Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Björn Gunnlaugsson skrifar 3. nóvember 2024 07:32 Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið. Ræðan var vel undirbúin og sett fram af miklum sannfæringarkrafti og þegar horft er aftur á útsendinguna er áhugavert að fylgjast með formanninum gíra sig upp meðan formaður Viðreisnar klárar sína ræðu um sama málefni, enda vissi Sigurður Ingi að hann ætti orðið næst. Eins er gaman að fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga undir ræðu Sigurðar og alveg augljóst að þessu áttu þau ekki öll von á. Í ræðu sinni bendir Sigurður Ingi réttilega á að það sé rangur málflutningur Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að hér á landi sé orðið til stórkostlegt vandamál vegna fjölda hælisleitenda. Öll sem vilja, sjá að í stóra samhenginu hafa hælisleitendur hverfandi lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Allt tal um að innviðir landsins séu að kikna undan því álagi að hingað leiti nokkur hundruð manns ásjár á hverju ári er augljós þvættingur, innviðir landsins hafa meðvitað verið fjársveltir árum saman og auðvitað er það nærtækari skýring á því að í þeim bresti. Sigurður Ingi bendir einnig réttilega á þá þversögn að því sé haldið fram að íslensk menning og tunga eigi undir högg að sækja og að gefið sé í skyn að hælisleitendur beri ábyrgð á því þegar staðreyndin er sú að fjárveitingar til menningar og lista hafa verið skornar niður við trog. Sigurður Ingi klykkir svo út með því að honum finnist virðingarleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar og endar glæsilega á því að lýsa því yfir að flokkurinn hans, Framsóknarflokkurinn, sé flokkur mannúðar og mannvirðingar um leið og hann gerir lítið úr þeim ráðamönnum sem voru hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem sé að kaupa upp jarðir um allt Ísland. Mikil djöfull lét Sigurður Ingi þarna ríkisstjórn Íslands heyra það! Og auðvitað treystir hann á að eldmóðurinn í málflutningi hans og þær fallegu hugsjónir sem hann setur fram laði fjölda kjósenda að Framsóknarflokknum. Auðvitað treystir hann á að fólk gleymi því í hita augnabliksins að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í sjö ár. Á þeim tíma hefur verið samþykkt útlendingafrumvarp sem innleiddi stóraukna hörku gagnvart þeim sem hingað leita og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Ég lauma því hér inn að flokkurinn sem ég er í framboði fyrir var á móti þessu ómannúðlega frumvarpi. Á þessum sama tíma horfðum við upp á þolendur mansals lenda á götunni og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma stórjókst kostnaður ríkissjóðs vegna innflytjenda frá Venesúela þegar sú stefnubreyting féll af himnum ofan að þau væru ekki velkomin hér lengur og mættu ekki vinna fyrir sér og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Á sama tíma var einmitt lagt af stað í þá vegferð að vísa litlum strák í hjólastól úr landi í skjóli nætur og Sigurður Ingi gerði ekkert til að breyta því. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Eitthvert best heppnaða kosningaslagorð síðari ára að margra mati og skilaði Sigurði Inga og félögum hans í ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á ástandinu sem hann gagnrýndi í þrumuræðunni sinni. Við kjósendur hljótum því að spyrja Sigurð Inga: Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Kjósum öðruvísi. Höfundur er pírati.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun