Innlent

Dómi í máli Alberts á­frýjað

Árni Sæberg skrifar
Albert Guðmundsson og lögmaður hans Vilhjálmur Vilhjálmsson í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu.
Albert Guðmundsson og lögmaður hans Vilhjálmur Vilhjálmsson í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Vísir/Vilhjálmur

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi í máli Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns. Hann var fyrir þremur vikum sýknaður af ákæru fyrir nauðgun.

Þetta staðfestir Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts í samtali við Vísi.

„Það kemur á óvart að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja þessum dómi enda er dómurinn mjög vel rökstuddur og niðurstaðan lögfræðilega rétt,“ segir hann.

Framburður Alberts metinn trúverðugri

Dómurinn telur einar 39 blaðsíður, sem er talsvert lengra en gengur og gerist í sambærilegum málum, en Vísir dró hann ítarlega saman.

Í dóminum segir meðal annars að málið hafi að mestu byggt á framburði Alberts og konunnar sem kærði hann, auk framburðar nokkurra vitna og að tímalína málsins þætti styðja framburð Alberts betur en framburð konunnar.

Dómurinn féll þann 10. október, á fimmtudag fyrir þremur vikum, en Ríkissaksóknari hefur fjórar vikur til þess að taka ákvörðun um áfrýjun, samkvæmt lögum um meðferð sakamála.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×