Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 19:18 Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum. Dagleg verkefni mín ná langt út fyrir kennslustundirnar sem ég kenni og langt út fyrir venjulegan 8-16 vinnutíma. Mín helstu verkefni er að fara yfir verkefni nemenda og veita þeim gagnlega endurgjöf sem þau geta byggt á. Ég bý til nýtt námsefni og tek tillit til sérþarfa nemenda minna með ýmsum aðlögunum. Ég tek tillit til og sinni líðan þeirra og ræði við foreldra og samstarfsfólk til að tryggja stuðning fyrir hvern nemanda og að öllum líði sem best í skólanum. Öll mín vinna byggir á skipulagi, því enn sem komið er vantar mig reynslu í bakpokann sem ég er að safna í. Í nýliðnu vetrarfríi vann ég stanslaust til að halda utan um allt það sem safnast hefur upp. Þetta er vinna sem tilheyrir því að vera faglegur og samviskusamur kennari. Ég spyr mig hvort ég geti starfað við þetta í mörg ár í viðbót ef starfið tekur stóran part af mínum frítíma en launin eru ekki í takt við það. Við sem stöndum framarlega í að byggja framtíð barnanna eigum það skilið að vera metin að verðleikum. Verkfall hefur nú skollið á og heldur líklega áfram ef ekki næst að semja um kjarabætur. Heyrst hefur að kröfurnar séu ekki skýrar en ég sem er ný í þessu starfi sé ekki betur en að þær séu mjög skýrar: kennarar eru að fara fram á sambærileg laun á við aðrar fagstéttir og um leið að fá viðurkenningu á því hlutverki sem þeir gegna í samfélaginu. Það þarf að fjárfesta í framtíð barnanna og sú fjárfesting hefst á því að virða og styðja kennara í störfum sínum. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Sjá meira
Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum. Dagleg verkefni mín ná langt út fyrir kennslustundirnar sem ég kenni og langt út fyrir venjulegan 8-16 vinnutíma. Mín helstu verkefni er að fara yfir verkefni nemenda og veita þeim gagnlega endurgjöf sem þau geta byggt á. Ég bý til nýtt námsefni og tek tillit til sérþarfa nemenda minna með ýmsum aðlögunum. Ég tek tillit til og sinni líðan þeirra og ræði við foreldra og samstarfsfólk til að tryggja stuðning fyrir hvern nemanda og að öllum líði sem best í skólanum. Öll mín vinna byggir á skipulagi, því enn sem komið er vantar mig reynslu í bakpokann sem ég er að safna í. Í nýliðnu vetrarfríi vann ég stanslaust til að halda utan um allt það sem safnast hefur upp. Þetta er vinna sem tilheyrir því að vera faglegur og samviskusamur kennari. Ég spyr mig hvort ég geti starfað við þetta í mörg ár í viðbót ef starfið tekur stóran part af mínum frítíma en launin eru ekki í takt við það. Við sem stöndum framarlega í að byggja framtíð barnanna eigum það skilið að vera metin að verðleikum. Verkfall hefur nú skollið á og heldur líklega áfram ef ekki næst að semja um kjarabætur. Heyrst hefur að kröfurnar séu ekki skýrar en ég sem er ný í þessu starfi sé ekki betur en að þær séu mjög skýrar: kennarar eru að fara fram á sambærileg laun á við aðrar fagstéttir og um leið að fá viðurkenningu á því hlutverki sem þeir gegna í samfélaginu. Það þarf að fjárfesta í framtíð barnanna og sú fjárfesting hefst á því að virða og styðja kennara í störfum sínum. Höfundur er kennari
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar