Handbolti

For­maður danska hand­knatt­leiks­sam­bandsins bráð­kvaddur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morten Stig Christensen lést í morgun.
Morten Stig Christensen lést í morgun. getty/uefa

Morten Stig Christensen, formaður danska handknattleikssambandsins, varð bráðkvaddur í morgun. Hann var 65 ára.

Christensen hafði verið formaður danska handknattleikssambandsins síðan 2021. Áður var hann framkvæmdastjóri þess.

Christensen var stórgóður handboltamaður á sínum tíma og lék 190 landsleiki fyrir Danmörku.

Eftir að ferlinum lauk starfaði Christensen hjá TV 2 og var yfirmaður íþróttadeildarinnar stöðvarinnar.

Christensen lætur eftir sig eiginkonu, fimm börn og barnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×