við munum svo bæta liðið og klúbbinn,“ sagði Rúben Amorim eftir leikinn. Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum og hefur verið orðaður við stórlið í janúar. „Viktor verður að klára tímabilið en þá fer hann kannski eitthvað annað,“ sagði Amorim sem hefur gert stórstjörnu úr Svíanum. Fyrsti leikur Amorim með Manchester United verður á móti Ipswich Town eftir komandi landsleikjahlé. Hann mætir síðan Guardiola og City aftur í desember. „Þegar ég er hjá mínu næsta félagi þá verð ég að nálgast leikinn öðruvísi. Ég get ekki tekið mikið frá þessum leik af því að við munum spila öðruvísi í framtíðinni. Bæði eru sögufræg félög en það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Amorim. Les engin ensk blöð Hann ætlar ekki að lesa nein blöð í Englandi þegar hann kemur þangað. „Ég mun örugglega ekki lesa neitt í sex mánuði. Ég gerði það sama hjá Sporting. Ég ætla ekki að lesa neitt eða skoða neitt. Það er eina leiðin fyrir mig svo að ég geti unnið mitt starf,“ sagði Amorim. „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum mjög heppnir og svo skoruðum við tvisvar á upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Þá hjálpaði okkur að það var frábært andrúmsloft og svo allt annað því tengt. Þetta var stórkostlegt kvöld,“ sagði Amorim. Tilbúinn fyrir þessa áskorun „Þessi úrslit eru blekkjandi því við vorum mjög heppnir í þessum leik í kvöld. Þessi stund með mínum leikmönnum eftir leik og hvernig þeir fögnuðu þessum sigri var samt mjög sérstök. Þessi stund með stuðningsmönnum var líka mjög sérstök. Þegar ég kem í ensku úrvalsdeildina þá verð ég kominn í nýjan heim með allt annarri pressu,“ sagði Amorim. „Ég mun reyna að vera sá sami. Þetta verður mjög gaman og ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun,“ sagði Amorim. "I'm ready for the challenge" 👊Rúben Amorim is looking forward to starting life in the Premier League pic.twitter.com/JqufJ8K5WB— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 6, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Það er hætt við því að væntingarnar fari nú upp úr öllu valdi og Amorim var því umhugað að reyna að slá aðeins á þær í viðtal eftir leikinn. Hann ætlar líka ekki að spila eins fótbolta með United. Þetta var síðasti heimaleikur Sporting undir stjórn Amorim. Fyrir leik talaði hann um það á léttu nótunum að stuðningsmenn United myndu að halda að nýr Sir Alex Ferguson væri mættur ef hann mynda vinna City. Hann vann ekki aðeins Englandsmeistarana heldur burstaði þá. Hefur mikla trú á nýja félagi Amorim talaði vel um Pep Guardiola eftir leikinn. ESPN segir frá. „Hann er svo miklu betri en ég akkúrat núna. Ég hef samt mikla trú á mínu nýja félagi. Við munum byrja á lágu þrepi en við munum svo bæta liðið og klúbbinn,“ sagði Rúben Amorim eftir leikinn. Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum og hefur verið orðaður við stórlið í janúar. „Viktor verður að klára tímabilið en þá fer hann kannski eitthvað annað,“ sagði Amorim sem hefur gert stórstjörnu úr Svíanum. Fyrsti leikur Amorim með Manchester United verður á móti Ipswich Town eftir komandi landsleikjahlé. Hann mætir síðan Guardiola og City aftur í desember. „Þegar ég er hjá mínu næsta félagi þá verð ég að nálgast leikinn öðruvísi. Ég get ekki tekið mikið frá þessum leik af því að við munum spila öðruvísi í framtíðinni. Bæði eru sögufræg félög en það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Amorim. Les engin ensk blöð Hann ætlar ekki að lesa nein blöð í Englandi þegar hann kemur þangað. „Ég mun örugglega ekki lesa neitt í sex mánuði. Ég gerði það sama hjá Sporting. Ég ætla ekki að lesa neitt eða skoða neitt. Það er eina leiðin fyrir mig svo að ég geti unnið mitt starf,“ sagði Amorim. „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum mjög heppnir og svo skoruðum við tvisvar á upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Þá hjálpaði okkur að það var frábært andrúmsloft og svo allt annað því tengt. Þetta var stórkostlegt kvöld,“ sagði Amorim. Tilbúinn fyrir þessa áskorun „Þessi úrslit eru blekkjandi því við vorum mjög heppnir í þessum leik í kvöld. Þessi stund með mínum leikmönnum eftir leik og hvernig þeir fögnuðu þessum sigri var samt mjög sérstök. Þessi stund með stuðningsmönnum var líka mjög sérstök. Þegar ég kem í ensku úrvalsdeildina þá verð ég kominn í nýjan heim með allt annarri pressu,“ sagði Amorim. „Ég mun reyna að vera sá sami. Þetta verður mjög gaman og ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun,“ sagði Amorim. "I'm ready for the challenge" 👊Rúben Amorim is looking forward to starting life in the Premier League pic.twitter.com/JqufJ8K5WB— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 6, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira