Erlent

Bar­áttan um Banda­ríkin: Hvað gerist eigin­lega í nótt?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Donald Trump og Kamala Harris forsetaframbjóðendur. Annað hvort þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump og Kamala Harris forsetaframbjóðendur. Annað hvort þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna. Vísir/Hjalti

Komið er að ögurstundu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og munu annað hvort kjósa Kamölu Harris eða Donald Trump sem forseta. Engin leið er að spá fyrir um úrslit kosninganna, aldrei hefur verið mjórra á munum. Við förum yfir stöðuna á lokasprettinum í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.

Kristín Ólafsdóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hafa umsjón með þættinum að þessu sinni. Við heyrum einnig í Hólmfríði Gísladóttur fréttamanni, sem stödd er úti í Bandaríkjunum og hefur fengið stemninguna beint í æð.

Við förum yfir ótrúlega kosningabaráttu sem nú er að baki, rýnum í síðustu kannanir fyrir stóru stundina og skoðum mögulegar leiðir frambjóðendanna að Hvíta húsinu. Þá förum við yfir atburðarás kvöldsins og næturinnar. Hvenær koma fyrstu tölur? Hvenær verða úrslit ljós? Munu bandarískar konur ráða úrslitum? Hvað gerist ef Trump tapar? 

Við reynum að svara þessum spurningum, og fleirum til, í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 14. Spilari birtist hér fyrir neðan þegar nær dregur.

Klippa: Baráttan um Bandaríkin - Komið að ögurstundu vestanhafs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×