Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar 2. nóvember 2024 13:00 Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun