Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 14:00 Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt. Maðurinn sem stakk manninn sem lést var sýknaður vegna þess að um nauðvörn var að ræða. Eins og segir í frétt um málið: „Verður ekki önnur ályktum dregin af gögnummálsins en aðum ofsafengna oglífshættulega árás hafiverið að ræða ogað hending ein hafi ráðiðað ákærði hlautekki lífshættulega áverkaaf.“ Konan sem stakk manninn sem lifði af var dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar og hárra sektar- og bótagreiðslna. Hún stakk líka í nauðvörn, mann sem áður hafði beitt hana hrottalegu ofbeldi. Hún óttaðist líka um líf sitt. Maðurinn með áverkana hringdi sjálfur í lögregluna eftir að hafa „skorið samfestingutan af ákærðu,rifið í háriðá henni, henthenni í gólfiðog sparkað í hana. Hún hafi verið virkilega hrædd og talið lífi sínu ógnað“ eins og segir í dómnum.Áverkaskoðun staðfestir framburð konunnar, hún var öll blá og marin eftir barsmíðar mannsins. Það er greinilega ekki sama hver grípur til nauðvarnar í íslensku dómskerfi. Hvort þú ert karlmaður sem þarft að verjast árás frá öðrum karlmanni eða hvort þú ert kona sem þarft að verjast árás frá stærri og sterkari karlmanni, sem verður reiður vegna þess að þú vilt ekki stunda kynlíf með honum sem þar að auki hefur meitt þig áður. Við vitum að konur eru á heimsvísu fimm sinnum líklegri til að vera myrtar af maka en karlar. Við vitum að mörg tilfelli heimilisofbeldis eru tilkynnt til lögreglu á degi hverjum og þar eru karlar gerendur í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. Við vitum að 42% kvenna hér á landi hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Við vitum að fjölda kvenna er hótað ofbeldi og lífláti daglega. Nauðvörn er að óttast um líf sitt og verjast í samræmi við það. Í sumum tilfellum veldur það dauða, öðrum ekki. Ef aflsmunir, ítrekuð saga um ofbeldi og lítið barn sem sefur í sömu íbúð eru ekki talin nægileg ástæða til að grípa til nauðvarnar þá er skekkjan alvarleg. Við sem samfélag verðum að fara að gera upp við okkur hvort við viljum í rauninni hafa það þannig að líf kvenna sé svona miklu minna virði en líf karlmanna. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður og situr í stjórn Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt. Maðurinn sem stakk manninn sem lést var sýknaður vegna þess að um nauðvörn var að ræða. Eins og segir í frétt um málið: „Verður ekki önnur ályktum dregin af gögnummálsins en aðum ofsafengna oglífshættulega árás hafiverið að ræða ogað hending ein hafi ráðiðað ákærði hlautekki lífshættulega áverkaaf.“ Konan sem stakk manninn sem lifði af var dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar og hárra sektar- og bótagreiðslna. Hún stakk líka í nauðvörn, mann sem áður hafði beitt hana hrottalegu ofbeldi. Hún óttaðist líka um líf sitt. Maðurinn með áverkana hringdi sjálfur í lögregluna eftir að hafa „skorið samfestingutan af ákærðu,rifið í háriðá henni, henthenni í gólfiðog sparkað í hana. Hún hafi verið virkilega hrædd og talið lífi sínu ógnað“ eins og segir í dómnum.Áverkaskoðun staðfestir framburð konunnar, hún var öll blá og marin eftir barsmíðar mannsins. Það er greinilega ekki sama hver grípur til nauðvarnar í íslensku dómskerfi. Hvort þú ert karlmaður sem þarft að verjast árás frá öðrum karlmanni eða hvort þú ert kona sem þarft að verjast árás frá stærri og sterkari karlmanni, sem verður reiður vegna þess að þú vilt ekki stunda kynlíf með honum sem þar að auki hefur meitt þig áður. Við vitum að konur eru á heimsvísu fimm sinnum líklegri til að vera myrtar af maka en karlar. Við vitum að mörg tilfelli heimilisofbeldis eru tilkynnt til lögreglu á degi hverjum og þar eru karlar gerendur í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. Við vitum að 42% kvenna hér á landi hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Við vitum að fjölda kvenna er hótað ofbeldi og lífláti daglega. Nauðvörn er að óttast um líf sitt og verjast í samræmi við það. Í sumum tilfellum veldur það dauða, öðrum ekki. Ef aflsmunir, ítrekuð saga um ofbeldi og lítið barn sem sefur í sömu íbúð eru ekki talin nægileg ástæða til að grípa til nauðvarnar þá er skekkjan alvarleg. Við sem samfélag verðum að fara að gera upp við okkur hvort við viljum í rauninni hafa það þannig að líf kvenna sé svona miklu minna virði en líf karlmanna. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður og situr í stjórn Hagsmunasamtaka brotaþola.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun